Taílenskur hermaður gengur berserksgang í Nakhon Ratchasima Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2020 12:24 Borgin Korat er norðaustur af Bangkok. getty/Ben Davies Minnst tuttugu hafa verið skotnir til bana og margir til viðbótar særðir af taílenskum hermanni sem gengið hefur berserksgang í borginni Nakhon Ratchasima, einnig þekkt sem Korat. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði í samtali við fréttastofu BBC í Taílandi að Jakraphanth Thomma, lágt settur hermaður, hafi ráðist á yfirmann sinn áður en hann stal byssu og skotfærum frá herstöð. VIDEO: Heavy gunfire can be heard in footage from the scene at the shopping mall in Nakhon Ratchasima. At least 12 are reportedly dead. - @SanuiTnn24pic.twitter.com/NjAgLPdGgj— Conflict News (@Conflicts) February 8, 2020 Hann hóf þá skothríð á Búddahof og verslunarmiðstöð í borginni, sem er norðaustur af Bangkok, höfuðborg landsins. Maðurinn gengur enn laus og hefur enn ekki lagt niður vopn. Fréttamyndir frá svæðinu sýna hinn grunaða fara út úr Humvee jeppa fyrir framan verslunarmiðstöðina Terminal 21 í Muang hverfi og skjóta á fólk á flótta undan honum. Annað myndefni sýnir logandi eld fyrir framan bygginguna og hefur það verið útskýrt þannig að gaskútur hafi sprungið þegar skotið var á hann. ล่าสุดมีรายงานว่ายอดคนเสียชีวิต 20 ราย ขณะตำรวจชั้นผู้ใหญ่บินด่วนลงพื้นที่แล้ว #กราดยิงโคราชpic.twitter.com/UdxdNTd0CL— AMM_RATTANAKORN (@Ammnakarach) February 8, 2020 Yfirvöld eru enn að loka verslunarmiðstöðina af og leita nú hins grunaða, sem er sagður vera inni í byggingunni. Lögreglan hefur gefið út viðvörun og biður fólk um að halda sig heima. Fréttastofa Bangkok Post greindi frá því að hinn grunaði, sem sagður er vera 32 ára gamall, hafi tekið gísl í verslunarmiðstöðinni en það hefur ekki verið staðfest opinberlega. Heyrst hefur í byssuskotum innan úr byggingunni. Enn er ekki vitað hvað hinum grunaða gengur til. Á meðan á árásinni hefur staðið hefur hinn grunaði birt nokkrar færslur á samfélagsmiðlum sínum, þar á meðal spurði hann á Facebook hvort hann ætti að gefa sig fram við lögreglu og leggja niður vopn. Áður hafði hann birt mynd af skammbyssu og þremur skothylkjum og skrifaði með myndinni: „Kominn tími til að verða spennt“ (e. It is time to get excited). Búið er að taka Facebook síðu hans niður. CCTV footage released by media showing how this man is really really dangerous. My prayers go all to the victim who still trap inside the mall.#กราดยิงโคราชpic.twitter.com/5jfcwDCWTg— Arcane⁷ (@littlestar__97) February 8, 2020 Bangkok Post sagði að yfirmaðurinn sem hinn grunaði hafi byrjað á að skjóta hafi verið Anantharot Krasae, ofursti í hernum, og að annar hermaður og 63 ára gömul kona hafi einnig verið skotin til bana í herstöðinni. Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra landsins, er að fylgjast með nýjustu vendingum og hefur sent fjölskyldum hinna myrtu samúðarkveðjur. Heilbrigðismálaráðherra hefur sent út ákall til fólks að gefa blóð á sjúkrahúsum í grenndinni. Fréttin var uppfærð kl. 15:50. Taíland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Minnst tuttugu hafa verið skotnir til bana og margir til viðbótar særðir af taílenskum hermanni sem gengið hefur berserksgang í borginni Nakhon Ratchasima, einnig þekkt sem Korat. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði í samtali við fréttastofu BBC í Taílandi að Jakraphanth Thomma, lágt settur hermaður, hafi ráðist á yfirmann sinn áður en hann stal byssu og skotfærum frá herstöð. VIDEO: Heavy gunfire can be heard in footage from the scene at the shopping mall in Nakhon Ratchasima. At least 12 are reportedly dead. - @SanuiTnn24pic.twitter.com/NjAgLPdGgj— Conflict News (@Conflicts) February 8, 2020 Hann hóf þá skothríð á Búddahof og verslunarmiðstöð í borginni, sem er norðaustur af Bangkok, höfuðborg landsins. Maðurinn gengur enn laus og hefur enn ekki lagt niður vopn. Fréttamyndir frá svæðinu sýna hinn grunaða fara út úr Humvee jeppa fyrir framan verslunarmiðstöðina Terminal 21 í Muang hverfi og skjóta á fólk á flótta undan honum. Annað myndefni sýnir logandi eld fyrir framan bygginguna og hefur það verið útskýrt þannig að gaskútur hafi sprungið þegar skotið var á hann. ล่าสุดมีรายงานว่ายอดคนเสียชีวิต 20 ราย ขณะตำรวจชั้นผู้ใหญ่บินด่วนลงพื้นที่แล้ว #กราดยิงโคราชpic.twitter.com/UdxdNTd0CL— AMM_RATTANAKORN (@Ammnakarach) February 8, 2020 Yfirvöld eru enn að loka verslunarmiðstöðina af og leita nú hins grunaða, sem er sagður vera inni í byggingunni. Lögreglan hefur gefið út viðvörun og biður fólk um að halda sig heima. Fréttastofa Bangkok Post greindi frá því að hinn grunaði, sem sagður er vera 32 ára gamall, hafi tekið gísl í verslunarmiðstöðinni en það hefur ekki verið staðfest opinberlega. Heyrst hefur í byssuskotum innan úr byggingunni. Enn er ekki vitað hvað hinum grunaða gengur til. Á meðan á árásinni hefur staðið hefur hinn grunaði birt nokkrar færslur á samfélagsmiðlum sínum, þar á meðal spurði hann á Facebook hvort hann ætti að gefa sig fram við lögreglu og leggja niður vopn. Áður hafði hann birt mynd af skammbyssu og þremur skothylkjum og skrifaði með myndinni: „Kominn tími til að verða spennt“ (e. It is time to get excited). Búið er að taka Facebook síðu hans niður. CCTV footage released by media showing how this man is really really dangerous. My prayers go all to the victim who still trap inside the mall.#กราดยิงโคราชpic.twitter.com/5jfcwDCWTg— Arcane⁷ (@littlestar__97) February 8, 2020 Bangkok Post sagði að yfirmaðurinn sem hinn grunaði hafi byrjað á að skjóta hafi verið Anantharot Krasae, ofursti í hernum, og að annar hermaður og 63 ára gömul kona hafi einnig verið skotin til bana í herstöðinni. Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra landsins, er að fylgjast með nýjustu vendingum og hefur sent fjölskyldum hinna myrtu samúðarkveðjur. Heilbrigðismálaráðherra hefur sent út ákall til fólks að gefa blóð á sjúkrahúsum í grenndinni. Fréttin var uppfærð kl. 15:50.
Taíland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira