Finni Frey Stefánssyni tókst ekki að vinna þriðja bikarmeistaratitilinn í þjálfaraferlinum í dag.
Strákarnir hans í Horsens töpuðu þá fyrir Bakken Bears, 80-90, í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar í körfubolta.
Bakken Bears var sterkari aðilinn í leiknum og var lengst af með frumkvæðið.
Finnur gerði KR að bikarmeisturum 2016 og 2017. Liðið komst einnig í bikarúrslit 2015 og 2018. Hann tók við Horsens fyrir þetta tímabil.
Horsens er í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 30 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Randers.
Finnur Freyr náði ekki í þriðja bikarmeistaratitilinn
