Alba Berlín tapaði í kvöld fyrir Real Madrid með sex stiga mun, 103-97, er liðin mættust í Euroleague en leikið var fyrir framan tíu þúsund áhorfendur í Berlín.
Real byrjaði af rosalegum krafti og skoraði 41 stig í fyrsta leikhlutanum gegn einungis 25 stigum heimamanna en Martin og félagar bitu heldur betur frá sér í öðrum leikhluta.
Real skoraði einungis níu stig í öðrum leikhltanum gegn 35 stigum heimamanna og Berlínarliðið leiddi þar af leiðandi í hálfleik, 60-50.
@RMBaloncesto, Turkish Airlines #EuroLeague'in 24. haftasında konuk olduğu @albaberlin'i 103-97 mağlup ederek 18. galibiyetini aldı. #GameON
— Yarısaha Basket (@YarisahaBasket) February 6, 2020
Rokas Giedraitis 17, Marcus Eriksson 12, Martin Hermannsson 10
Anthony Randolph 27, Jaycee Carroll 27, Jeffery Taylor 13 pic.twitter.com/WmJ3j5pxVT
Slæmur þriðji leikhluti fór þó með leikinn hjá Alba en þeir töpuðu þriðja leikhlutanum 29-11. Lokatölur urðu svo 103-97.
Martin Hermannsson skoraði tíu stig fyrir Alba auk þess að gefa þrjár stoðsendingar.
Alba er í 16. sæti deildarinnar en Real Madrid er í 2. sætinu.