Tíu atriði sem hafa breyst verulega á vinnustöðum 7. febrúar 2020 12:00 Öll ásýnd og umhverfi vinnustaða hefur gjörbreyst. Skápar og skúffur eru sjaldséð sjón enda flest allt orðið rafrænt. Vísir/Getty Nú er um það rætt að breytingar næstu tíu til fimmtán ár verði svo hraðar að það sem áður tók hátt í eina öld muni nú gerast á ríflega áratug. En atvinnulífið og vinnustaðir eru í sífelldri þróun þótt oftast sé það nú svo að margt gleymist á skömmum tíma. Við rifjum upp tíu atriði á léttu nótunum. 1. Ekki lengur bara níu til fimm. Það er hægt að hugsa breytingar á vinnutíma á ýmsa vegu. Sumum dettur í hug sveigjanlegur vinnutími. Öðrum dettur í hug tæknin og það hvernig fólk er sítengt vinnunni í gegnum tölvupóst og síma. 2. Rými og húsgögn. Það er sjaldséð í dag að sjá stórar forstjóraskrifstofur eða heilu skáparaðirnar af möppum. Já ,,möppudýrin“ eru á undanhaldi og rými og húsgögn hafa gjörbreyst. 3. Hollusta og heilsa. Þegar pabbi þinn var ungur var örugglega ekki boðið upp á mikið salat í hádeginu eða jógaherbergi í fyrirtækinu. Hollusta og heilsa var almennt ekki í fyrirrúmi og því síður var rætt um kulnun eða forvarnir gegn kulnun. 4. Starfsframi á þínum forsendum. Einu sinni var algengt að vinna á sama stað út ævina. Þetta þykir fátítt í dag og nánast óhugsandi í huga yngra fólksins. 5. Myndvarpi og fax. Faxið var lengi vel það nýjasta nýtt og þar á undan rafmagnsritvélin. Á öllum borðum var heftari staðalbúnaður. Kynningar fóru fram með glærum sem búið var að skrifa á og þær lagðar á myndvarpa. Í flestum tilvikum eru þetta skrifborðshlutir sem börn myndu spyrja um hvað væri rétt eins og Kodak filman er öllum gleymd. Þá eru skífusímarnir löngu gleymdir og grafnir og snjallsímavæðingin smátt og smátt að ryðja almennum borðsímum úr vegi. Tölvan þótti bylting á sínum tíma. Á fyrstu tölvunum var letur oftast gult eða grænt á litinn.Vísir/Getty 6. Klæðnaður. Karlmenn í jakkafötum. Konur í dröktum, kjólum eða öðrum sambærilegum fatnaði. Í dag: Snyrtilegur klæðnaður sem þó getur verið töff fatnaður af öllu tagi þar sem hverjum og einum er leyft að klæðast eins og hann/hún kýs. 7. Fæðingarorlof. Fyrir mæður og feður. Hverjum hefði nú dottið þetta í hug á sínum tíma? 8. Reykingar bannaðar. Ótrúlegt en satt þá var þetta nú víðast hvar leyft hér einu sinni. Það þótti ekkert tiltökumál þótt viðskiptavinum mætti sígrettureykur þegar komið væri inn eða að þungur vindlareykur leggði frá forstjóraskrifstofunni. 9. Jafnrétti. Það þótti eðlilegt hér einu sinni að karlmaðurinn væri fyrirvinnan en konur sáu um heimili og börn. Einstaka störf voru í boði fyrir konur en þau voru ekki mörg. Jafnræði hefur aukist og ólíkt því sem áður var þá telst það eðlilegt að ræða jafnrétti. 10. Nýjar samskiptareglur. #metoo velti mörgum steinum og almennt þykir það eðlileg krafa í dag að samstarfsfólk og kyn komi fram við hvort annað af kurteisi og virðingu. Mest lesið Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira
Nú er um það rætt að breytingar næstu tíu til fimmtán ár verði svo hraðar að það sem áður tók hátt í eina öld muni nú gerast á ríflega áratug. En atvinnulífið og vinnustaðir eru í sífelldri þróun þótt oftast sé það nú svo að margt gleymist á skömmum tíma. Við rifjum upp tíu atriði á léttu nótunum. 1. Ekki lengur bara níu til fimm. Það er hægt að hugsa breytingar á vinnutíma á ýmsa vegu. Sumum dettur í hug sveigjanlegur vinnutími. Öðrum dettur í hug tæknin og það hvernig fólk er sítengt vinnunni í gegnum tölvupóst og síma. 2. Rými og húsgögn. Það er sjaldséð í dag að sjá stórar forstjóraskrifstofur eða heilu skáparaðirnar af möppum. Já ,,möppudýrin“ eru á undanhaldi og rými og húsgögn hafa gjörbreyst. 3. Hollusta og heilsa. Þegar pabbi þinn var ungur var örugglega ekki boðið upp á mikið salat í hádeginu eða jógaherbergi í fyrirtækinu. Hollusta og heilsa var almennt ekki í fyrirrúmi og því síður var rætt um kulnun eða forvarnir gegn kulnun. 4. Starfsframi á þínum forsendum. Einu sinni var algengt að vinna á sama stað út ævina. Þetta þykir fátítt í dag og nánast óhugsandi í huga yngra fólksins. 5. Myndvarpi og fax. Faxið var lengi vel það nýjasta nýtt og þar á undan rafmagnsritvélin. Á öllum borðum var heftari staðalbúnaður. Kynningar fóru fram með glærum sem búið var að skrifa á og þær lagðar á myndvarpa. Í flestum tilvikum eru þetta skrifborðshlutir sem börn myndu spyrja um hvað væri rétt eins og Kodak filman er öllum gleymd. Þá eru skífusímarnir löngu gleymdir og grafnir og snjallsímavæðingin smátt og smátt að ryðja almennum borðsímum úr vegi. Tölvan þótti bylting á sínum tíma. Á fyrstu tölvunum var letur oftast gult eða grænt á litinn.Vísir/Getty 6. Klæðnaður. Karlmenn í jakkafötum. Konur í dröktum, kjólum eða öðrum sambærilegum fatnaði. Í dag: Snyrtilegur klæðnaður sem þó getur verið töff fatnaður af öllu tagi þar sem hverjum og einum er leyft að klæðast eins og hann/hún kýs. 7. Fæðingarorlof. Fyrir mæður og feður. Hverjum hefði nú dottið þetta í hug á sínum tíma? 8. Reykingar bannaðar. Ótrúlegt en satt þá var þetta nú víðast hvar leyft hér einu sinni. Það þótti ekkert tiltökumál þótt viðskiptavinum mætti sígrettureykur þegar komið væri inn eða að þungur vindlareykur leggði frá forstjóraskrifstofunni. 9. Jafnrétti. Það þótti eðlilegt hér einu sinni að karlmaðurinn væri fyrirvinnan en konur sáu um heimili og börn. Einstaka störf voru í boði fyrir konur en þau voru ekki mörg. Jafnræði hefur aukist og ólíkt því sem áður var þá telst það eðlilegt að ræða jafnrétti. 10. Nýjar samskiptareglur. #metoo velti mörgum steinum og almennt þykir það eðlileg krafa í dag að samstarfsfólk og kyn komi fram við hvort annað af kurteisi og virðingu.
Mest lesið Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira