Sjö léku sinn fyrsta landsleik í Kaliforníuferðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2020 18:00 Nýliðarnir með Guðna Bergssyni, formanni KSÍ. Mynd/KSÍ Íslenska karlalandsliðið í fótbolta byrjaði nýtt ár vel eða með tveimur 1-0 sigrum í æfingarleikjum á móti Kanada og El Salvador á dögunum en báðir leikirnir fóru fram í Kaliforníu. Knattspyrnusamband Íslands segir frá því að sjö leikmenn hafi spilað sinn fyrsta landsleik í þessari ferð en það eru þeir Alfons Sampsted, Höskuldur Gunnlaugsson, Bjarni Mark Antonsson, Stefán Teitur Þórðarson, Daníel Leó Grétarsson, Oskar Tor Sverrisson og Ari Leifsson. Bjarni Mark Antonsson og Oskar Tor Sverrisson gerðu gott betur en það en að spila bara fyrsta A-landsleikinn sinn því þeir höfðu aldrei spilað fyrir íslenskt landslið á ferlinum. Hinir fimm eiga allir leiki með yngri landsliðum Íslands. Nokkrar myndir úr leik A landslið karla við El Salvador. Leikið á heimavelli LA Galaxy í Kaliforníu. A few pics from the 1-0 friendly win vs El Salvador, played in the USA.#fyririslandpic.twitter.com/iEdDrgc69a— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 20, 2020 Daníel Leó Grétarsson og Höskuldur Gunnlaugsson voru í byrjunarliðinu í sínum fyrtsa landsleik sem var á móti Kanada en þeir Stefán Teitur Þórðarson, Bjarni Mark Antonsson og Alfons Sampsted komu þá allir inn á sem varamenn í sínum fyrsta landsleik. Oskar Tor Sverrisson og Ari Leifsson voru báðir í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik á móti El Salvador. Stefán Teitur Þórðarson var þá enn fremur í fyrsta leik sínum í byrjunarliði. Stefán Teitur, Alfons Sampsted og Bjarni Mark Antonsson spiluðu einir báðar leikina af nýliðunum og það er ekki slæmt að byrja landsliðsferillinn á tveimur sigurleikjum. Oskar Tor er elstur af þessum sjö en hann varð 27 ára í október síðastliðnum. Stefán Teitur Þórðarson, Alfons Sampsted og Ari Leifsson eru yngstir af nýliðunum sjö en þeir halda allir upp á 22 ára afmælið sitt í ár. Höskuldur Gunnlaugsson er 25 ára en þeir Bjarni Mark Antonsson og Daníel Leó Grétarsson eru 24 ára gamlir. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta byrjaði nýtt ár vel eða með tveimur 1-0 sigrum í æfingarleikjum á móti Kanada og El Salvador á dögunum en báðir leikirnir fóru fram í Kaliforníu. Knattspyrnusamband Íslands segir frá því að sjö leikmenn hafi spilað sinn fyrsta landsleik í þessari ferð en það eru þeir Alfons Sampsted, Höskuldur Gunnlaugsson, Bjarni Mark Antonsson, Stefán Teitur Þórðarson, Daníel Leó Grétarsson, Oskar Tor Sverrisson og Ari Leifsson. Bjarni Mark Antonsson og Oskar Tor Sverrisson gerðu gott betur en það en að spila bara fyrsta A-landsleikinn sinn því þeir höfðu aldrei spilað fyrir íslenskt landslið á ferlinum. Hinir fimm eiga allir leiki með yngri landsliðum Íslands. Nokkrar myndir úr leik A landslið karla við El Salvador. Leikið á heimavelli LA Galaxy í Kaliforníu. A few pics from the 1-0 friendly win vs El Salvador, played in the USA.#fyririslandpic.twitter.com/iEdDrgc69a— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 20, 2020 Daníel Leó Grétarsson og Höskuldur Gunnlaugsson voru í byrjunarliðinu í sínum fyrtsa landsleik sem var á móti Kanada en þeir Stefán Teitur Þórðarson, Bjarni Mark Antonsson og Alfons Sampsted komu þá allir inn á sem varamenn í sínum fyrsta landsleik. Oskar Tor Sverrisson og Ari Leifsson voru báðir í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik á móti El Salvador. Stefán Teitur Þórðarson var þá enn fremur í fyrsta leik sínum í byrjunarliði. Stefán Teitur, Alfons Sampsted og Bjarni Mark Antonsson spiluðu einir báðar leikina af nýliðunum og það er ekki slæmt að byrja landsliðsferillinn á tveimur sigurleikjum. Oskar Tor er elstur af þessum sjö en hann varð 27 ára í október síðastliðnum. Stefán Teitur Þórðarson, Alfons Sampsted og Ari Leifsson eru yngstir af nýliðunum sjö en þeir halda allir upp á 22 ára afmælið sitt í ár. Höskuldur Gunnlaugsson er 25 ára en þeir Bjarni Mark Antonsson og Daníel Leó Grétarsson eru 24 ára gamlir.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira