Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 12:28 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Skýrslubeiðnin var samþykkt með 27 atkvæðum gegn 7, 10 greiddu ekki atkvæði. Fjármála- og efnahagsráðherra segir skýrslubeiðnina vera lýðskrum.Sjá einnig: Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Það eru þingmenn Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar sem kalla eftir skýrslunni en fjölmargir þingmenn kvöddu sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og gagnrýndu beiðnina harðlega og nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins tóku undir efasemdir. Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýndu stjórnarflokkana á móti fyrir að reyna að grafa undan þeim eftirlitstækjum sem stjórnarandstaðan getur beitt, á borð við skýrslubeiðnir. „Þessi skýrslubeiðni er auðvitað ekkert annað heldur en ákveðið lýðskrum sem að fer fram í kjölfarið á alvarlegu máli sem upplýst hefur verið um og er til skoðunar og rannsóknar. Hér er þyrlað upp pólitísku moldviðri útaf ágreiningsefni sem hefur verið um veiðigjöld á Íslandi og því haldið fram að útgerðin skammti sér veiðigjöld eftir því að hún telur að sé hæfilegt hverju sinni,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann þar í orðlag sem notað er í greinargerð með skýrslubeiðninni um að svo virðist sem endurgjald fyrir einkaafnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar hafi verið háð pólitísku mati. Það séu bein tengsl á milli þess sem útgerðirnar telji sig geta greitt, og þess sem meiri hluti á Alþingi hverju sinni telji að þær geti greitt að því er segir í greinargerðinni. „Hér er verið að rugla saman gerólíkum kerfum,“ sagði Bjarni. Tillagan sé langt í frá að vera boðleg og það sé „á engan hátt hægt að styðja hana.“ Flokksbróðir hans Óli Björn Kárason tók í svipaðan streng og sagði að ekki væri aðeins verið að bera saman epli og appelsínur heldur epli og kíví. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði jafnframt eftir því að almennt væru meiri umræður og aðdragandi að skýrslubeiðnum. Almennt er það þannig að beiðninni er dreift á þinginu og svo fer fram atkvæðagreiðsla um hvort skýrslubeiðni skuli samþykkt, án sérstakrar umræðu í þingsal. Afar sjaldgæft er að þingmenn leggist gegn skýrslubeiðnum og alla jafna eru slíkar beiðnir samþykktar. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að svo virtist sem að þingmenn meirihlutans hefðu gjarnan viljað fá að ritstýra skrifum á skýrslubeiðninni. „Þetta er auðvitað eitt tæki minnihlutans til að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu og fullkomlega eðlilegt. Þetta er einföld skýrslubeiðni og fullkomlega eðlilegt að almenningur fái að vita,“ sagði Þorsteinn. Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku í sama streng. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Skýrslubeiðnin var samþykkt með 27 atkvæðum gegn 7, 10 greiddu ekki atkvæði. Fjármála- og efnahagsráðherra segir skýrslubeiðnina vera lýðskrum.Sjá einnig: Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Það eru þingmenn Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar sem kalla eftir skýrslunni en fjölmargir þingmenn kvöddu sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og gagnrýndu beiðnina harðlega og nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins tóku undir efasemdir. Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýndu stjórnarflokkana á móti fyrir að reyna að grafa undan þeim eftirlitstækjum sem stjórnarandstaðan getur beitt, á borð við skýrslubeiðnir. „Þessi skýrslubeiðni er auðvitað ekkert annað heldur en ákveðið lýðskrum sem að fer fram í kjölfarið á alvarlegu máli sem upplýst hefur verið um og er til skoðunar og rannsóknar. Hér er þyrlað upp pólitísku moldviðri útaf ágreiningsefni sem hefur verið um veiðigjöld á Íslandi og því haldið fram að útgerðin skammti sér veiðigjöld eftir því að hún telur að sé hæfilegt hverju sinni,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann þar í orðlag sem notað er í greinargerð með skýrslubeiðninni um að svo virðist sem endurgjald fyrir einkaafnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar hafi verið háð pólitísku mati. Það séu bein tengsl á milli þess sem útgerðirnar telji sig geta greitt, og þess sem meiri hluti á Alþingi hverju sinni telji að þær geti greitt að því er segir í greinargerðinni. „Hér er verið að rugla saman gerólíkum kerfum,“ sagði Bjarni. Tillagan sé langt í frá að vera boðleg og það sé „á engan hátt hægt að styðja hana.“ Flokksbróðir hans Óli Björn Kárason tók í svipaðan streng og sagði að ekki væri aðeins verið að bera saman epli og appelsínur heldur epli og kíví. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði jafnframt eftir því að almennt væru meiri umræður og aðdragandi að skýrslubeiðnum. Almennt er það þannig að beiðninni er dreift á þinginu og svo fer fram atkvæðagreiðsla um hvort skýrslubeiðni skuli samþykkt, án sérstakrar umræðu í þingsal. Afar sjaldgæft er að þingmenn leggist gegn skýrslubeiðnum og alla jafna eru slíkar beiðnir samþykktar. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að svo virtist sem að þingmenn meirihlutans hefðu gjarnan viljað fá að ritstýra skrifum á skýrslubeiðninni. „Þetta er auðvitað eitt tæki minnihlutans til að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu og fullkomlega eðlilegt. Þetta er einföld skýrslubeiðni og fullkomlega eðlilegt að almenningur fái að vita,“ sagði Þorsteinn. Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku í sama streng.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent