Segir sambýlið úrelt og henta illa fyrir fólk með fötlun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. janúar 2020 19:00 Forstöðumaður á sambýli fyrir fatlað fólk segir að húsnæði fólksins sé úrelt. Það uppfylli hvorki lög um fatlaða né nútímakröfur. Þrír af fjórum íbúum sambýlisins bjuggu á Kópavogshælinu og hafa fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar.Í lögum um þjónustu við fatlað fólk fram að fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir og félagslegri þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili. Þá á það rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr. Loks kemur að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða sambýlum skulu bjóðast aðrir búsetukostir. Sigurður Sigurðsson forstöðumaður Sigurhæðar segir að íbúar á sambýlinu njóti ekki þessara réttinda. „Ég held að það sé nú alvitað í þessum bransa að það eru ansi margir sem bíða eftir úrræðum og það eru mörg sambýli eins og þetta hér sem eru orðin úrelt,“ segir Sigurður. Fjórir einstaklingar með fötlun búa á sambýlinu Sighæð af tveir hjólastól. Þrír þeirra fluttu þangað beint frá Kópavogshæli en þeir hafa nú fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar. Þeir hafa alla sína ævi búið með öðrum á sambýlum. „Fólkið er sumt orðið aldrað og það væri nú gott að það fengi að prófa einhvern tíma á ævinni að búa í íbúð þar sem það ræður sjálft ríkjum,“ segir Sigurður. Íbúar búa í 13-14 fermetra herbergjum en önnur aðstaða er sameiginleg. Sigurður nefnir að eldhúsið henti ekki vel því það þarf að loka því reglulega vegna veikinda eins íbúans sem bitnar þá á öðrum. „Við þurfum reglulega að læsa eldhúsinu svo einn íbúinn fari sér ekki að voða en á meðan geta aðrir íbúar ekki aðstöðuna. Þá komast tveir íbúar illa hingað inn því þeir eru í hjólastól þannig að við þurfum að bera þá inní eldhúsið ef þeir vilja sitja hér. Við erum með borðstofu þar sem við borðum en þeir eiga auðvitað að geta farið um í eldhúsinu til jafns við aðra,“ segir Sigurður. Tveir karlmenn í hjólastól hafa sameiginlega salernisaðstöðu. „Salernið er barn síns tíma enda var húsið ekki byggt sem sambýli. Það er erfitt að athafna sig þar inni en stundum þurfa tveir starfsmenn að aðstoða þar inni,“ segir Sigurður. Sigurður telur að stjórnvöld séu ekki að vinna hlutina nógu hratt í málaflokknum. „Þessi málaflokkur fellur stundum milli stafs og bryggju. Það þarf að setja meira vítamín í hann,“ segir Sigurður að lokum. Garðabær Heilbrigðismál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Forstöðumaður á sambýli fyrir fatlað fólk segir að húsnæði fólksins sé úrelt. Það uppfylli hvorki lög um fatlaða né nútímakröfur. Þrír af fjórum íbúum sambýlisins bjuggu á Kópavogshælinu og hafa fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar.Í lögum um þjónustu við fatlað fólk fram að fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir og félagslegri þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili. Þá á það rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr. Loks kemur að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða sambýlum skulu bjóðast aðrir búsetukostir. Sigurður Sigurðsson forstöðumaður Sigurhæðar segir að íbúar á sambýlinu njóti ekki þessara réttinda. „Ég held að það sé nú alvitað í þessum bransa að það eru ansi margir sem bíða eftir úrræðum og það eru mörg sambýli eins og þetta hér sem eru orðin úrelt,“ segir Sigurður. Fjórir einstaklingar með fötlun búa á sambýlinu Sighæð af tveir hjólastól. Þrír þeirra fluttu þangað beint frá Kópavogshæli en þeir hafa nú fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar. Þeir hafa alla sína ævi búið með öðrum á sambýlum. „Fólkið er sumt orðið aldrað og það væri nú gott að það fengi að prófa einhvern tíma á ævinni að búa í íbúð þar sem það ræður sjálft ríkjum,“ segir Sigurður. Íbúar búa í 13-14 fermetra herbergjum en önnur aðstaða er sameiginleg. Sigurður nefnir að eldhúsið henti ekki vel því það þarf að loka því reglulega vegna veikinda eins íbúans sem bitnar þá á öðrum. „Við þurfum reglulega að læsa eldhúsinu svo einn íbúinn fari sér ekki að voða en á meðan geta aðrir íbúar ekki aðstöðuna. Þá komast tveir íbúar illa hingað inn því þeir eru í hjólastól þannig að við þurfum að bera þá inní eldhúsið ef þeir vilja sitja hér. Við erum með borðstofu þar sem við borðum en þeir eiga auðvitað að geta farið um í eldhúsinu til jafns við aðra,“ segir Sigurður. Tveir karlmenn í hjólastól hafa sameiginlega salernisaðstöðu. „Salernið er barn síns tíma enda var húsið ekki byggt sem sambýli. Það er erfitt að athafna sig þar inni en stundum þurfa tveir starfsmenn að aðstoða þar inni,“ segir Sigurður. Sigurður telur að stjórnvöld séu ekki að vinna hlutina nógu hratt í málaflokknum. „Þessi málaflokkur fellur stundum milli stafs og bryggju. Það þarf að setja meira vítamín í hann,“ segir Sigurður að lokum.
Garðabær Heilbrigðismál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira