World Class færir sig inn í Kringluna Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. janúar 2020 15:00 Nýja stöðin verður í rýminu sem oftast er kennt við fataverslunina Next. Þar var leikfangaverslunin Kids Coolshop síðast. Vísir/vilhelm Vonir stjórnenda World Class standa til að ný líkamsræktarstöð keðjunnar opni í Kringlunni í lok sumars. World Class rekur nú þegar stöð í Kringlunni 1, andspænis verslunarmiðstöðinni, en til stendur að flytja þorra starfseminnar yfir götuna og í rýmið sem áður hýsti fataverslunina Next. Björn Leifsson, eigandi World Class, segir að nýja stöðin verði á báðum hæðunum í rýminu. Á neðri hæðinni verði tækjasalur og búningsherbergi en á þeirri efri verði komið upp leikfimi og teygju- og upphitunarsvæði. Björn Leifsson, annar frá hægri, ásamt Hafdísi Jónsdóttur við opnun World Class í turninum á Smáratorgi.World Class Þar að auki stendur til að opna útisvæði við stöðina, þar sem áður mátti finna vörumóttöku fyrir verslanir rýmisins. Björn áætlar að þar verði hægt að setja upp um 60 til 70 fermetra verönd, þar sem komið verður upp heitum og köldum pottum auk gufubaðs. Opnunartími til skoðunar World Class fær rýmið afhent um næstu mánaðamót og gerir Björn ráð fyrir að framkvæmdir hefjist skömmu síðar. Ætlunin sé að opna stöðina í lok águst. Stöðin í Kringlunni 1 sé þó ekki á förum strax. Fyrirhugað er að crossfit-kennslan verði áfram á sama stað og að leikfimisalurinn á efri hæðinni verði jafnframt lagður undir crossfit þegar fram líða stundir. Eftir opnun á nýja staðnum verði gamla tækjasalnum síðan breytt í lager. Til að komast inn í nýju stöðina segir Björn að stuðst verði við aðalinnganginn, þannig að ganga þurfi fyrst inn í verslunarmiðstöðina. Fyrirkomulagið verði þannig svipað og í stöð World Class í Smáralind. Aðspurður um hvort stöðin í Kringlunni verði áfram opin allan sólarhringinn segir Björn það vera til skoðunar. Hann útilokar ekki að ný stöð World Class í Vatnsmýri, sem vonir standa til að opni í vor, verði með sólarhringsopnun verði ekki hægt að hafa opið allan sólarhringinn í Kringlunni. Heilsa Neytendur Reykjavík Verslun Tengdar fréttir World Class í Vatnsmýrina Verður á jarðhæð í nýbyggingu Grósku í Vatnsmýrinni við hlið Háskóla Íslands 3. október 2019 16:33 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Vonir stjórnenda World Class standa til að ný líkamsræktarstöð keðjunnar opni í Kringlunni í lok sumars. World Class rekur nú þegar stöð í Kringlunni 1, andspænis verslunarmiðstöðinni, en til stendur að flytja þorra starfseminnar yfir götuna og í rýmið sem áður hýsti fataverslunina Next. Björn Leifsson, eigandi World Class, segir að nýja stöðin verði á báðum hæðunum í rýminu. Á neðri hæðinni verði tækjasalur og búningsherbergi en á þeirri efri verði komið upp leikfimi og teygju- og upphitunarsvæði. Björn Leifsson, annar frá hægri, ásamt Hafdísi Jónsdóttur við opnun World Class í turninum á Smáratorgi.World Class Þar að auki stendur til að opna útisvæði við stöðina, þar sem áður mátti finna vörumóttöku fyrir verslanir rýmisins. Björn áætlar að þar verði hægt að setja upp um 60 til 70 fermetra verönd, þar sem komið verður upp heitum og köldum pottum auk gufubaðs. Opnunartími til skoðunar World Class fær rýmið afhent um næstu mánaðamót og gerir Björn ráð fyrir að framkvæmdir hefjist skömmu síðar. Ætlunin sé að opna stöðina í lok águst. Stöðin í Kringlunni 1 sé þó ekki á förum strax. Fyrirhugað er að crossfit-kennslan verði áfram á sama stað og að leikfimisalurinn á efri hæðinni verði jafnframt lagður undir crossfit þegar fram líða stundir. Eftir opnun á nýja staðnum verði gamla tækjasalnum síðan breytt í lager. Til að komast inn í nýju stöðina segir Björn að stuðst verði við aðalinnganginn, þannig að ganga þurfi fyrst inn í verslunarmiðstöðina. Fyrirkomulagið verði þannig svipað og í stöð World Class í Smáralind. Aðspurður um hvort stöðin í Kringlunni verði áfram opin allan sólarhringinn segir Björn það vera til skoðunar. Hann útilokar ekki að ný stöð World Class í Vatnsmýri, sem vonir standa til að opni í vor, verði með sólarhringsopnun verði ekki hægt að hafa opið allan sólarhringinn í Kringlunni.
Heilsa Neytendur Reykjavík Verslun Tengdar fréttir World Class í Vatnsmýrina Verður á jarðhæð í nýbyggingu Grósku í Vatnsmýrinni við hlið Háskóla Íslands 3. október 2019 16:33 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
World Class í Vatnsmýrina Verður á jarðhæð í nýbyggingu Grósku í Vatnsmýrinni við hlið Háskóla Íslands 3. október 2019 16:33