Krefja borgina um 18,5 milljónir í bætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2020 10:30 Ásmundur Helgason, eigandi Gráa kattarins, lýsti óánægju sinni með framkvæmdir á Hverfisgötu í samtali við fréttastofu á síðasta ári. Hann hefur nú krafið borgina um bætur vegna málsins. vísir/baldur hrafnkell Þau Ásmundur Helgason og Elín Ragnarsdóttir, eigendur kaffihússins Grái kötturinn, sem stendur við Hverfisgötu, hafa sent Reykjavíkurborg kröfubréf þar sem þau krefjast skaðabóta upp á 18,5 milljónir króna vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af síðasta ári. Frá þessu er greint á vef RÚV og vísað í kröfubréfið. Í því segir að borgin hafi brugðist skyldu sinni með ófullnægjandi kynningu og skipulagi, hvort sem er í aðdraganda framkvæmdanna og svo á meðan á framkvæmdunum stóð. Auk þess hefði borgin ekki gripið til aðgerða svo koma mætti í veg fyrir þær tafir sem urðu á verkinu. Framkvæmdirnar á Hverfisgötu voru afar umdeildar. Þær hófust í maí og átti að vera lokið um þremur mánuðum síðar, í ágúst í kringum menningarnótt. Verklok tókust hins vegar ekki fyrr en í nóvember síðastliðnum. Að því er segir í frétt RÚV var kröfubréfið sent til borgarinnar í liðinni viku. Í því komi fram að ekki hafi verið gerðar neinar ráðstafanir til að bæta eigendum Gráa kattarins það óþarfa tjón sem hlotist hafi og ekkert sambandi hafi verið haft vegna þess. Þá er bent á það að slæmt aðgengi að kaffihúsinu á framkvæmdatíma hafi valdið samdrætti í rekstrinum upp á 20 til 25 prósent. Mestur hafi hann orðið í október, alls 38 prósent. Einnig hafi orðspor staðarins beðið hnekki vegna einkunna sem ferðamenn hafi gefið staðnum á erlendum vefsíðum. Þar hafi mátt finna athugasemdir um slæmt aðgengi. Ásmundur Helgason, annar eigandi Gráa kattarins, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því. Reykjavík Veitingastaðir Verslun Tengdar fréttir „Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00 Ætlar að krefja Reykjavíkurborg um milljónir vegna framkvæmda á Hverfisgötu Veitingahúseigendur ætla að krefja Reykjavíkurborg um milljónir í skaðabætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu. Framkvæmdirnar hafa tafist um marga mánuði. Borgin lofar bót og betrun en veitingahúseigandi segir kerfið gera það að verkum að svo verði ekki. 3. nóvember 2019 14:03 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Þau Ásmundur Helgason og Elín Ragnarsdóttir, eigendur kaffihússins Grái kötturinn, sem stendur við Hverfisgötu, hafa sent Reykjavíkurborg kröfubréf þar sem þau krefjast skaðabóta upp á 18,5 milljónir króna vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af síðasta ári. Frá þessu er greint á vef RÚV og vísað í kröfubréfið. Í því segir að borgin hafi brugðist skyldu sinni með ófullnægjandi kynningu og skipulagi, hvort sem er í aðdraganda framkvæmdanna og svo á meðan á framkvæmdunum stóð. Auk þess hefði borgin ekki gripið til aðgerða svo koma mætti í veg fyrir þær tafir sem urðu á verkinu. Framkvæmdirnar á Hverfisgötu voru afar umdeildar. Þær hófust í maí og átti að vera lokið um þremur mánuðum síðar, í ágúst í kringum menningarnótt. Verklok tókust hins vegar ekki fyrr en í nóvember síðastliðnum. Að því er segir í frétt RÚV var kröfubréfið sent til borgarinnar í liðinni viku. Í því komi fram að ekki hafi verið gerðar neinar ráðstafanir til að bæta eigendum Gráa kattarins það óþarfa tjón sem hlotist hafi og ekkert sambandi hafi verið haft vegna þess. Þá er bent á það að slæmt aðgengi að kaffihúsinu á framkvæmdatíma hafi valdið samdrætti í rekstrinum upp á 20 til 25 prósent. Mestur hafi hann orðið í október, alls 38 prósent. Einnig hafi orðspor staðarins beðið hnekki vegna einkunna sem ferðamenn hafi gefið staðnum á erlendum vefsíðum. Þar hafi mátt finna athugasemdir um slæmt aðgengi. Ásmundur Helgason, annar eigandi Gráa kattarins, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því.
Reykjavík Veitingastaðir Verslun Tengdar fréttir „Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00 Ætlar að krefja Reykjavíkurborg um milljónir vegna framkvæmda á Hverfisgötu Veitingahúseigendur ætla að krefja Reykjavíkurborg um milljónir í skaðabætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu. Framkvæmdirnar hafa tafist um marga mánuði. Borgin lofar bót og betrun en veitingahúseigandi segir kerfið gera það að verkum að svo verði ekki. 3. nóvember 2019 14:03 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
„Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00
Ætlar að krefja Reykjavíkurborg um milljónir vegna framkvæmda á Hverfisgötu Veitingahúseigendur ætla að krefja Reykjavíkurborg um milljónir í skaðabætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu. Framkvæmdirnar hafa tafist um marga mánuði. Borgin lofar bót og betrun en veitingahúseigandi segir kerfið gera það að verkum að svo verði ekki. 3. nóvember 2019 14:03
„Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03