Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 10:20 Kjósendur bíða í röð eftir að kjörfundur hefjist í Hoover-framhaldsskólanum í Des Moines í Iowa í gær. AP/Charlie Neibergall Demókrataflokkurinn í Iowa segist búast við því að greint verði frá úrslitum í forvali flokksins þar síðar í dag. Miklar tafir hafa orðið á birtingu úrslita í forvalinu sem fór fram í gær vegna tæknilegra örðugleika í nýju snjallforriti sem var notað til að halda utan um talninguna. Ringulreið hefur ríkt á meðal frambjóðenda og stuðningsmanna þeirra í forvali demókrata vegna tafanna. Fulltrúar flokksins sögðu í gærkvöldi að úrslitin tefðust vegna „misræmis“ í tilkynningum kjörstaða um úrslit. Troy Price, formaður Demókrataflokksins í Iowa, sagði við fréttamenn í nótt að hann byggist við úrslitum þegar búið væri að handtelja gögn um úrslitin „síðar í dag“. Lagði hann áherslu á að tafirnar væru vegna tæknilegra vandamála, ekki vegna þess að brotist hefði verið inn í tölvukerfi. „Þetta tekur lengur en við bjuggumst við. Kerfið er til staðar til að tryggja að við getum greint frá úrslitum með fullri vissu,“ sagði Price og New York Times hefur eftir. Nota myndir, skjöl og tölvukerfi til að telja aftur Forvalið í Iowa er ekki hefðbundin atkvæðagreiðsla heldur safnast kjósendur saman á kjörfundum í íþróttahúsum og samkomusölum þar sem þeir skipta sér í hópa eftir því hvaða frambjóðanda þeir styðja. Auk tölvukerfis sem var notað til að skrásetja úrslitin styðjast fulltrúar flokksins við myndir af úrslitum og skjölum um þau til að staðfesta úrslit. Ellefu frambjóðendur keppast um að hljóta útnefningu sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í forvalinu. Framboð Bernie Sanders, óháðs öldungadeildarþingmanns frá Vermont, og Pete Buttigieg, borgarstjóra frá South Bend í Indiana, birtu eigin tölur um úrslit í gærkvöldi og töldu sig hafa gert vel. Forval Repúblikanaflokksins í Iowa fór einnig fram í gær en þar hafði Donald Trump forseti öruggan sigur. Tveir buðu sig fram gegn honum, þeir Bill Weld, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, og Joe Walsh, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður frá Illinois. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forval demókrata hefst í Iowa Bernie Sanders og Joe Biden mælast með mestan stuðning frambjóðenda í Iowa þar sem val demókrata á forsetaframbjóðanda sínum hefst í dag. 3. febrúar 2020 08:31 Kosningar í Bandaríkjunum: Biden og Bernie þykja sigurstranglegastir Demókratar í Iowa í Bandaríkjunum kjósa um forsetaframbjóðanda flokksins í dag. Nokkuð mjótt er á munum og fyrirkomulag kosninganna óútreiknanlegt. Útlit er því fyrir spennandi kosningar. 3. febrúar 2020 19:00 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Demókrataflokkurinn í Iowa segist búast við því að greint verði frá úrslitum í forvali flokksins þar síðar í dag. Miklar tafir hafa orðið á birtingu úrslita í forvalinu sem fór fram í gær vegna tæknilegra örðugleika í nýju snjallforriti sem var notað til að halda utan um talninguna. Ringulreið hefur ríkt á meðal frambjóðenda og stuðningsmanna þeirra í forvali demókrata vegna tafanna. Fulltrúar flokksins sögðu í gærkvöldi að úrslitin tefðust vegna „misræmis“ í tilkynningum kjörstaða um úrslit. Troy Price, formaður Demókrataflokksins í Iowa, sagði við fréttamenn í nótt að hann byggist við úrslitum þegar búið væri að handtelja gögn um úrslitin „síðar í dag“. Lagði hann áherslu á að tafirnar væru vegna tæknilegra vandamála, ekki vegna þess að brotist hefði verið inn í tölvukerfi. „Þetta tekur lengur en við bjuggumst við. Kerfið er til staðar til að tryggja að við getum greint frá úrslitum með fullri vissu,“ sagði Price og New York Times hefur eftir. Nota myndir, skjöl og tölvukerfi til að telja aftur Forvalið í Iowa er ekki hefðbundin atkvæðagreiðsla heldur safnast kjósendur saman á kjörfundum í íþróttahúsum og samkomusölum þar sem þeir skipta sér í hópa eftir því hvaða frambjóðanda þeir styðja. Auk tölvukerfis sem var notað til að skrásetja úrslitin styðjast fulltrúar flokksins við myndir af úrslitum og skjölum um þau til að staðfesta úrslit. Ellefu frambjóðendur keppast um að hljóta útnefningu sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í forvalinu. Framboð Bernie Sanders, óháðs öldungadeildarþingmanns frá Vermont, og Pete Buttigieg, borgarstjóra frá South Bend í Indiana, birtu eigin tölur um úrslit í gærkvöldi og töldu sig hafa gert vel. Forval Repúblikanaflokksins í Iowa fór einnig fram í gær en þar hafði Donald Trump forseti öruggan sigur. Tveir buðu sig fram gegn honum, þeir Bill Weld, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, og Joe Walsh, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður frá Illinois.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forval demókrata hefst í Iowa Bernie Sanders og Joe Biden mælast með mestan stuðning frambjóðenda í Iowa þar sem val demókrata á forsetaframbjóðanda sínum hefst í dag. 3. febrúar 2020 08:31 Kosningar í Bandaríkjunum: Biden og Bernie þykja sigurstranglegastir Demókratar í Iowa í Bandaríkjunum kjósa um forsetaframbjóðanda flokksins í dag. Nokkuð mjótt er á munum og fyrirkomulag kosninganna óútreiknanlegt. Útlit er því fyrir spennandi kosningar. 3. febrúar 2020 19:00 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Forval demókrata hefst í Iowa Bernie Sanders og Joe Biden mælast með mestan stuðning frambjóðenda í Iowa þar sem val demókrata á forsetaframbjóðanda sínum hefst í dag. 3. febrúar 2020 08:31
Kosningar í Bandaríkjunum: Biden og Bernie þykja sigurstranglegastir Demókratar í Iowa í Bandaríkjunum kjósa um forsetaframbjóðanda flokksins í dag. Nokkuð mjótt er á munum og fyrirkomulag kosninganna óútreiknanlegt. Útlit er því fyrir spennandi kosningar. 3. febrúar 2020 19:00
Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00