Ráðherra segir málefni barna hafa setið á hakanum Birgir Olgeirsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. janúar 2020 11:30 Rúmlega 11 þúsund lögðu nafn sitt við áskorun UNICEF þar sem aðgerða er krafist og afhenti UNICEF barnamálaráðherra þær í gær í nafni Guðrúnar Ögmundsdóttur, fyrrum þingmanni sem lést þann 31. desember síðastliðinn. stjórnarráðið Stjórnvöld hafa stofnað miðstöð sem er ætlað að halda utan um tölfræðiupplýsingar sem varða ofbeldi gegn börnum. Barnamálaráðherra tilkynnti þetta þegar hann veitti áskorun um aðgerðir viðtöku. Íslandi verða rúmlega 13 þúsund fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Rúmlega 11 þúsund lögðu nafn sitt við áskorun UNICEF þar sem aðgerða er krafist og afhenti UNICEF barnamálaráðherra þær í gær í nafni Guðrúnar Ögmundsdóttur, fyrrum þingmanni sem lést þann 31. desember síðastliðinn. Guðrún veitti UNICEF stjórnarformennsku um árabil og var mikil baráttukona fyrir réttindum barna og útrýmingu ofbeldis gegn börnum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir málefni barna hafa setið á hakanum í íslensku samfélagi. „Það er þess vegna sem svona undirskriftaátök eins og UNICEF var að fara af stað með, svona tölfræðisöfnun, fyrir þetta ber að þakka og ég var mjög þakklátur þegar þau fóru af stað með þetta vegna þess að við getum nýtt okkur þetta sem slagkraft í þessa vinnu sem við erum í,“ segir Ásmundur Einar. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir að allar forvarnir þurfi að byggjast á tölfræði. Því sé stofnun þessarar miðstöðvar innan veggja Barnaverndarstofu mikilvæg skref. „Við gerum aldrei nóg þegar kemur að ofbeldi gegn börnum en þetta er mikilvægur liður í að ná að bregðast betur við.“ Hann segir framlag Guðrúnar Ögmundsdóttur veigamikið þegar kemur að velferð barna hér á landi. „Guðrún var náttúrulega bara einstök manneskja. Hún sat í stjórn UNICEF frá 2011 en hún var strax ritstjóri að skýrslu sem við gáfum út um stöðu barna á Íslandi þá, það ár. Í raun byggir þessi vinna okkar á þeirri stöðugreiningu. Hún var alltaf mikil hvatningarmanneskja, hvetja okkur áfram til þess að sinna einmitt þessum málaflokki sem var ofbeldi gegn börnum, enda þar náttúrulega hafði hún kynnst mörgu misjöfnu sem félagsráðgjafi og pólitíkus,“ segir Bergsteinn. Börn og uppeldi Félagsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Stjórnvöld hafa stofnað miðstöð sem er ætlað að halda utan um tölfræðiupplýsingar sem varða ofbeldi gegn börnum. Barnamálaráðherra tilkynnti þetta þegar hann veitti áskorun um aðgerðir viðtöku. Íslandi verða rúmlega 13 þúsund fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Rúmlega 11 þúsund lögðu nafn sitt við áskorun UNICEF þar sem aðgerða er krafist og afhenti UNICEF barnamálaráðherra þær í gær í nafni Guðrúnar Ögmundsdóttur, fyrrum þingmanni sem lést þann 31. desember síðastliðinn. Guðrún veitti UNICEF stjórnarformennsku um árabil og var mikil baráttukona fyrir réttindum barna og útrýmingu ofbeldis gegn börnum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir málefni barna hafa setið á hakanum í íslensku samfélagi. „Það er þess vegna sem svona undirskriftaátök eins og UNICEF var að fara af stað með, svona tölfræðisöfnun, fyrir þetta ber að þakka og ég var mjög þakklátur þegar þau fóru af stað með þetta vegna þess að við getum nýtt okkur þetta sem slagkraft í þessa vinnu sem við erum í,“ segir Ásmundur Einar. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir að allar forvarnir þurfi að byggjast á tölfræði. Því sé stofnun þessarar miðstöðvar innan veggja Barnaverndarstofu mikilvæg skref. „Við gerum aldrei nóg þegar kemur að ofbeldi gegn börnum en þetta er mikilvægur liður í að ná að bregðast betur við.“ Hann segir framlag Guðrúnar Ögmundsdóttur veigamikið þegar kemur að velferð barna hér á landi. „Guðrún var náttúrulega bara einstök manneskja. Hún sat í stjórn UNICEF frá 2011 en hún var strax ritstjóri að skýrslu sem við gáfum út um stöðu barna á Íslandi þá, það ár. Í raun byggir þessi vinna okkar á þeirri stöðugreiningu. Hún var alltaf mikil hvatningarmanneskja, hvetja okkur áfram til þess að sinna einmitt þessum málaflokki sem var ofbeldi gegn börnum, enda þar náttúrulega hafði hún kynnst mörgu misjöfnu sem félagsráðgjafi og pólitíkus,“ segir Bergsteinn.
Börn og uppeldi Félagsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira