Heimavellir seldu íbúðirnar á Skaga á 346 milljónum undir markaðsverði Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2020 12:29 Vilhjálmur Birgisson. 18 íbúðir að Holtsflöt 4 voru seldar á 582 milljónir sem gerir að meðaltali rétt rúmar 32 milljónir á íbúð. visir/vilhelm Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi segir algerlega forkastanlegt að Heimavelli hafi selt tvær blokkir langt undir fasteignamati án þess að bjóða leigjendum kaup á íbúðum með þeim afslætti. Vilhjálmur segist hafa kynnt sér þann gjörning sem hefur veirð til umfjöllunar að undanförnu og varða sölu leigufélagsins Heimavalla á blokkum að Holtsflöt 4 og Eyrarflöt 2 með þeim afleiðingum að nánast 26 fjölskyldur er í fullkominni angist og kvíða vegna þess að þau verða húsnæðislaus á næstu mánuðum, að sögn Vilhjálms. Fengu blokkirnar á sérkjörum til að tryggja leigjendum húsnæði Vilhjálmur bendir á, líkt og bæjarstjóri Akraness, Sævar Freyr Þráinsson hefur gert, að Heimavellir hafi keypt téðar íbúðir af Íbúðalánasjóði á sérkjörum á sínum tíma með þeim formerkjum að tryggja öflugan og tryggan leigumarkað hér á Akranesi. En nú örfáum árum síðar hafa Heimavellir pakkað saman og selt nánast allar eignir sem þeir fengu á sérkjörum frá Íbúðalánasjóði á sínum tíma, segir Vilhjálmur í harðorðum pistli sem hann birti nú rétt í þessu á Facebooksíðu sinn. Sævar Freyr bæjarstjóri segir að Heimavellir hafi á sínum tíma fengið íbúðirnar á sérkjörum með því fororði að fyrirtækið myndi stuðla að tryggu húsnæði fyrir leigjendur. Það gekk ekki eftir.visir/egill „En hvað skyldi nú Heimavellir hafa selt íbúðirnar á til nýrra eigenda? Jú, ég hef aflað mér þær upplýsingar og hef kaupsamninga undir höndum og þar kemur í ljós að 18 íbúðir að Holtsflöt 4 voru seldar á 582 milljónir sem gerir að meðaltali rétt rúmar 32 milljónir á íbúð! En rétt er að geta þess að fasteignamat fyrir árið 2020 var rétt tæpar 860 milljónir eða 276 milljónum undir fasteignamati eða 47%.“ 37 prósentum undir fasteignamati Og Vilhjálmur heldur áfram: „Heimavellir seldu einnig 8 íbúðir á Eyrarflöt 2 til sömu aðila á 190 milljónir sem gerir að meðaltalsverð á pr. íbúð var 23,7 milljónir. Hins vegar nemur fasteignamat fyrir árið 2020 á þessum 8 íbúðum á Eyrarflötinni um 260 milljónum eða 37% undir fasteignamati.“ Að sögn Vilhjálms seldu Heimavellir nýjum eigendum Eyrarflöt 2 og Holtsflöt 4 þessar tvær blokkir 346 milljónum undir fasteignamati. Vilhjálmur segir það sæta furðu að stjórn Íbúðaláns hafi heimilað þessi eigendaskipti. Akranes Húsnæðismál Tengdar fréttir Bæjarstjórinn telur Skagamenn grátt leikna af Heimavöllum Sævar Freyr Þráinsson sársvekktur út í fyrirtækið Heimavelli. 27. janúar 2020 11:00 Mest lesið Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi segir algerlega forkastanlegt að Heimavelli hafi selt tvær blokkir langt undir fasteignamati án þess að bjóða leigjendum kaup á íbúðum með þeim afslætti. Vilhjálmur segist hafa kynnt sér þann gjörning sem hefur veirð til umfjöllunar að undanförnu og varða sölu leigufélagsins Heimavalla á blokkum að Holtsflöt 4 og Eyrarflöt 2 með þeim afleiðingum að nánast 26 fjölskyldur er í fullkominni angist og kvíða vegna þess að þau verða húsnæðislaus á næstu mánuðum, að sögn Vilhjálms. Fengu blokkirnar á sérkjörum til að tryggja leigjendum húsnæði Vilhjálmur bendir á, líkt og bæjarstjóri Akraness, Sævar Freyr Þráinsson hefur gert, að Heimavellir hafi keypt téðar íbúðir af Íbúðalánasjóði á sérkjörum á sínum tíma með þeim formerkjum að tryggja öflugan og tryggan leigumarkað hér á Akranesi. En nú örfáum árum síðar hafa Heimavellir pakkað saman og selt nánast allar eignir sem þeir fengu á sérkjörum frá Íbúðalánasjóði á sínum tíma, segir Vilhjálmur í harðorðum pistli sem hann birti nú rétt í þessu á Facebooksíðu sinn. Sævar Freyr bæjarstjóri segir að Heimavellir hafi á sínum tíma fengið íbúðirnar á sérkjörum með því fororði að fyrirtækið myndi stuðla að tryggu húsnæði fyrir leigjendur. Það gekk ekki eftir.visir/egill „En hvað skyldi nú Heimavellir hafa selt íbúðirnar á til nýrra eigenda? Jú, ég hef aflað mér þær upplýsingar og hef kaupsamninga undir höndum og þar kemur í ljós að 18 íbúðir að Holtsflöt 4 voru seldar á 582 milljónir sem gerir að meðaltali rétt rúmar 32 milljónir á íbúð! En rétt er að geta þess að fasteignamat fyrir árið 2020 var rétt tæpar 860 milljónir eða 276 milljónum undir fasteignamati eða 47%.“ 37 prósentum undir fasteignamati Og Vilhjálmur heldur áfram: „Heimavellir seldu einnig 8 íbúðir á Eyrarflöt 2 til sömu aðila á 190 milljónir sem gerir að meðaltalsverð á pr. íbúð var 23,7 milljónir. Hins vegar nemur fasteignamat fyrir árið 2020 á þessum 8 íbúðum á Eyrarflötinni um 260 milljónum eða 37% undir fasteignamati.“ Að sögn Vilhjálms seldu Heimavellir nýjum eigendum Eyrarflöt 2 og Holtsflöt 4 þessar tvær blokkir 346 milljónum undir fasteignamati. Vilhjálmur segir það sæta furðu að stjórn Íbúðaláns hafi heimilað þessi eigendaskipti.
Akranes Húsnæðismál Tengdar fréttir Bæjarstjórinn telur Skagamenn grátt leikna af Heimavöllum Sævar Freyr Þráinsson sársvekktur út í fyrirtækið Heimavelli. 27. janúar 2020 11:00 Mest lesið Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Sjá meira
Bæjarstjórinn telur Skagamenn grátt leikna af Heimavöllum Sævar Freyr Þráinsson sársvekktur út í fyrirtækið Heimavelli. 27. janúar 2020 11:00