Leikmenn Liverpool munu deila myndarlegum bónus standi liðið uppi sem sigurvegari í ensku úrvalsdeildinni.
Daily Mail greinir frá þessu á vef sínum í gærkvöldi en talið er að leikmennirnir muni deila fjórum milljónum punda.
Jurgen Klopp og lærisveinar eru með 22 stiga forystu er einungis 25 leikir eru búnir og bendir allt til þess að 30 ára bið liðsins sé á enda á Englandi.
Liverpool stars set for bumper £4m bonus if they go on to lift Premier League title this season | @MattHughesDMhttps://t.co/PhsQ5hgzfm#LFC
— MailOnline Sport (@MailSport) February 6, 2020
Allir leikmenn liðsins sem hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni munu fá hluta af kökunni en þeir sem hafa spilað mest, fá mest.
Talið er að stjörnur liðsins munu fá um 150 þúsund pund fyrir sigurinn, fyrir utan alla þá bónusa sem þeir hafa fengið fyrir alla sigurleikina á leiktíðinni.
Það eru ekki bara leikmennirnir sem munu fá salt í grautinn heldur fær stjórinn, Jurgen Klopp, einnig veglega greiðslu.
Leikmenn Liverpool deildu sjö milljónum punda fyrir að vinna Meistaradeildina á síðustu leiktíð.
@MoSalah's injury-time clincher against @ManUtd has won our Goal of the Month award for January pic.twitter.com/L4exP2NH6d
— Liverpool FC (@LFC) February 7, 2020