Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2020 23:35 Réttarhöld þingsins yfir forsetanum hefjast á morgun. Vísir/Getty Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. Í útdrætti sem teymið skilaði af sér nú á mánudag voru málaferlin á hendur forsetanum kölluð „hættuleg skrumskæling“ á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Á sama tíma hafa lögmenn á vegum þeirra þingmanna sem lagt hafa fram þingsákæruna á hendur Trump sakað forsetann um aðild að athæfi er tengdist spillingu og hefði þann tilgang að „svindla“ í næstu kosningum til forseta Bandaríkjanna. Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Trump hefjast á morgun, klukkan 13 að staðartíma í Washington-borg, eða klukkan 18 á Íslandi. Trump er gefið að sök að hafa misnotað það vald sem hann hefur í krafti embættis síns með því að biðja úkraínsk stjórnvöld um að rannsaka Demókratann Joe Biden, en hann er meðal þeirra sem þykja sigurstranglegust í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Eins er Trump gefið að sök að hafa reynt að hindra Bandaríkjaþing í að rannsaka þær ásakanir á hendur honum. Verði Trump sakfelldur í öldungadeild þingsins yrði honum í kjölfarið vikið úr embætti forseta, en til þess þarf 67 atkvæði af 100 mögulegum. Repúblikanaflokkurinn, flokkur forsetans, er þó með 53 þingmenn í deildinni, og því telja stjórnspekingar ólíklegt að forsetinn verði sakfelldur. Í útdrætti lögfræðiteymis forsetans, sem telur 171 blaðsíðu, eru málaferlin kölluð „hégómleg og hættuleg“ auk þess sem því er haldið fram að það athæfi sem forsetinn er sakaður um sé ekki glæpsamlegt. „Demókratar í fulltrúadeild þingsins ákváðu að setja fram tvær klaufalegar ákærur á hendur forsetanum sem saka hann hvorki um glæpi né önnur lögbrot á nokkurn hátt,“ segir meðal annars í útdrættinum. „Þær [ákærurnar] nálgast ekki á nokkurn hátt þann stjórnarskrárlega þröskuld sem til staðar er til þess að víkja forsetanum úr embætti.“ Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. Í útdrætti sem teymið skilaði af sér nú á mánudag voru málaferlin á hendur forsetanum kölluð „hættuleg skrumskæling“ á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Á sama tíma hafa lögmenn á vegum þeirra þingmanna sem lagt hafa fram þingsákæruna á hendur Trump sakað forsetann um aðild að athæfi er tengdist spillingu og hefði þann tilgang að „svindla“ í næstu kosningum til forseta Bandaríkjanna. Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Trump hefjast á morgun, klukkan 13 að staðartíma í Washington-borg, eða klukkan 18 á Íslandi. Trump er gefið að sök að hafa misnotað það vald sem hann hefur í krafti embættis síns með því að biðja úkraínsk stjórnvöld um að rannsaka Demókratann Joe Biden, en hann er meðal þeirra sem þykja sigurstranglegust í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Eins er Trump gefið að sök að hafa reynt að hindra Bandaríkjaþing í að rannsaka þær ásakanir á hendur honum. Verði Trump sakfelldur í öldungadeild þingsins yrði honum í kjölfarið vikið úr embætti forseta, en til þess þarf 67 atkvæði af 100 mögulegum. Repúblikanaflokkurinn, flokkur forsetans, er þó með 53 þingmenn í deildinni, og því telja stjórnspekingar ólíklegt að forsetinn verði sakfelldur. Í útdrætti lögfræðiteymis forsetans, sem telur 171 blaðsíðu, eru málaferlin kölluð „hégómleg og hættuleg“ auk þess sem því er haldið fram að það athæfi sem forsetinn er sakaður um sé ekki glæpsamlegt. „Demókratar í fulltrúadeild þingsins ákváðu að setja fram tvær klaufalegar ákærur á hendur forsetanum sem saka hann hvorki um glæpi né önnur lögbrot á nokkurn hátt,“ segir meðal annars í útdrættinum. „Þær [ákærurnar] nálgast ekki á nokkurn hátt þann stjórnarskrárlega þröskuld sem til staðar er til þess að víkja forsetanum úr embætti.“
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira