Vikið úr starfi sínu í Hvíta húsinu eftir að hafa borið vitni gegn Trump Samúel Karl Ólason og Sylvía Hall skrifa 7. febrúar 2020 22:57 Alexander Vindman, nú fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins og sérfræðingur í málefnum Úkraínu. AP/Andrew Harnik Alexander Vindman, ofursta hjá her Bandaríkjanna, hefur verið vikið úr starfi sínu í Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins og var honum fylgt þaðan út af öryggisvörðum í dag. Vindman er einn þeirra sem báru vitni gegn Donald Trump, forseta í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans. Framburður Vindman féll í grýttan jarðveg hjá hörðustu stuðningsmönnum Trump yst á hægri vængnum og í hægri sinnuðum fjölmiðlum. Efuðust þeir um þjóðrækni Vindman sem særðist þegar hann barðist fyrir Bandaríkin í Íraksstríðinu og var sæmdur heiðursorðu. Trump var sýknaður á miðvikudaginn og hefur síðan þá heitið hefndum. Lögmenn Vindman segja að bróður hans, sem er lögfræðingur hjá Þjóðaröryggisráðinu, hafi einnig verið fylgt úr Hvíta húsinu. Hann var þó ekki vitni gegn Trump. Sjá einnig: Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þess Fyrr í dag sagði Trump við blaðamenn að hann væri ekki ánægður með Alexander Vindman en það væri forsvarsmanna Þjóðaröryggisráðsins að ákveða næstu skref. Nokkrum klukkustundum síðar var forsetinn farinn að deila tístum þar sem kallað var eftir því að Vindmann yrði vikið úr starfi hið snarasta. Hér að neðan má sjá eitt tístanna sem forsetinn deildi. I’d fire him. I listened to his testimony in the SCIF. He’s a leaker, not a whistleblower. Vindman was upset that @realDonaldTrump didn’t follow the script Vindman prepared for the phone call. Current Commander in Chief doesn’t take orders from a Lt. Col.!https://t.co/a9KYrfiVFN— Thomas Massie (@RepThomasMassie) February 7, 2020 Vindman var sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins í málefnum Úkraínu og bar vitni fyrir þremur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsökuðu möguleg embættisbrot Trump og tilraunir hans til að knýja úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka pólitískan andstæðing. Einn lögmanna Vindman segir þetta skýrar pólitískar hefndaraðgerðir. Það leiki enginn vafi á því hvers vegna hann hefði misst starf sitt. „Sannleikurinn hefur kostað Alexander Vindman starf hans, starfsferil og einkalíf,“ sagði lögmaðurinn David Pressman í yfirlýsingu. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótar vitni og vill láta afhjúpa uppljóstrara Bandaríkjaforseti boðar að hann láti birta upplýsingar um starfsmann hans eigins þjóðaröryggisráðs sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump. 4. nóvember 2019 14:45 Skipað að þegja um áhyggjur sínar af símtali Trump og Zelenskíj Lögfræðingur sem reyndi að takmarka aðgang að eftirrit símtalsins skipaði einnig starfsmanni þjóðaröryggisráðsins að halda áhyggjum af símtalinu út af fyrir sig. 1. nóvember 2019 23:45 Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30 Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. 19. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Alexander Vindman, ofursta hjá her Bandaríkjanna, hefur verið vikið úr starfi sínu í Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins og var honum fylgt þaðan út af öryggisvörðum í dag. Vindman er einn þeirra sem báru vitni gegn Donald Trump, forseta í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans. Framburður Vindman féll í grýttan jarðveg hjá hörðustu stuðningsmönnum Trump yst á hægri vængnum og í hægri sinnuðum fjölmiðlum. Efuðust þeir um þjóðrækni Vindman sem særðist þegar hann barðist fyrir Bandaríkin í Íraksstríðinu og var sæmdur heiðursorðu. Trump var sýknaður á miðvikudaginn og hefur síðan þá heitið hefndum. Lögmenn Vindman segja að bróður hans, sem er lögfræðingur hjá Þjóðaröryggisráðinu, hafi einnig verið fylgt úr Hvíta húsinu. Hann var þó ekki vitni gegn Trump. Sjá einnig: Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þess Fyrr í dag sagði Trump við blaðamenn að hann væri ekki ánægður með Alexander Vindman en það væri forsvarsmanna Þjóðaröryggisráðsins að ákveða næstu skref. Nokkrum klukkustundum síðar var forsetinn farinn að deila tístum þar sem kallað var eftir því að Vindmann yrði vikið úr starfi hið snarasta. Hér að neðan má sjá eitt tístanna sem forsetinn deildi. I’d fire him. I listened to his testimony in the SCIF. He’s a leaker, not a whistleblower. Vindman was upset that @realDonaldTrump didn’t follow the script Vindman prepared for the phone call. Current Commander in Chief doesn’t take orders from a Lt. Col.!https://t.co/a9KYrfiVFN— Thomas Massie (@RepThomasMassie) February 7, 2020 Vindman var sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins í málefnum Úkraínu og bar vitni fyrir þremur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsökuðu möguleg embættisbrot Trump og tilraunir hans til að knýja úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka pólitískan andstæðing. Einn lögmanna Vindman segir þetta skýrar pólitískar hefndaraðgerðir. Það leiki enginn vafi á því hvers vegna hann hefði misst starf sitt. „Sannleikurinn hefur kostað Alexander Vindman starf hans, starfsferil og einkalíf,“ sagði lögmaðurinn David Pressman í yfirlýsingu.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótar vitni og vill láta afhjúpa uppljóstrara Bandaríkjaforseti boðar að hann láti birta upplýsingar um starfsmann hans eigins þjóðaröryggisráðs sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump. 4. nóvember 2019 14:45 Skipað að þegja um áhyggjur sínar af símtali Trump og Zelenskíj Lögfræðingur sem reyndi að takmarka aðgang að eftirrit símtalsins skipaði einnig starfsmanni þjóðaröryggisráðsins að halda áhyggjum af símtalinu út af fyrir sig. 1. nóvember 2019 23:45 Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30 Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. 19. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Trump hótar vitni og vill láta afhjúpa uppljóstrara Bandaríkjaforseti boðar að hann láti birta upplýsingar um starfsmann hans eigins þjóðaröryggisráðs sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump. 4. nóvember 2019 14:45
Skipað að þegja um áhyggjur sínar af símtali Trump og Zelenskíj Lögfræðingur sem reyndi að takmarka aðgang að eftirrit símtalsins skipaði einnig starfsmanni þjóðaröryggisráðsins að halda áhyggjum af símtalinu út af fyrir sig. 1. nóvember 2019 23:45
Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30
Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. 19. nóvember 2019 15:30