Alfreð Gíslason nýr landsliðsþjálfari Þýskalands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 15:54 Alfreð Gíslson fagnar titli með Kiel Getty/Martin Rose Alfreð Gíslson var í dag tilkynntur sem nýr þjálfari þýska landsliðsins í handbolta en hann mun taka við starfinu 9. mars næstkomandi. Fyrsti landsleikur Þjóðverjar undir stjórn Alfreðs verður „Íslendingaslagur“ en Þjóðverjar mæta þá Hollandi 13. mars. Erlingur Richardsson er þjálfari Hollendinga. Alfreð Gíslason hætti með Kiel síðasta vor eftir ellefu ára starf. Hann hafði þjálfað í þýsku deildinni samfellt frá árinu 1997. +++ Breaking News +++ Trainer-Wechsel beim DHB: Alfred Gislason ist neuer Bundestrainer der Männer-Nationalmannschaft. Alle Infos ⤵ #aufgehtsDHB#Handballhttps://t.co/1ORxJbqe53— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) February 6, 2020 Fyrsta stóra verkefni Alfreðs með þýska landsliðið verður að koma þýska landsliðinu á Ólympíuleikana í Tókýó. Þýskaland er í riðli með Svíþjóð, Slóveníu og Alsír í umspilinu og tvær þjóðir komast áfram. Umspilið fer fram frá 17. til 19. apríl og ferill riðill Þjóðverja fram í Berlín. Þetta verður annað landsliðsþjálfarastarf Alfreðs á þjálfaraferlinum en hann stýrði íslenska landsliðinu frá 2006 til 2008. Samningur Alfreðs er til tveggja ára eða fram yfir Evrópumótið í Ungverjalandi og Slóvakíu í ársbyrjun 2022. Alfreð er einn sigursælasti þjálfari í sögu þýsku deildarinnar. Hann vann þýska titilinn sjö sinnum með Kiel (6) og Magdeburg (1) og þýsku bikarkeppnina sex sinnum þar af á síðasta tímabili sínu með Kiel. Alfreð vann einnig Meistaradeildina þrisvar sinnum, árið 2002 með Magdeburg og árin 2010 og 2012 með Kiel. Alfreð Gíslason er annar Íslendingurinn sem þjálfar þýska landsliðið því Dagur Sigurðsson þjálfaði það frá 15. september 2014 til 31. janúar 2017. Dagur gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum árið 2016 og liðið vann brons á Ólympíuleikunum sama ár. Alfreð tekur við starfi Christian Prokop sem hefur farið með þýska landsliðið á síðustu þrjú stórmót. Þjóðverjar lentu undir hans stjórn í 9. sæti á EM 2018, í 4. sæti á HM 2019 og nú síðast í 5. sæti á EM 2020 eftir sigur á Portúgal í leiknum um fimmta sætið. Handbolti Íslendingar erlendis Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Þýskaland Þýski handboltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira
Alfreð Gíslson var í dag tilkynntur sem nýr þjálfari þýska landsliðsins í handbolta en hann mun taka við starfinu 9. mars næstkomandi. Fyrsti landsleikur Þjóðverjar undir stjórn Alfreðs verður „Íslendingaslagur“ en Þjóðverjar mæta þá Hollandi 13. mars. Erlingur Richardsson er þjálfari Hollendinga. Alfreð Gíslason hætti með Kiel síðasta vor eftir ellefu ára starf. Hann hafði þjálfað í þýsku deildinni samfellt frá árinu 1997. +++ Breaking News +++ Trainer-Wechsel beim DHB: Alfred Gislason ist neuer Bundestrainer der Männer-Nationalmannschaft. Alle Infos ⤵ #aufgehtsDHB#Handballhttps://t.co/1ORxJbqe53— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) February 6, 2020 Fyrsta stóra verkefni Alfreðs með þýska landsliðið verður að koma þýska landsliðinu á Ólympíuleikana í Tókýó. Þýskaland er í riðli með Svíþjóð, Slóveníu og Alsír í umspilinu og tvær þjóðir komast áfram. Umspilið fer fram frá 17. til 19. apríl og ferill riðill Þjóðverja fram í Berlín. Þetta verður annað landsliðsþjálfarastarf Alfreðs á þjálfaraferlinum en hann stýrði íslenska landsliðinu frá 2006 til 2008. Samningur Alfreðs er til tveggja ára eða fram yfir Evrópumótið í Ungverjalandi og Slóvakíu í ársbyrjun 2022. Alfreð er einn sigursælasti þjálfari í sögu þýsku deildarinnar. Hann vann þýska titilinn sjö sinnum með Kiel (6) og Magdeburg (1) og þýsku bikarkeppnina sex sinnum þar af á síðasta tímabili sínu með Kiel. Alfreð vann einnig Meistaradeildina þrisvar sinnum, árið 2002 með Magdeburg og árin 2010 og 2012 með Kiel. Alfreð Gíslason er annar Íslendingurinn sem þjálfar þýska landsliðið því Dagur Sigurðsson þjálfaði það frá 15. september 2014 til 31. janúar 2017. Dagur gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum árið 2016 og liðið vann brons á Ólympíuleikunum sama ár. Alfreð tekur við starfi Christian Prokop sem hefur farið með þýska landsliðið á síðustu þrjú stórmót. Þjóðverjar lentu undir hans stjórn í 9. sæti á EM 2018, í 4. sæti á HM 2019 og nú síðast í 5. sæti á EM 2020 eftir sigur á Portúgal í leiknum um fimmta sætið.
Handbolti Íslendingar erlendis Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Þýskaland Þýski handboltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira