Skipti í treyju númer 24 fyrir Kobe Bryant og skoraði 24 stig í sigri 76ers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2020 07:30 Joel Embiid í leiknum í nótt. Getty/Jesse D. Garrabrant Joel Embiid fór fyrir sigri Philadelphia 76ers í sigri á Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt en hann spilaði leikinn fyrir átrúnaðargoðið sitt Kobe Bryant. Joel Embiid fékk sérstakt leyfi hjá bæði NBA-deildinni og Philadelphia 76ers goðsögninni Bobby Jones til að taka niður treyju númer 24 úr röftunum og spila í henni í þessum leik. Wearing No. 24 in honor of Kobe Bryant, Joel Embiid puts up 24 PTS for the @sixers and discusses the impact Kobe had on his life. pic.twitter.com/MudXPrCJM4— NBA (@NBA) January 29, 2020 Allir leikmenn Philadelphia 76ers voru í treyjum 24 og 8 í upphitun fyrir leikinn en Joel Embiid spilaði síðan í treyju 24 í sjálfum leiknum. Hann er vanalega númer 21. Joel Embiid var búinn að missa af níu leikjum í röð vegna meiðsla en sneri nú aftur í liðið. Joel Embiid var síðan með 24 stig og 8 varnarfráköst í leiknum. pic.twitter.com/KFlVtHcCHi — Philadelphia 76ers (@sixers) January 29, 2020 Joel Embiid segist að hann hafi ákveðið að verða körfuboltamaður þegar hann sem táningur í Afríku sá Kobe Bryant spila í lokaúrslitunum 2010. Hann hætti þá í blaki og náði að sannfæra föður sinn um að breyta um íþrótt. „Þetta var snúningspunktur í mínu lífi. Ég sá Kobe spila og eftir það þá vissi ég að ég vildi verða eins og hann,“ sagði Joel Embiid. Nýliðinn Zion Williamson skoraði 14 stig í sínum fyrsta leik utan New Orleans og hjálpaði liði sínu New Orleans Pelicans að vinna 125-111 sigur á Cleveland Cavaliers. Jrue Holiday var stigahæstur hjá liðinu með 26 stig. Khris Middleton scores a career-high 51 PTS as the @Bucks win their 9th consecutive game. pic.twitter.com/r7hKeKKExn— NBA (@NBA) January 29, 2020 Khris Middleton skoraði 51 stig í fjarveru Giannis Antetokounmpo þegar Milwaukee Bucks vann 151-131 sigur á Washington Wizards. Antetokounmpo missti af leiknum vegna meiðsla á öxl en þetta var níundi sigurleikur Bucks liðsins í röð. Devin Booker skoraði 20 af 32 stigum sínum í þriðja leikhluta og Deandre Ayton var með 31 stig þegar Phoenix Suns vann 133-104 útisigur á Dallas Mavericks. Luka Doncic skoraði 21 stig fyrir Dallas.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Dallas Mavericks - Phoenix Suns 104-133 Memphis Grizzlies - Denver Nuggets 104-96 Miami Heat - Boston Celtics 101-109 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 151-131 Cleveland Cavaliers - New Orleans Pelicans 111-125 Toronto Raptors - Atlanta Hawks 130-114 Charlotte Hornets - New York Knicks 97-92 Philadelphia 76ers - Golden State Warriors 115-104 Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Joel Embiid fór fyrir sigri Philadelphia 76ers í sigri á Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt en hann spilaði leikinn fyrir átrúnaðargoðið sitt Kobe Bryant. Joel Embiid fékk sérstakt leyfi hjá bæði NBA-deildinni og Philadelphia 76ers goðsögninni Bobby Jones til að taka niður treyju númer 24 úr röftunum og spila í henni í þessum leik. Wearing No. 24 in honor of Kobe Bryant, Joel Embiid puts up 24 PTS for the @sixers and discusses the impact Kobe had on his life. pic.twitter.com/MudXPrCJM4— NBA (@NBA) January 29, 2020 Allir leikmenn Philadelphia 76ers voru í treyjum 24 og 8 í upphitun fyrir leikinn en Joel Embiid spilaði síðan í treyju 24 í sjálfum leiknum. Hann er vanalega númer 21. Joel Embiid var búinn að missa af níu leikjum í röð vegna meiðsla en sneri nú aftur í liðið. Joel Embiid var síðan með 24 stig og 8 varnarfráköst í leiknum. pic.twitter.com/KFlVtHcCHi — Philadelphia 76ers (@sixers) January 29, 2020 Joel Embiid segist að hann hafi ákveðið að verða körfuboltamaður þegar hann sem táningur í Afríku sá Kobe Bryant spila í lokaúrslitunum 2010. Hann hætti þá í blaki og náði að sannfæra föður sinn um að breyta um íþrótt. „Þetta var snúningspunktur í mínu lífi. Ég sá Kobe spila og eftir það þá vissi ég að ég vildi verða eins og hann,“ sagði Joel Embiid. Nýliðinn Zion Williamson skoraði 14 stig í sínum fyrsta leik utan New Orleans og hjálpaði liði sínu New Orleans Pelicans að vinna 125-111 sigur á Cleveland Cavaliers. Jrue Holiday var stigahæstur hjá liðinu með 26 stig. Khris Middleton scores a career-high 51 PTS as the @Bucks win their 9th consecutive game. pic.twitter.com/r7hKeKKExn— NBA (@NBA) January 29, 2020 Khris Middleton skoraði 51 stig í fjarveru Giannis Antetokounmpo þegar Milwaukee Bucks vann 151-131 sigur á Washington Wizards. Antetokounmpo missti af leiknum vegna meiðsla á öxl en þetta var níundi sigurleikur Bucks liðsins í röð. Devin Booker skoraði 20 af 32 stigum sínum í þriðja leikhluta og Deandre Ayton var með 31 stig þegar Phoenix Suns vann 133-104 útisigur á Dallas Mavericks. Luka Doncic skoraði 21 stig fyrir Dallas.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Dallas Mavericks - Phoenix Suns 104-133 Memphis Grizzlies - Denver Nuggets 104-96 Miami Heat - Boston Celtics 101-109 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 151-131 Cleveland Cavaliers - New Orleans Pelicans 111-125 Toronto Raptors - Atlanta Hawks 130-114 Charlotte Hornets - New York Knicks 97-92 Philadelphia 76ers - Golden State Warriors 115-104
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti