Aldur vélarinnar hafi ekki verið örlagavaldur Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. febrúar 2020 12:30 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. vísir/vilhelm Óhapp gærdagsins ætti ekki að hafa teljandi áhrif á flugáætlun Icelandair að sögn forstjóra félagsins. Þrátt fyrir að aldur vélarinnar fylli tvo tugi ætlar hann að aldurinn hafi ekki örlagavaldur. Vélin hvílir enn á flugbrautinni en gert er ráð fyrir að hún verði flutt um helgina.Boeing 757 flugvél Icelandair TF-FIA hlekktist á við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær. Hjólabúnaður vélarinnar brotnaði sem varð til þess að hún lagðist á annan hreyfilinn. Engan sakaði líkamlega og var farþegum boðin áfallahjálp.Vélin flýgur þó ekki langt á næstunni. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segist þó ekki vænta þess að það setja flugáætlun félagsins úr skorðum. „Miðað við óbreyttar aðstæður mun leiðarkerfið í raun vera með eðlilegum hætti þrátt fyrir að þessi vél verði ekki notuð á næstu vikum“ segir Bogi. TF-FIA var smíðuð um aldamótin og verður því tvítug í ár. Bogi ætlar hins vegar að aldur vélarinnar hafi ekki verið örlagavaldur í gær, 757 vélarinnar séu byggðar til að endast lengur „Miðað við þær upplýsingar sem við höfum var það lendingarbúnaður sem gaf sig skömmu eftir lendingu. Í ölllum flugvélum er skipt um lendingarbúnað á nokkurra ára fresti. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum hefur atvikið ekkert með aldur vélarinnar að segja,“ segir Bogi. Þrátt fyrir að vélin liggi ennþá á flugbrautinni hefur hún ekki haft nein áhrif á áætlunarflug um völlinn samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Önnur flugbraut sé opin. Vettvangsrannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa stendur enn yfir, sem verður ekki utandyra til frambúðar. „Vélin verður væntanlega flutt inn í flugskýli um helgina. Þar mun rannsóknarnefndin rannsaka vélina,“segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52 „Lykilatriði að enginn slasaðist“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fyrir öllu að engin slys hafi orðið á fólki þegar lendingarbúnaður flugvélar félagsins brotnaði skömmu eftir lendingu. 7. febrúar 2020 18:57 Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira
Óhapp gærdagsins ætti ekki að hafa teljandi áhrif á flugáætlun Icelandair að sögn forstjóra félagsins. Þrátt fyrir að aldur vélarinnar fylli tvo tugi ætlar hann að aldurinn hafi ekki örlagavaldur. Vélin hvílir enn á flugbrautinni en gert er ráð fyrir að hún verði flutt um helgina.Boeing 757 flugvél Icelandair TF-FIA hlekktist á við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær. Hjólabúnaður vélarinnar brotnaði sem varð til þess að hún lagðist á annan hreyfilinn. Engan sakaði líkamlega og var farþegum boðin áfallahjálp.Vélin flýgur þó ekki langt á næstunni. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segist þó ekki vænta þess að það setja flugáætlun félagsins úr skorðum. „Miðað við óbreyttar aðstæður mun leiðarkerfið í raun vera með eðlilegum hætti þrátt fyrir að þessi vél verði ekki notuð á næstu vikum“ segir Bogi. TF-FIA var smíðuð um aldamótin og verður því tvítug í ár. Bogi ætlar hins vegar að aldur vélarinnar hafi ekki verið örlagavaldur í gær, 757 vélarinnar séu byggðar til að endast lengur „Miðað við þær upplýsingar sem við höfum var það lendingarbúnaður sem gaf sig skömmu eftir lendingu. Í ölllum flugvélum er skipt um lendingarbúnað á nokkurra ára fresti. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum hefur atvikið ekkert með aldur vélarinnar að segja,“ segir Bogi. Þrátt fyrir að vélin liggi ennþá á flugbrautinni hefur hún ekki haft nein áhrif á áætlunarflug um völlinn samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Önnur flugbraut sé opin. Vettvangsrannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa stendur enn yfir, sem verður ekki utandyra til frambúðar. „Vélin verður væntanlega flutt inn í flugskýli um helgina. Þar mun rannsóknarnefndin rannsaka vélina,“segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52 „Lykilatriði að enginn slasaðist“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fyrir öllu að engin slys hafi orðið á fólki þegar lendingarbúnaður flugvélar félagsins brotnaði skömmu eftir lendingu. 7. febrúar 2020 18:57 Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira
Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52
„Lykilatriði að enginn slasaðist“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fyrir öllu að engin slys hafi orðið á fólki þegar lendingarbúnaður flugvélar félagsins brotnaði skömmu eftir lendingu. 7. febrúar 2020 18:57
Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00