Reyndi að bana lögregluþjónum í tveimur mismunandi árásum Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2020 17:54 Árásarmaðurinn á langan sakaferil að baki. AP/NYPD Maður gekk inn á lögreglustöð í New York í dag og hóf þar skothríð. Nokkrum klukkustundum áður hafði hann sömuleiðis skotið á lögregluþjóna þar sem hann sat fyrir þeim annars staðar í borginni. Tveir lögregluþjónar særðust í árásunum, einn í hvort skipti, en báðir munu ná sér að fullu. Árásarmaðurinn var handtekinn en hann gafst upp eftir að hann hafði skotið öllum skotum sínum. Dermot Shea, yfirmaður lögreglunnar, sagði á blaðamannafundi í dag að maðurinn, sem Shea kallaði heigul, hefði reynt að ráða lögregluþjóna af dögum. Árásarmaðurinn hefur ekki verið nafngreindur en hann á langan sakaferil að baki. Honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn árið 2017 eftir að hann var dæmdur fyrir morðtilraun. The coward from this morning’s shooting was quickly taken into custody. We are confident he’s responsible for last night’s shooting, as well. Below is a picture of the firearm recovered & believed to have been used in these attacks. The investigation is active & ongoing. pic.twitter.com/aCscRwDC2P— Commissioner Shea (@NYPDShea) February 9, 2020 Bill de Blasio, borgarstjóri New York, sló á svipaða strengi og Shea á blaðamannafundinum í dag og sagði að árásarmaðurinn hafi reynt að ráða lögregluþjóna af dögum. Shea sagði að í fyrri árásinni hefði maðurinn gengið upp að tveimur lögregluþjónum þar sem þeir sátu í bíl. Hann hefði spurt þá til vegar og svo dregið upp byssu og skotið inn í bílinn. Hann særði lögregluþjóninn sem sat við stýrið á hálsi. Shea sagði það mikla lukku að hann hefði ekki hæft slagæðar í hálsi lögregluþjónsins. Þeir svöruðu skothríðinni ekki og þess í stað keyrði hinn lögregluþjónninn rakleiðis á næsta sjúkrahús. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tísti um árásirnar í dag. Hann notaði tækifærið til að skjóta á ríkisstjóra og borgarstjóra New York, sem eru báðir Demókratar. I grew up in New York City and, over many years, got to watch how GREAT NYC’s “Finest” are. Now, because of weak leadership at Governor & Mayor, stand away (water thrown at them) regulations, and lack of support, our wonderful NYC police are under assault. Stop this now!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 9, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Maður gekk inn á lögreglustöð í New York í dag og hóf þar skothríð. Nokkrum klukkustundum áður hafði hann sömuleiðis skotið á lögregluþjóna þar sem hann sat fyrir þeim annars staðar í borginni. Tveir lögregluþjónar særðust í árásunum, einn í hvort skipti, en báðir munu ná sér að fullu. Árásarmaðurinn var handtekinn en hann gafst upp eftir að hann hafði skotið öllum skotum sínum. Dermot Shea, yfirmaður lögreglunnar, sagði á blaðamannafundi í dag að maðurinn, sem Shea kallaði heigul, hefði reynt að ráða lögregluþjóna af dögum. Árásarmaðurinn hefur ekki verið nafngreindur en hann á langan sakaferil að baki. Honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn árið 2017 eftir að hann var dæmdur fyrir morðtilraun. The coward from this morning’s shooting was quickly taken into custody. We are confident he’s responsible for last night’s shooting, as well. Below is a picture of the firearm recovered & believed to have been used in these attacks. The investigation is active & ongoing. pic.twitter.com/aCscRwDC2P— Commissioner Shea (@NYPDShea) February 9, 2020 Bill de Blasio, borgarstjóri New York, sló á svipaða strengi og Shea á blaðamannafundinum í dag og sagði að árásarmaðurinn hafi reynt að ráða lögregluþjóna af dögum. Shea sagði að í fyrri árásinni hefði maðurinn gengið upp að tveimur lögregluþjónum þar sem þeir sátu í bíl. Hann hefði spurt þá til vegar og svo dregið upp byssu og skotið inn í bílinn. Hann særði lögregluþjóninn sem sat við stýrið á hálsi. Shea sagði það mikla lukku að hann hefði ekki hæft slagæðar í hálsi lögregluþjónsins. Þeir svöruðu skothríðinni ekki og þess í stað keyrði hinn lögregluþjónninn rakleiðis á næsta sjúkrahús. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tísti um árásirnar í dag. Hann notaði tækifærið til að skjóta á ríkisstjóra og borgarstjóra New York, sem eru báðir Demókratar. I grew up in New York City and, over many years, got to watch how GREAT NYC’s “Finest” are. Now, because of weak leadership at Governor & Mayor, stand away (water thrown at them) regulations, and lack of support, our wonderful NYC police are under assault. Stop this now!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 9, 2020
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira