Manchester United hefur náð samkomulagi við Sporting Lissabon um kaup á portúgalska miðjumanninum Bruno Fernandes.
Á heimasíðu United kemur fram að Fernandes eigi enn eftir að standast læknisskoðun og ná samkomulagi við félagið en frekari frétta sé að vænta.
Fernandes hefur verið orðaður við United í marga mánuði en félagið virðist loks vera búið að landa Portúgalanum.
Talið er að United greiði 68 milljónir fyrir hinn 25 ára Fernandes.
