Heildsalar hafi beitt blekkingum og brotið reglur við innflutning á blómum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2020 18:15 Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins Vísir/Vilhelm Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir heildsala hafa beitt röngum skráningum og blekkingum við innflutning á blómum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld láti rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl. Haraldur vakti athygli á málinu á Facebook í gær. Hann á sæti í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga sem heimsótti blómaframleiðendur í síðustu viku. „Ég hafði áður fengið upplýsingar um erindrekstur sem að Félag atvinnurekenda hóf við fjármálaráðuneytið fyrir áramótin og það var bara til að fylla upp í þá mynd sem að Axel Sæland [blómaframleiðandi] lýsti fyrir okkur, hvernig gangur mála hefur verið á undanförnum árum. Það gerist í raun og veru í kjölfarið á því að tollayfirvöld taka á því að rýna innflutning á blómum, að það hafi verið mögulega einhver tilfelli að blóm hafi verið rangt skráð á tollflokka. Þá herðist að innflutningi, það fer að verða eftirspurn eftir tollkvótum fyrir blóm sem ekki hafði verið áður sem að segir okkur að hingað hafa verið flutt inn blóm, í samkeppni við innlenda framleiðslu, sem var greinilega þá ekki eftir reglum,“ segir Haraldur. Hann telji það eðlileg viðbrögð stjórnvalda að láta rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl, áður en boðaðar yrðu breytinga á starfsumhverfi blómabænda. Sem þingmaður hyggist hann halda áfram að fylgja málinu eftir. Þá sé vinna samráðshópsins um endurskoðun búvörulaga á lokametrunum. „Við urðum áskynja, á fundum með starfsmönnum tollstjóra, á fyrri stigum samráðshópsins að það var mjög pottur brotinn í skráningu á innflutningi þannig að hann færi á rétta tollflokka og það vantaði, sem að nú er búið að laga, fleiri tollnúmer fyrir innfluttar búvörur þannig að þær væru að koma rétt skráðar inn í landið,“ segir Haraldur. „Það voru jafnvel tilfelli þar sem að hafði verið opnað fyrir innflutning á efni í hakk, það hafði verið skráð sem hakkefni, sem að raunverulega voru bara mjög verðmætir skrokkhlutar sem að fóru síðan í samkeppni hérna inn á markaðinn,“ segir Haraldur. Landbúnaður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira
Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir heildsala hafa beitt röngum skráningum og blekkingum við innflutning á blómum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld láti rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl. Haraldur vakti athygli á málinu á Facebook í gær. Hann á sæti í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga sem heimsótti blómaframleiðendur í síðustu viku. „Ég hafði áður fengið upplýsingar um erindrekstur sem að Félag atvinnurekenda hóf við fjármálaráðuneytið fyrir áramótin og það var bara til að fylla upp í þá mynd sem að Axel Sæland [blómaframleiðandi] lýsti fyrir okkur, hvernig gangur mála hefur verið á undanförnum árum. Það gerist í raun og veru í kjölfarið á því að tollayfirvöld taka á því að rýna innflutning á blómum, að það hafi verið mögulega einhver tilfelli að blóm hafi verið rangt skráð á tollflokka. Þá herðist að innflutningi, það fer að verða eftirspurn eftir tollkvótum fyrir blóm sem ekki hafði verið áður sem að segir okkur að hingað hafa verið flutt inn blóm, í samkeppni við innlenda framleiðslu, sem var greinilega þá ekki eftir reglum,“ segir Haraldur. Hann telji það eðlileg viðbrögð stjórnvalda að láta rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl, áður en boðaðar yrðu breytinga á starfsumhverfi blómabænda. Sem þingmaður hyggist hann halda áfram að fylgja málinu eftir. Þá sé vinna samráðshópsins um endurskoðun búvörulaga á lokametrunum. „Við urðum áskynja, á fundum með starfsmönnum tollstjóra, á fyrri stigum samráðshópsins að það var mjög pottur brotinn í skráningu á innflutningi þannig að hann færi á rétta tollflokka og það vantaði, sem að nú er búið að laga, fleiri tollnúmer fyrir innfluttar búvörur þannig að þær væru að koma rétt skráðar inn í landið,“ segir Haraldur. „Það voru jafnvel tilfelli þar sem að hafði verið opnað fyrir innflutning á efni í hakk, það hafði verið skráð sem hakkefni, sem að raunverulega voru bara mjög verðmætir skrokkhlutar sem að fóru síðan í samkeppni hérna inn á markaðinn,“ segir Haraldur.
Landbúnaður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira