Vill enn fá milljarða til að reisa múr Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2020 22:30 Sem forsetaframbjóðandi hét Trump því að útrýma fjárlagahalla Bandaríkjanna á tveimur kjörtímabilum sínum og borga allar skuldir Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun fara fram á að þingið veiti honum milljarða dala til byggingar múrs á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. Fjárlagahalli Bandaríkjanna hefur aukist til muna á undanförnum árum og þykir líklegt að sú þróun haldi áfram. Þetta kemur fram í fjárlagatillögum Hvíta hússins sem verða líklegast birtar á morgun. Fjárlagatillögur Hvíta hússins eru að miklu leyti táknrænar og þingið er að engu leyti bundið af þeim. Þær þykja þó til marks um áherslur Trump varðandi annað kjörtímabil hans, nái hann kjöri í nóvember. Fyrir ári síðan fór Trump fram á meira en fimm milljarða dala til að reisa múrinn og leiddu deilur vegna þessa til þess að rekstur alríkisins var stöðvaður í fimm vikur. Síðan þá hefur Trump notast við fé sem þingið veitti til uppbyggingu hernaðarmannvirkja í að skipta út gömlum tálmum á landamærunum fyrir nýjan múr. Árið 2018 fór Trump fram á 18 milljarða dala. Þá er vert að taka fram að enn sem komið er hefur Mexíkó ekki tekið þátt í kostnaði við byggingu múrsins, eins og Trump lofaði ítrekað. Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðingu Athygli vekur að miðað við fyrstu upplýsingarnar um fjárlagatillögurnar ætlar ríkisstjórn Trump ekki að gera tilraun til að ná tökum á fjárlagahalla Bandaríkjanna, þrátt fyrir tiltölulega góða efnahagsstöðu, fyrr en árið 2035, löngu eftir að Trump fer úr Hvíta húsinu þó hann fái annað kjörtímabil. Í fyrstu fjárlagatillögu Trump stóð að fjárlagahallinn yrði um 456 milljarðar árið 2021. Spár gera nú ráð fyrir að hallinn verði rúmlega tvöfalt meiri en það. Sem forsetaframbjóðandi hét Trump því að útrýma fjárlagahalla Bandaríkjanna á tveimur kjörtímabilum sínum og borga allar skuldir Bandaríkjanna. Samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar innihalda tillögur Trump margar hæpnar forsendur um hagvöxt og niðurskurði. Til marks um það segir að margar af tillögunum muni „borga sig sjálfar“. Það sagði ríkisstjórn Trump einnig um umdeilda skattalækkun hans árið 2017. Hún átti að borga fyrir sig sjálf en sérfræðingar segja hana eiga stóran þátt í auknum halla á rekstri ríkisins. Staðan virðist sú að lítill pólitískur vilji sé til staðar í Washington DC til að takast á við þennan halla. Hvorki meðal Repúblikana, sem lögðu mikla áherslu á að draga úr honum á meðan Barack Obama var forseti, né Demókrata. Helstu forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins styðja margir hverjir mjög kostnaðarsamar aðgerðir varðandi heilbrigðiskerfi ríkisins og loftslagsbreytingar af mannavöldum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun fara fram á að þingið veiti honum milljarða dala til byggingar múrs á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. Fjárlagahalli Bandaríkjanna hefur aukist til muna á undanförnum árum og þykir líklegt að sú þróun haldi áfram. Þetta kemur fram í fjárlagatillögum Hvíta hússins sem verða líklegast birtar á morgun. Fjárlagatillögur Hvíta hússins eru að miklu leyti táknrænar og þingið er að engu leyti bundið af þeim. Þær þykja þó til marks um áherslur Trump varðandi annað kjörtímabil hans, nái hann kjöri í nóvember. Fyrir ári síðan fór Trump fram á meira en fimm milljarða dala til að reisa múrinn og leiddu deilur vegna þessa til þess að rekstur alríkisins var stöðvaður í fimm vikur. Síðan þá hefur Trump notast við fé sem þingið veitti til uppbyggingu hernaðarmannvirkja í að skipta út gömlum tálmum á landamærunum fyrir nýjan múr. Árið 2018 fór Trump fram á 18 milljarða dala. Þá er vert að taka fram að enn sem komið er hefur Mexíkó ekki tekið þátt í kostnaði við byggingu múrsins, eins og Trump lofaði ítrekað. Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðingu Athygli vekur að miðað við fyrstu upplýsingarnar um fjárlagatillögurnar ætlar ríkisstjórn Trump ekki að gera tilraun til að ná tökum á fjárlagahalla Bandaríkjanna, þrátt fyrir tiltölulega góða efnahagsstöðu, fyrr en árið 2035, löngu eftir að Trump fer úr Hvíta húsinu þó hann fái annað kjörtímabil. Í fyrstu fjárlagatillögu Trump stóð að fjárlagahallinn yrði um 456 milljarðar árið 2021. Spár gera nú ráð fyrir að hallinn verði rúmlega tvöfalt meiri en það. Sem forsetaframbjóðandi hét Trump því að útrýma fjárlagahalla Bandaríkjanna á tveimur kjörtímabilum sínum og borga allar skuldir Bandaríkjanna. Samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar innihalda tillögur Trump margar hæpnar forsendur um hagvöxt og niðurskurði. Til marks um það segir að margar af tillögunum muni „borga sig sjálfar“. Það sagði ríkisstjórn Trump einnig um umdeilda skattalækkun hans árið 2017. Hún átti að borga fyrir sig sjálf en sérfræðingar segja hana eiga stóran þátt í auknum halla á rekstri ríkisins. Staðan virðist sú að lítill pólitískur vilji sé til staðar í Washington DC til að takast á við þennan halla. Hvorki meðal Repúblikana, sem lögðu mikla áherslu á að draga úr honum á meðan Barack Obama var forseti, né Demókrata. Helstu forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins styðja margir hverjir mjög kostnaðarsamar aðgerðir varðandi heilbrigðiskerfi ríkisins og loftslagsbreytingar af mannavöldum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira