Vísar dómsdagsklukkunar aldrei nær miðnætti Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2020 23:54 Frá afhjúpun dómsdagsklukkunar í janúar í fyrra. Þá vantaði hana tvær mínútur í miðnætti. Vísir/EPA Dómsdagsklukkuna, sem á að sýna hversu nærri mannkynið stendur því að gereyða sjálfu sér, vantar nú aðeins hundrað sekúndur til miðnættis að mati hóps kjarnorkuvísindamanna. Klukkan hefur aldrei verið nær miðnætti frá því að hún byrjaði að tifa. Vísindamennirnir vísa til afnáms samninga um afkjarnavopnun, aðgerðaleysi ríkisstjórna heims í loftslagsmálum og upplýsingafals á netinu til að rökstyðja ákvörðun sína um að færa dómsdagsklukkuna fram. Hana vantaði tvær mínútur í miðnætti í fyrra og árið þar á undan. Miðnætti á dómsdagsklukkunni er tákn fyrir kjarnorkustríð eða heimsendi. Félagasamtökin Fréttablað kjarnorkuvísindamanna fundu upp á dómsdagsklukkunni árið 1947 til að vara mannkynið við kjarnorkuhelför. Vísindamenn sem höfðu unnið við þróun kjarnorkusprengju Bandaríkjamanna í svonefndu Manhattan-verkefni voru á meðal stofnenda samtakanna. Á síðari árum hafa vísindamennirnir sem standa að verkefninu tekið fleiri þætti með í reikninginn eins og loftslagsbreytingar af völdum manna. Rachel Bronson, forseti samtakanna, sagði fréttamönnum í Washington-borg í Bandaríkjunum í dag að tíminn væri nú talinn í sekúndum frekar en mínútum vegna þess að brýnna aðgerða væri þörf og að hættan færi vaxandi. Sakaði hún valdamikla leiðtoga ógna heiminum með því að „níða og hafna skilvirkustu aðferðunum til að taka á flóknum hættum“, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sharon Squassoni, prófessor við Georgetown-háskóla, sagði að kjarnorkuvá í heiminum hefði aukist meðal annars vegna þess að kjarnorkusamningur heimsveldanna við Íran væri við það að fara endanlega út um þúfur og vegna kjarnorkubrölts Norður-Kóreumanna. Þá benti hún á að Bandaríkin, Kína og Rússland væru enn að fjölga kjarnavopnum. Þrettán nóbelsverðlaunahafar eru á meðal þeirra sem ákváðu að færa dómsdagsklukkuna fram að þessu sinni. Í fyrsta skipti í ár voru fyrrverandi þjóðarleiðtogar og embættismenn fengnir til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, þar á meðal Ban Ki-moon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Við verðum að vinna og grípa til aðgerða saman. Ekkert eitt ríki eða manneskja getur gert það ein. Við þurfum á hjálp allra að handa og við getum öll unnið saman,“ sagði Ban. Upplýsingafals hefur verið ofarlega á baugi í tengslum við kosningar í ýmsum ríkjum heims undanfarin ár. Samtökin vara sérstaklega við því í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum í haust þar sem „lygar, ýkjur og rangfærslur“ gætu leitt til þess að vísindalegum sönnunum væri hafnað. Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Dómsdagsklukkuna, sem á að sýna hversu nærri mannkynið stendur því að gereyða sjálfu sér, vantar nú aðeins hundrað sekúndur til miðnættis að mati hóps kjarnorkuvísindamanna. Klukkan hefur aldrei verið nær miðnætti frá því að hún byrjaði að tifa. Vísindamennirnir vísa til afnáms samninga um afkjarnavopnun, aðgerðaleysi ríkisstjórna heims í loftslagsmálum og upplýsingafals á netinu til að rökstyðja ákvörðun sína um að færa dómsdagsklukkuna fram. Hana vantaði tvær mínútur í miðnætti í fyrra og árið þar á undan. Miðnætti á dómsdagsklukkunni er tákn fyrir kjarnorkustríð eða heimsendi. Félagasamtökin Fréttablað kjarnorkuvísindamanna fundu upp á dómsdagsklukkunni árið 1947 til að vara mannkynið við kjarnorkuhelför. Vísindamenn sem höfðu unnið við þróun kjarnorkusprengju Bandaríkjamanna í svonefndu Manhattan-verkefni voru á meðal stofnenda samtakanna. Á síðari árum hafa vísindamennirnir sem standa að verkefninu tekið fleiri þætti með í reikninginn eins og loftslagsbreytingar af völdum manna. Rachel Bronson, forseti samtakanna, sagði fréttamönnum í Washington-borg í Bandaríkjunum í dag að tíminn væri nú talinn í sekúndum frekar en mínútum vegna þess að brýnna aðgerða væri þörf og að hættan færi vaxandi. Sakaði hún valdamikla leiðtoga ógna heiminum með því að „níða og hafna skilvirkustu aðferðunum til að taka á flóknum hættum“, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sharon Squassoni, prófessor við Georgetown-háskóla, sagði að kjarnorkuvá í heiminum hefði aukist meðal annars vegna þess að kjarnorkusamningur heimsveldanna við Íran væri við það að fara endanlega út um þúfur og vegna kjarnorkubrölts Norður-Kóreumanna. Þá benti hún á að Bandaríkin, Kína og Rússland væru enn að fjölga kjarnavopnum. Þrettán nóbelsverðlaunahafar eru á meðal þeirra sem ákváðu að færa dómsdagsklukkuna fram að þessu sinni. Í fyrsta skipti í ár voru fyrrverandi þjóðarleiðtogar og embættismenn fengnir til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, þar á meðal Ban Ki-moon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Við verðum að vinna og grípa til aðgerða saman. Ekkert eitt ríki eða manneskja getur gert það ein. Við þurfum á hjálp allra að handa og við getum öll unnið saman,“ sagði Ban. Upplýsingafals hefur verið ofarlega á baugi í tengslum við kosningar í ýmsum ríkjum heims undanfarin ár. Samtökin vara sérstaklega við því í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum í haust þar sem „lygar, ýkjur og rangfærslur“ gætu leitt til þess að vísindalegum sönnunum væri hafnað.
Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira