Fór í golf eitt ágústkvöld og bjargaði líklega lífi ungrar konu Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2020 15:26 Jóhann Sveinbjörnsson er Austfirðingur ársins að mati lesenda Austurfréttar. Mynd/GG Jóhann Sveinbjörnsson 86 ára áhugakylfingur á Seyðisfirði segir það tilviljun að hann hafi ákveðið að fara út á golfvöll kvöld eitt í ágúst. Viðbrögð Jóhanns á vellinum gætu hafa orðið til þess að lífi ungrar konu, sem hafði hrapað í fjallinu fyrir ofan völlinn, var bjargað. Lesendur Austurfrétta völdu Jóhann Austfirðing ársins en tilkynnt var um valið í dag. Björgunarsveitir björguðu konunni í hlíðum Fjarðardals við Seyðisfjörð seint að kvöldi 6. ágúst í fyrrasumar. Í frétt Vísis um málið á sínum tíma segir að tilkynning um neyðarköll úr fjallshlíðinni hafi borist um klukkan tíu og björgunarfólkið komið á vettvang um tuttugu mínútum síðar. Konan, sem er frá Sviss, fannst að lokum talsvert slösuð ofan í læk og var að endingu flutt með sjúkraflugi á spítala í Reykjavík. Þá segir í umfjöllun Austurfréttar að konan hafi legið í fjallinu allan daginn og kallað á fólk á golfvellinum en án árangurs. Hún hafi jafnframt verið orðin mjög köld og þjáð þegar björgunarsveitarfólk kom að henni. „Djöfull er þetta leiðinlegt, nú fer ég inn á golfvöll“ Í tilkynningu er haft eftir Jóhanni að umrætt kvöld hafi honum leiðst heima hjá sér og því ákveðið að drífa sig í golf. „Það var hrein tilviljun sem réði því að ég var úti á velli. Ég hafði farið á Egilsstaði og yfir á Reyðarfjörð um daginn og settist við sjónvarpið til að horfa á fréttir. Ég var búinn að koma mér vel fyrir í sófanum hér heima þegar, upp úr klukkan átta um kvöldið, byrjar þáttur sem mér líkaði ekki. Ég hugsaði með mér: „Djöfull er þetta leiðinlegt, nú fer ég inn á golfvöll“,“ segir Jóhann. Seyðisfjörður í sumarbúning.Vísir/vilhelm Hann hafi svo verið efst á golfsvæðinu við rætur Bjólfs þegar honum fannst hann heyra í fuglum kallast á. Hann hélt svo áfram að heyra hljóðið og hugsað þá með sér að þarna gæti vel verið mannsrödd. „Mér fannst ekki vera hægt að ganga hjá því ef einhver væri í vandræðum. Ég var með síma en vildi ekki hringja í Neyðarlínuna því ég hélt þetta væru fuglar. Ég keyrði því út í bæ, heim til lögreglumannsins og fékk hann með mér inn eftir. Við gengum upp eftir þar sem ég hafði heyrt í konunni og hóuðum upp í fjallið. Við fengum svar til baka. Við vorum búnir að kalla svolitla stund og hlusta á hana þegar okkur kom saman um að þetta væri mannsrödd. Þá tók hann upp símann og hringdi í Neyðarlínuna.“ Fékk kort frá Sviss Konan sendi Jóhanni kort í haust og þakkaði fyrir björgunina, þó að Jóhann sjálfur leggi áherslu á að það hafi verið björgunarsveitarfólkið sem bjargaði henni. „Þá var hún komin til Sviss. Hún sagðist vera að byrja að læra að ganga aftur,“ er haft eftir Jóhanni um kveðjuna frá ungu konunni. Fjórtán komu til greina sem Austfirðingur ársins hjá Austurfrétt. Jóhann fékk flest atkvæði og fær að launum viðurkenningarskjal, gjafabréf í mat og gistingu á Gistihúsinu á Egilsstöðum og ársáskrift að Austurglugganum. „Ég er ekki grobbinn en ég er ánægður með að hafa átt þátt í að stelpan bjargaðist. Það var gott að fara ekki heim án þess að sinna henni. Það voru hins vegar björgunarmennirnir sem höfðu fyrir því að ná henni. Það er gaman að fá þessa viðurkenningu en ég held ég ofmetnist ekki. Ég er hins vegar mjög þakklátur þessu fólki sem sýndi mér þessa virðingu,“ segir Jóhann. Björgunarsveitir Seyðisfjörður Tengdar fréttir Sóttu slasaða konu á Seyðisfjörð Hópur björgunarfólks sótti slasaða konu í hlíðar Fjarðardals við Seyðisfjörð á tólfta tímanum í gærkvöldi. 7. ágúst 2019 06:30 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira
