Kvaðst ekki hafa vitað að stúlkan væri þrettán ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2020 08:58 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær rúmlega tvítugan karlmann af ákæru um kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku. Vitneskja hans um aldur hennar þegar meint brot var framið kom til álita við niðurstöðu dómsins. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að ekki hefði tekist að sanna að maðurinn hefði brotið gegn stúlkunni. Móðirin tilkynnti um meint brot Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa í júlí 2016 látið þrettán ára stúlku hafa við sig munnmök og samræði. Þá krafðist móðir stúlkunnar fyrir hönd hennar 3,5 milljóna í skaðabætur. Maðurinn neitaði sök. Málið var fyrst tilkynnt lögreglu í ágúst 2016 með bréfi frá barnavernd. Í bréfinu greinir að móðir stúlkunnar hafi grunað að maðurinn hefði beitt dóttur hennar kynferðisofbeldi. Maðurinn og stúlkan hefðu að sögn móðurinnar verið í samskiptum á samfélagsmiðlum og þau hist. Maðurinn hefði sagst vera ári eldri en stúlkan og þau svo að endingu haft samræði, hverju stúlkan hefði í raun verið mótfallin en ekki þorað að tjá sig um það við manninn. Í skýrslu sem stúlkan gaf í Barnahúsi kemur fram að hún og maðurinn hefðu vitað um aldur hvors annars. Þau hefðu „byrjað saman“ í júní 2016 og sambandið varað í um þrjár vikur. Þá tók hún fram að maðurinn hefði „nauðgað“ sér. Hún hefði orðið kvíðin og stressuð og ekki getað sagt nei, einkum vegna þess að maðurinn væri stærri og eldri en hún. Greind með asperger-heilkenni Þá er haft eftir vinkonu stúlkunnar, sem var með henni í íbúðinni þar sem meint brot var framið umrætt kvöld, að stúlkan hefði átt frumkvæði að því að fara með manninum inn í herbergi. Þá hefði hún virst ánægð á leiðinni heim og haft á orði við vinkonuna að hún hefði misst meydóminn með ákærða. Ákærði kvað stúlkuna einnig hafa átt frumkvæði að samræði þeirra og hann hefði margítrekað spurt hana hvort hún vildi stunda kynlíf og hún hefði alltaf svarað játandi. Hann hélt því einnig fram að stúlkan hefði sagt sjálf að hún væri sautján ára og hann hafi trúað því. Þegar hann hafi komist að því hvað hún væri gömul í raun hefði hann slitið sambandi við hana. Í vottorði sálfræðings segir um stúlkuna að hún væri með áfallastreitueinkenni vegna meints kynferðisbrots. Þá hafi hún í meðferð sálfræðings verið greind með asperger-heilkenni og jafnframt ekki virst hafa skilið hvað vakti fyrir ákærða. Sérkennilegt að aldurstengdar upplýsingar hefðu ekki komið upp Dómurinn mat það svo að framburður stúlkunnar væri einlægur um það hvernig hún og ákærði nálguðust hvort annað með aldurinn, þ.e. að hann vissi að hún væri þrettán ára, og töluðu um það sín á milli að aldur væri „bara tala“. Þá hlyti það að teljast sérkennilegt, þegar litið væri til framburðar mannsins, að aldur eða aðrar aldurstengdar upplýsingar varðandi hana, til dæmis hvar hún var í skóla eða vinnu, félagsstarf, ökuréttindi og annað í þeim dúr, skyldi ekki hafa borið á góma. Við meðferð málsins fyrir dómi hallaði einmitt nokkuð á ákærða að skýra út hvenær, hvernig, hvar og hjá hverjum hann fékk að vita um aldur stúlkunnar, sem varð til þess að hann ákvað að slíta sambandi sínu við hana. Framburður mannsins varðandi þetta hafi verið óskýr, óstöðugur og í andstöðu við framburð vitnis. Við mat á þessu mat dómurinn það þó svo að tillit yrði að taka til þess að langur tími væri liðinn frá því að meint brot og önnur atvik áttu sér stað. Dómurinn taldi það ekki sannað svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann var því sýknaður af ákæru um kynferðisbrot og einkaréttarkröfu móður stúlkunnar á hendur honum var jafnframt vísað frá dómi. Allur sakarkostnaður málsins greiddist úr ríkissjóði. Barnavernd Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær rúmlega tvítugan karlmann af ákæru um kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku. Vitneskja hans um aldur hennar þegar meint brot var framið kom til álita við niðurstöðu dómsins. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að ekki hefði tekist að sanna að maðurinn hefði brotið gegn stúlkunni. Móðirin tilkynnti um meint brot Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa í júlí 2016 látið þrettán ára stúlku hafa við sig munnmök og samræði. Þá krafðist móðir stúlkunnar fyrir hönd hennar 3,5 milljóna í skaðabætur. Maðurinn neitaði sök. Málið var fyrst tilkynnt lögreglu í ágúst 2016 með bréfi frá barnavernd. Í bréfinu greinir að móðir stúlkunnar hafi grunað að maðurinn hefði beitt dóttur hennar kynferðisofbeldi. Maðurinn og stúlkan hefðu að sögn móðurinnar verið í samskiptum á samfélagsmiðlum og þau hist. Maðurinn hefði sagst vera ári eldri en stúlkan og þau svo að endingu haft samræði, hverju stúlkan hefði í raun verið mótfallin en ekki þorað að tjá sig um það við manninn. Í skýrslu sem stúlkan gaf í Barnahúsi kemur fram að hún og maðurinn hefðu vitað um aldur hvors annars. Þau hefðu „byrjað saman“ í júní 2016 og sambandið varað í um þrjár vikur. Þá tók hún fram að maðurinn hefði „nauðgað“ sér. Hún hefði orðið kvíðin og stressuð og ekki getað sagt nei, einkum vegna þess að maðurinn væri stærri og eldri en hún. Greind með asperger-heilkenni Þá er haft eftir vinkonu stúlkunnar, sem var með henni í íbúðinni þar sem meint brot var framið umrætt kvöld, að stúlkan hefði átt frumkvæði að því að fara með manninum inn í herbergi. Þá hefði hún virst ánægð á leiðinni heim og haft á orði við vinkonuna að hún hefði misst meydóminn með ákærða. Ákærði kvað stúlkuna einnig hafa átt frumkvæði að samræði þeirra og hann hefði margítrekað spurt hana hvort hún vildi stunda kynlíf og hún hefði alltaf svarað játandi. Hann hélt því einnig fram að stúlkan hefði sagt sjálf að hún væri sautján ára og hann hafi trúað því. Þegar hann hafi komist að því hvað hún væri gömul í raun hefði hann slitið sambandi við hana. Í vottorði sálfræðings segir um stúlkuna að hún væri með áfallastreitueinkenni vegna meints kynferðisbrots. Þá hafi hún í meðferð sálfræðings verið greind með asperger-heilkenni og jafnframt ekki virst hafa skilið hvað vakti fyrir ákærða. Sérkennilegt að aldurstengdar upplýsingar hefðu ekki komið upp Dómurinn mat það svo að framburður stúlkunnar væri einlægur um það hvernig hún og ákærði nálguðust hvort annað með aldurinn, þ.e. að hann vissi að hún væri þrettán ára, og töluðu um það sín á milli að aldur væri „bara tala“. Þá hlyti það að teljast sérkennilegt, þegar litið væri til framburðar mannsins, að aldur eða aðrar aldurstengdar upplýsingar varðandi hana, til dæmis hvar hún var í skóla eða vinnu, félagsstarf, ökuréttindi og annað í þeim dúr, skyldi ekki hafa borið á góma. Við meðferð málsins fyrir dómi hallaði einmitt nokkuð á ákærða að skýra út hvenær, hvernig, hvar og hjá hverjum hann fékk að vita um aldur stúlkunnar, sem varð til þess að hann ákvað að slíta sambandi sínu við hana. Framburður mannsins varðandi þetta hafi verið óskýr, óstöðugur og í andstöðu við framburð vitnis. Við mat á þessu mat dómurinn það þó svo að tillit yrði að taka til þess að langur tími væri liðinn frá því að meint brot og önnur atvik áttu sér stað. Dómurinn taldi það ekki sannað svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann var því sýknaður af ákæru um kynferðisbrot og einkaréttarkröfu móður stúlkunnar á hendur honum var jafnframt vísað frá dómi. Allur sakarkostnaður málsins greiddist úr ríkissjóði.
Barnavernd Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira