Börn í Fossvogsskóla hafa veikst eftir að leki kom upp Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. janúar 2020 20:00 Að minnsta kosti sex börn í Fossvogsskóla hafa fundið fyrir sjúkdómseinkennum eftir rakaskemmdir í skólanum að sögn foreldris. Nýtt þak í skólanum lekur en hann opnaði eftir endurbætur fyrir nokkrum vikum. Upplýsingastjóri borgarinnar segir að þetta verði lagað eins fljótt og auðið er. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Fossvogsskóla í Reykjavík eftir að mygla kom upp vegna rakaskemmda. Skólinn lokaði í mars þar sem bæði börn og starfsfólk fann fyrir einkennum vegna myglu. Skólinn opnaði að nýju eftir áramót og þrátt fyrir viðgerðir upp á 400 til 500 milljónir króna kom upp leki. „Ég hef vissulega áhyggjur af því að það sé í nýviðgerðu þaki, að það séu einhverjar rakaskemmdir og mygla að myndast þar miðað við viðbrögð barnanna í rýminu þar,“ segir Magnea Árnadóttir, móðir barns í Fossvogsskóla. Hversu mörg börn hafa veikst? „Ég veit um að minnsta kosti sex börn en ég tel þau vera fleiri,“ segir Magnea. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom lekinn upp í desember. Þá var gert við hann en í úrkomutíð undanfarið fór svo aftur að leka. Magnea segir að þrátt fyrir flottar endurbætur á skólanum eigi eftir að lagfæra rakaskemmdir á geymslu skólans. Hún sé illa farin og þá hafi börn kvartað undan heimilisfræðistofu. Að sögn borgaryfirvalda var heimilisfræðistofan öll tekin í gegn en samt sem áður finni nokkur börn fyrir einkennum í henni. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri borgarinnar, segir að þakið verði lagað. „Það verður brugðist mjög hratt og vel við um leið og tíðin leyfir að það verði tekið á þessu og þetta lagað,“ segir hann. Er það ekki óeðlilegt að nýtt þak fari að leka? „Jú, það er það og þess vegna verður bara farið yfir það hvað hefur brugðist,“ segir Bjarni. Þá verði ráðist í endurbætur þar sem enn sé grunur á raka. „Ég reikna fastlega með því að allt það sem foreldrar sem eiga börn sem virðast þjást af einhvers konar einkennum vegna rakaskemmda að það verði farið í að laga það eins og hefur verið gert hér í öllum skólanum,“ segir Bjarni. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fara yfir hverju hafi verið ábótavant við endurbætur á Fossvogsskóla Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. 24. janúar 2020 16:23 Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 24. janúar 2020 12:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Að minnsta kosti sex börn í Fossvogsskóla hafa fundið fyrir sjúkdómseinkennum eftir rakaskemmdir í skólanum að sögn foreldris. Nýtt þak í skólanum lekur en hann opnaði eftir endurbætur fyrir nokkrum vikum. Upplýsingastjóri borgarinnar segir að þetta verði lagað eins fljótt og auðið er. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Fossvogsskóla í Reykjavík eftir að mygla kom upp vegna rakaskemmda. Skólinn lokaði í mars þar sem bæði börn og starfsfólk fann fyrir einkennum vegna myglu. Skólinn opnaði að nýju eftir áramót og þrátt fyrir viðgerðir upp á 400 til 500 milljónir króna kom upp leki. „Ég hef vissulega áhyggjur af því að það sé í nýviðgerðu þaki, að það séu einhverjar rakaskemmdir og mygla að myndast þar miðað við viðbrögð barnanna í rýminu þar,“ segir Magnea Árnadóttir, móðir barns í Fossvogsskóla. Hversu mörg börn hafa veikst? „Ég veit um að minnsta kosti sex börn en ég tel þau vera fleiri,“ segir Magnea. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom lekinn upp í desember. Þá var gert við hann en í úrkomutíð undanfarið fór svo aftur að leka. Magnea segir að þrátt fyrir flottar endurbætur á skólanum eigi eftir að lagfæra rakaskemmdir á geymslu skólans. Hún sé illa farin og þá hafi börn kvartað undan heimilisfræðistofu. Að sögn borgaryfirvalda var heimilisfræðistofan öll tekin í gegn en samt sem áður finni nokkur börn fyrir einkennum í henni. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri borgarinnar, segir að þakið verði lagað. „Það verður brugðist mjög hratt og vel við um leið og tíðin leyfir að það verði tekið á þessu og þetta lagað,“ segir hann. Er það ekki óeðlilegt að nýtt þak fari að leka? „Jú, það er það og þess vegna verður bara farið yfir það hvað hefur brugðist,“ segir Bjarni. Þá verði ráðist í endurbætur þar sem enn sé grunur á raka. „Ég reikna fastlega með því að allt það sem foreldrar sem eiga börn sem virðast þjást af einhvers konar einkennum vegna rakaskemmda að það verði farið í að laga það eins og hefur verið gert hér í öllum skólanum,“ segir Bjarni.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fara yfir hverju hafi verið ábótavant við endurbætur á Fossvogsskóla Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. 24. janúar 2020 16:23 Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 24. janúar 2020 12:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Fara yfir hverju hafi verið ábótavant við endurbætur á Fossvogsskóla Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. 24. janúar 2020 16:23
Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 24. janúar 2020 12:00