Jóhann Sveinbjörnsson 86 ára áhugakylfingur á Seyðisfirði segir það tilviljun að hann hafi ákveðið að fara út á golfvöll kvöld eitt í ágúst. Viðbrögð Jóhanns á vellinum gætu hafa orðið til þess að lífi ungrar konu, sem hafði hrapað í fjallinu fyrir ofan völlinn, var bjargað. Lesendur Austurfrétta völdu Jóhann Austfirðing ársins en tilkynnt var um valið í dag. Björgunarsveitir björguðu konunni í hlíðum Fjarðardals við Seyðisfjörð seint að kvöldi 6. ágúst í fyrrasumar. Í frétt Vísis um málið á sínum tíma segir að tilkynning um neyðarköll úr fjallshlíðinni hafi borist um klukkan tíu og björgunarfólkið komið á vettvang um tuttugu mínútum síðar. Konan, sem er frá Sviss, fannst að lokum talsvert slösuð ofan í læk og var að endingu flutt með sjúkraflugi á spítala í Reykjavík. Þá segir í umfjöllun Austurfréttar að konan hafi legið í fjallinu allan daginn og kallað á fólk á golfvellinum en án árangurs. Hún hafi jafnframt verið orðin mjög köld og þjáð þegar björgunarsveitarfólk kom að henni. „Djöfull er þetta leiðinlegt, nú fer ég inn á golfvöll“ Í tilkynningu er haft eftir Jóhanni að umrætt kvöld hafi honum leiðst heima hjá sér og því ákveðið að drífa sig í golf. „Það var hrein tilviljun sem réði því að ég var úti á velli. Ég hafði farið á Egilsstaði og yfir á Reyðarfjörð um daginn og settist við sjónvarpið til að horfa á fréttir. Ég var búinn að koma mér vel fyrir í sófanum hér heima þegar, upp úr klukkan átta um kvöldið, byrjar þáttur sem mér líkaði ekki. Ég hugsaði með mér: „Djöfull er þetta leiðinlegt, nú fer ég inn á golfvöll“,“ segir Jóhann. Seyðisfjörður í sumarbúning.Vísir/vilhelm Hann hafi svo verið efst á golfsvæðinu við rætur Bjólfs þegar honum fannst hann heyra í fuglum kallast á. Hann hélt svo áfram að heyra hljóðið og hugsað þá með sér að þarna gæti vel verið mannsrödd. „Mér fannst ekki vera hægt að ganga hjá því ef einhver væri í vandræðum. Ég var með síma en vildi ekki hringja í Neyðarlínuna því ég hélt þetta væru fuglar. Ég keyrði því út í bæ, heim til lögreglumannsins og fékk hann með mér inn eftir. Við gengum upp eftir þar sem ég hafði heyrt í konunni og hóuðum upp í fjallið. Við fengum svar til baka. Við vorum búnir að kalla svolitla stund og hlusta á hana þegar okkur kom saman um að þetta væri mannsrödd. Þá tók hann upp símann og hringdi í Neyðarlínuna.“ Fékk kort frá Sviss Konan sendi Jóhanni kort í haust og þakkaði fyrir björgunina, þó að Jóhann sjálfur leggi áherslu á að það hafi verið björgunarsveitarfólkið sem bjargaði henni. „Þá var hún komin til Sviss. Hún sagðist vera að byrja að læra að ganga aftur,“ er haft eftir Jóhanni um kveðjuna frá ungu konunni. Fjórtán komu til greina sem Austfirðingur ársins hjá Austurfrétt. Jóhann fékk flest atkvæði og fær að launum viðurkenningarskjal, gjafabréf í mat og gistingu á Gistihúsinu á Egilsstöðum og ársáskrift að Austurglugganum. „Ég er ekki grobbinn en ég er ánægður með að hafa átt þátt í að stelpan bjargaðist. Það var gott að fara ekki heim án þess að sinna henni. Það voru hins vegar björgunarmennirnir sem höfðu fyrir því að ná henni. Það er gaman að fá þessa viðurkenningu en ég held ég ofmetnist ekki. Ég er hins vegar mjög þakklátur þessu fólki sem sýndi mér þessa virðingu,“ segir Jóhann.
Björgunarsveitir Seyðisfjörður Tengdar fréttir Sóttu slasaða konu á Seyðisfjörð Hópur björgunarfólks sótti slasaða konu í hlíðar Fjarðardals við Seyðisfjörð á tólfta tímanum í gærkvöldi. 7. ágúst 2019 06:30 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira
Sóttu slasaða konu á Seyðisfjörð Hópur björgunarfólks sótti slasaða konu í hlíðar Fjarðardals við Seyðisfjörð á tólfta tímanum í gærkvöldi. 7. ágúst 2019 06:30