Tillögu Sjálfstæðisflokksins vísað frá Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. janúar 2020 18:34 Fundur borgarstjórnar hófst í ráðhúsinu klukkan tvö í dag. Vísir/Friðrik Þór Tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, um að fallið verði frá áformum um að stytta opnunartíma á leikskólum borgarinnar frá og með 1. apríl, var vísað frá á fundi borgarstjórnar nú á sjöunda tímanum. Meirihlutinn vísaði til þess að eftir ætti að ræða breytinguna á opnun leikskóla í borgarráði. Frávísunartillagan var samþykkt með tólf atkvæðum borgarfulltrúa meirihlutans gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa minnihlutans. Í bókun Sjálfstæðisflokksins um málið segir að skerðingin sem ákveðin hafi verið af skóla- og frístundaráði varði 938 börn hið minnsta. „Auk þess snertir breytingin um 2.000 foreldra í borginni beint en fjölskyldur þessara barna munu að óbreyttu missa þjónustu sem borgin er nú þegar að bjóða upp á. Þetta þýðir skerðingu á þjónustu fyrir u.þ.b. 18% barna á leikskólum Reykjavíkurborgar og fjölskyldur þeirra,“ segir meðal annars í bókun Sjálfstæðisflokksins.Sjá einnig: Vilja framkvæma jafnréttismat áður en tillaga um styttri leikskóladag verður samþykkt Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu utan eins séu nú með opið til fimm á daginn. „Það er ekki ásættanlegt að stærsta sveitarfélagið, sem á að vera leiðandi, skerði þessa grunnþjónustu við fjölskyldur í borginni,“ segir ennfremur í bókuninni. Í bókun frá meirihlutanum segir að tillögu Sjálfstæðisflokksins sé vísað frá á grundvelli þess að tillagan sé nú stödd hjá borgarráði. Það til standi að framkvæma ítarlegt jafnréttismat áður en tillagan verði samþykkt. Þá verði gert ráð fyrir lengri aðlögunartíma en lagt var upp með í fyrstu. „Samhliða verði veittur aukinn aðlögunartími að breytingunum sem miða að því að minnka álag á börn og starfsfólk leikskóla og standa þannig vörð um gæði leikskólastarfs sem er á heimsmælikvarða en glímir við tímabundinn vanda vegna skorts á leikskólakennurum eftir að kennaranám var lengt í fimm ár á sínum tíma,“ segir í bókun meirihlutans. Fréttin hefur verið uppfærð. Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, um að fallið verði frá áformum um að stytta opnunartíma á leikskólum borgarinnar frá og með 1. apríl, var vísað frá á fundi borgarstjórnar nú á sjöunda tímanum. Meirihlutinn vísaði til þess að eftir ætti að ræða breytinguna á opnun leikskóla í borgarráði. Frávísunartillagan var samþykkt með tólf atkvæðum borgarfulltrúa meirihlutans gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa minnihlutans. Í bókun Sjálfstæðisflokksins um málið segir að skerðingin sem ákveðin hafi verið af skóla- og frístundaráði varði 938 börn hið minnsta. „Auk þess snertir breytingin um 2.000 foreldra í borginni beint en fjölskyldur þessara barna munu að óbreyttu missa þjónustu sem borgin er nú þegar að bjóða upp á. Þetta þýðir skerðingu á þjónustu fyrir u.þ.b. 18% barna á leikskólum Reykjavíkurborgar og fjölskyldur þeirra,“ segir meðal annars í bókun Sjálfstæðisflokksins.Sjá einnig: Vilja framkvæma jafnréttismat áður en tillaga um styttri leikskóladag verður samþykkt Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu utan eins séu nú með opið til fimm á daginn. „Það er ekki ásættanlegt að stærsta sveitarfélagið, sem á að vera leiðandi, skerði þessa grunnþjónustu við fjölskyldur í borginni,“ segir ennfremur í bókuninni. Í bókun frá meirihlutanum segir að tillögu Sjálfstæðisflokksins sé vísað frá á grundvelli þess að tillagan sé nú stödd hjá borgarráði. Það til standi að framkvæma ítarlegt jafnréttismat áður en tillagan verði samþykkt. Þá verði gert ráð fyrir lengri aðlögunartíma en lagt var upp með í fyrstu. „Samhliða verði veittur aukinn aðlögunartími að breytingunum sem miða að því að minnka álag á börn og starfsfólk leikskóla og standa þannig vörð um gæði leikskólastarfs sem er á heimsmælikvarða en glímir við tímabundinn vanda vegna skorts á leikskólakennurum eftir að kennaranám var lengt í fimm ár á sínum tíma,“ segir í bókun meirihlutans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira