Kallar þingmenn snemma úr fríi vegna Póstsins Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2020 06:50 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. AP/Patrick Semansky Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. Tilefnið er viðleitni ríkisstjórnar Donald Trump til að grafa undan Póstinum í aðdraganda forsetakosninga í nóvember, þar sem búist er við að milljónir muni greiða atkvæði í pósti. Louis DeJoy, nýr yfirmaður Póstsins, hefur þegar skorið niður og gert miklar breytingar sem taldar eru muna koma niður á getu stofnunarinnar til að bregðast við kosningunum. Breytingarnar hafa þegar leitt til tafa á þjónustu Póstsins. Sjá einnig: Póstmálastofnunin segir atkvæði ekki munu skila sér í tæka tíð Í bréfi sem hún sendi þingmönnum í gær skrifaði Pelosi að á tímum faraldurs nýju kórónuveirunnar væri Pósturinn mjög mikilvægur vegna kosninganna. Líf og lýðræði Bandaríkjanna væri í húfi vegna aðgerða forsetans. Búist er við að þingmenn muni koma saman aftur um næstu helgi og greiða atkvæði á laugardaginn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Frumvarpinu sem um ræðir er ætlað að koma í veg fyrir að Trump geti gert breytingar á Póstinum og þingmenn Demókrataflokksins hafa þegar krafist þess að DeJoy mæti á nefndarfund þann 27. ágúst og svari spurningum þingmanna. Háttsettir stjórnmálamenn í mörgum ríkjum Bandaríkjanna vinna nú hörðum höndum að því að gera kjósendum auðveldara að senda atkvæði sín í pósti til að reyna að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Heilt yfir hefur notkun póstatkvæða verið að aukast á undanförnum árum og hefur fjórðungur Bandaríkjamanna greitt atkvæði með þeim hætti í undanförnum þremur alríkiskosningum Bandaríkjanna. Þá fara kosningar að mestu fram með póstatkvæðum í fimm ríkjum, Colorado, Hawaii, Oregon, Utah og Washington, og hafa gert um árabil. Trump hefur lengi haldið því fram að umfangsmikil kosningasvindl sé fylgifiskur póstatkvæða. Hann hefur aldrei fært sannanir fyrir því og sérfræðingar segja það rangt. Read my letter to Members here: https://t.co/FcVJRo2nTm— Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) August 17, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. 16. ágúst 2020 23:07 Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. 4. ágúst 2020 10:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. Tilefnið er viðleitni ríkisstjórnar Donald Trump til að grafa undan Póstinum í aðdraganda forsetakosninga í nóvember, þar sem búist er við að milljónir muni greiða atkvæði í pósti. Louis DeJoy, nýr yfirmaður Póstsins, hefur þegar skorið niður og gert miklar breytingar sem taldar eru muna koma niður á getu stofnunarinnar til að bregðast við kosningunum. Breytingarnar hafa þegar leitt til tafa á þjónustu Póstsins. Sjá einnig: Póstmálastofnunin segir atkvæði ekki munu skila sér í tæka tíð Í bréfi sem hún sendi þingmönnum í gær skrifaði Pelosi að á tímum faraldurs nýju kórónuveirunnar væri Pósturinn mjög mikilvægur vegna kosninganna. Líf og lýðræði Bandaríkjanna væri í húfi vegna aðgerða forsetans. Búist er við að þingmenn muni koma saman aftur um næstu helgi og greiða atkvæði á laugardaginn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Frumvarpinu sem um ræðir er ætlað að koma í veg fyrir að Trump geti gert breytingar á Póstinum og þingmenn Demókrataflokksins hafa þegar krafist þess að DeJoy mæti á nefndarfund þann 27. ágúst og svari spurningum þingmanna. Háttsettir stjórnmálamenn í mörgum ríkjum Bandaríkjanna vinna nú hörðum höndum að því að gera kjósendum auðveldara að senda atkvæði sín í pósti til að reyna að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Heilt yfir hefur notkun póstatkvæða verið að aukast á undanförnum árum og hefur fjórðungur Bandaríkjamanna greitt atkvæði með þeim hætti í undanförnum þremur alríkiskosningum Bandaríkjanna. Þá fara kosningar að mestu fram með póstatkvæðum í fimm ríkjum, Colorado, Hawaii, Oregon, Utah og Washington, og hafa gert um árabil. Trump hefur lengi haldið því fram að umfangsmikil kosningasvindl sé fylgifiskur póstatkvæða. Hann hefur aldrei fært sannanir fyrir því og sérfræðingar segja það rangt. Read my letter to Members here: https://t.co/FcVJRo2nTm— Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) August 17, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. 16. ágúst 2020 23:07 Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. 4. ágúst 2020 10:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. 16. ágúst 2020 23:07
Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. 4. ágúst 2020 10:30