Hafnar friðaráætlun Trump: „Jerúsalem er ekki til sölu“ Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2020 10:19 Mahmoud Abbas segir ómögulegt fyrir Palestínumenn að samþykkja palestínskt ríki þar sem Jerúsalem yrði ekki höfuðborg. Getty Palestínumenn hafa hafnað nýrri friðaráætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir Miðausturlönd og kallað hana „samsæri“. Áætlun Trump gerir ráð fyrir palestínsku ríki og að Palestínumenn viðurkenni fullveldi Ísraela á landnámsbyggðum á Vesturbakkanum. Jerúsalem yrði „óskipt“ höfuðborg Ísraela, en höfuðborg Palestínumanna myndi „innihalda svæði í Austur-Jerúsalem“ líkt og segir í áætluninni. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, sagði Jerúsalem ekki vera til sölu, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við áætlun Bandaríkjaforseta. „Réttindi okkar eru ekki til sölu og ekki hægt að semja um.“ Mögulega síðasti séns Palestínumanna Þúsundir Palestínumanna hafa mótmælt á Gasaströndinni eftir að Trump kynnti friðaráætlun sína í gær. Hefur ísraelskt herlið verið kallað út á Vesturbakkann til að styðja við bakið á lögreglu. Sjá einnig: Kallar eftir palestínsku ríki og viðurkenningu á landtökubyggðum Jared Kushner, tengdasonur Trump, leiddi vinnuna við smíði áætlunarinnar, sem ætlað var að leysa eina langvinnustu deilu alþjóðastjórnmála. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, stóð við hlið Trump þar sem hann kynnti áætlunina og sagði Trump áætlunina mögulega vera síðasta tækifæri Palestínumanna til að öðlast sjálfstætt ríki. Ómögulegt að samþykkja Um 400 þúsund gyðingar búa nú í landnemabyggðum Ísraela á Vesturbakkanum og um 200 þúsund í austurhluta Jerúsalem. Byggðirnar eru álitnar ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum þó að Ísraelsmenn hafni því. Abbas sagði það vera ómögulegt fyrir alla Palestínumenn – araba, múslima og kristna – að samþykkja palestínskt ríki án þess að Jerúsalem yrði höfuðborg þess. Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Kallar eftir palestínsku ríki og viðurkenningu á landtökubyggðum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti friðaráætlun sína varðandi Mið-Austurlönd fyrir skömmu. 28. janúar 2020 17:57 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Palestínumenn hafa hafnað nýrri friðaráætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir Miðausturlönd og kallað hana „samsæri“. Áætlun Trump gerir ráð fyrir palestínsku ríki og að Palestínumenn viðurkenni fullveldi Ísraela á landnámsbyggðum á Vesturbakkanum. Jerúsalem yrði „óskipt“ höfuðborg Ísraela, en höfuðborg Palestínumanna myndi „innihalda svæði í Austur-Jerúsalem“ líkt og segir í áætluninni. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, sagði Jerúsalem ekki vera til sölu, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við áætlun Bandaríkjaforseta. „Réttindi okkar eru ekki til sölu og ekki hægt að semja um.“ Mögulega síðasti séns Palestínumanna Þúsundir Palestínumanna hafa mótmælt á Gasaströndinni eftir að Trump kynnti friðaráætlun sína í gær. Hefur ísraelskt herlið verið kallað út á Vesturbakkann til að styðja við bakið á lögreglu. Sjá einnig: Kallar eftir palestínsku ríki og viðurkenningu á landtökubyggðum Jared Kushner, tengdasonur Trump, leiddi vinnuna við smíði áætlunarinnar, sem ætlað var að leysa eina langvinnustu deilu alþjóðastjórnmála. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, stóð við hlið Trump þar sem hann kynnti áætlunina og sagði Trump áætlunina mögulega vera síðasta tækifæri Palestínumanna til að öðlast sjálfstætt ríki. Ómögulegt að samþykkja Um 400 þúsund gyðingar búa nú í landnemabyggðum Ísraela á Vesturbakkanum og um 200 þúsund í austurhluta Jerúsalem. Byggðirnar eru álitnar ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum þó að Ísraelsmenn hafni því. Abbas sagði það vera ómögulegt fyrir alla Palestínumenn – araba, múslima og kristna – að samþykkja palestínskt ríki án þess að Jerúsalem yrði höfuðborg þess.
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Kallar eftir palestínsku ríki og viðurkenningu á landtökubyggðum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti friðaráætlun sína varðandi Mið-Austurlönd fyrir skömmu. 28. janúar 2020 17:57 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Kallar eftir palestínsku ríki og viðurkenningu á landtökubyggðum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti friðaráætlun sína varðandi Mið-Austurlönd fyrir skömmu. 28. janúar 2020 17:57