Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 7. febrúar 2020 15:52 Mynd tekin innan úr vélinni eftir lendingu rétt fyrir klukkan fjögur. Matthildur Sigurðardóttir Boeing 757-vél Icelandair með 160 farþega og sex áhafnarmeðlimi innanborðs sem lenti klukkan 15:34 á Keflavíkurflugvelli í dag hlekktist á eftir lendingu. Rauðu hættustigi var lýst yfir á flugvellinum klukkan 15:45 þegar tilkynnt var um brotinn hjólabúnað á vélinni sem kom til Íslands frá Berlín. Engin slys urðu á fólki samkvæmt tilkynningu Icelandair. Einn farþeganna lýsti því við fréttastofu skömmu eftir lendingu hvernig annar hreyfill vélarinnar snerti flugbrautina en það má sömuleiðis sjá af myndunum sem fylgja fréttinni. Í myndbandinu fyrir neðan má heyra flugstjórann í vélinni tjá farþegum um möguleikann á áfallahjálp eða læknisaðstoð. Þá mynduðust eldglæringar við atvikið en eins og venja er í svona aðstæðum var vélin umsvifalaust umkringd slökkvibílum. Eftir því sem Vísir kemst næst varð hins vegar strax ljóst að enginn eldur hafði kviknað. Flugstjóri vélarinnar tjáði farþegum vélarinnar að ef einhver þyrfti á áfallahjálp eða læknisaðstoð að halda ætti að láta vita. Viðbragðs- og áfallateymi hafa jafnframt verið virkjuð að því er segir í tilkynningu Icelandair. Þá er unnið að því að koma farþegum frá borði. „Haft hefur verið samband við Rannsóknarnefnd Samgönguslysa. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu en við munum senda frá okkur frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir,“ segir í tilkynningu flugfélagsins sem sjá má í heild sinni hér neðar í fréttinni. Eins og sjá má á myndinni snertir annar hreyfillinn flugbrautina.@leverflyer á IG Mikill vindur er á Keflavíkurflugvelli og engir landgangar í notkun. Notast hefur verið við stigabíla og rútur og hefur það gengið vel að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Tilkynning Icelandair vegna málsins: „Flugvél Icelandair frá Berlín sem lenti klukkan 15:34 í Keflavík hlekktist á eftir lendingu. Engin slys urðu á fólki og unnið er að því að koma farþegum frá borði. Viðbragðs- og áfallateymi hafa verið virkjuð. Haft hefur verið samband við Rannsóknarnefnd Samgönguslysa. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu en við munum senda frá okkur frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.“ Fréttin var uppfærð kl. 18:34. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Boeing 757-vél Icelandair með 160 farþega og sex áhafnarmeðlimi innanborðs sem lenti klukkan 15:34 á Keflavíkurflugvelli í dag hlekktist á eftir lendingu. Rauðu hættustigi var lýst yfir á flugvellinum klukkan 15:45 þegar tilkynnt var um brotinn hjólabúnað á vélinni sem kom til Íslands frá Berlín. Engin slys urðu á fólki samkvæmt tilkynningu Icelandair. Einn farþeganna lýsti því við fréttastofu skömmu eftir lendingu hvernig annar hreyfill vélarinnar snerti flugbrautina en það má sömuleiðis sjá af myndunum sem fylgja fréttinni. Í myndbandinu fyrir neðan má heyra flugstjórann í vélinni tjá farþegum um möguleikann á áfallahjálp eða læknisaðstoð. Þá mynduðust eldglæringar við atvikið en eins og venja er í svona aðstæðum var vélin umsvifalaust umkringd slökkvibílum. Eftir því sem Vísir kemst næst varð hins vegar strax ljóst að enginn eldur hafði kviknað. Flugstjóri vélarinnar tjáði farþegum vélarinnar að ef einhver þyrfti á áfallahjálp eða læknisaðstoð að halda ætti að láta vita. Viðbragðs- og áfallateymi hafa jafnframt verið virkjuð að því er segir í tilkynningu Icelandair. Þá er unnið að því að koma farþegum frá borði. „Haft hefur verið samband við Rannsóknarnefnd Samgönguslysa. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu en við munum senda frá okkur frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir,“ segir í tilkynningu flugfélagsins sem sjá má í heild sinni hér neðar í fréttinni. Eins og sjá má á myndinni snertir annar hreyfillinn flugbrautina.@leverflyer á IG Mikill vindur er á Keflavíkurflugvelli og engir landgangar í notkun. Notast hefur verið við stigabíla og rútur og hefur það gengið vel að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Tilkynning Icelandair vegna málsins: „Flugvél Icelandair frá Berlín sem lenti klukkan 15:34 í Keflavík hlekktist á eftir lendingu. Engin slys urðu á fólki og unnið er að því að koma farþegum frá borði. Viðbragðs- og áfallateymi hafa verið virkjuð. Haft hefur verið samband við Rannsóknarnefnd Samgönguslysa. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu en við munum senda frá okkur frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.“ Fréttin var uppfærð kl. 18:34.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira