Sex manns eiga að vera látnir og einhverjir að hafa sært eftir skotárás í þýska smábænum Rot am See í sambandsríkinu Baden-Würtemberg í dag.
Lögregla í Þýskalandi segir að einn hafi verið handtekinn vegna málsins, en árásin á að hafa átt sér stað í byggingu við Bahnhofstrasse.
Bild segir frá því að árásarmaðurinn sé maður á fertugsaldri og eiga fórnarlömbin að tengjast honum fjölskylduböndum. Ástæður árásarinnar liggja ekki fyrir að svo stöddu.
Tilkynning barst lögreglunni klukkan 12:45 að staðartíma.
Íbúar Rot am See telja um 5.200 manns og er að finna milli Heidelberg og Nürnberg í suðvesturhluta Þýskalands.