Charlie Adam, leikmaður Reading og fyrrum leikmaður Liverpool, segir að hann myndi stilla Kylian Mbappe upp í byrjunarlið Liverpool á kostnað Mohamed Salah.
Adam var gestur Football Daily þáttarins á BBC LIVE 5 Sport í gær þar sem meðal annars var rætt um hvað myndi gerast hjá Liverpool ef Mbappe myndi koma til félagsins.
Frakkinn hefur verið orðaður við félagið og hefur lýst aðdáun sinni á félagin en hann spilar nú með PSG í Frakklandi.
Ian Wright sagði að hann sæi ekki Mbappe fara neitt annað en Liverpool og Chris Sutton kom þá með spurninguna; hver myndi þá detta út úr liðinu?
„Firmino heldur þessu liði saman og er mikilvægur í því sem þeir eru að reyna að gera,“ sagði Adam áður en Ian Wright spurði hann hvort að hann myndi taka Mbappe yfir Salah.
„Já. Ef þeir myndu eyða milljónum í Mbappe myndi hann spila.“
"Would you get Salah out and bring Mbappé in?"
— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) February 4, 2020
@Charlie26Adam said that he would have Mbappé over Salah
Would Mbappé get into this #LFC team?
Football Daily
: https://t.co/hUDfQcoZkH#bbcfootball#MNCpic.twitter.com/24PXT47d1Z
Ian Wright sagði að ef Mbappe myndi koma til Liverpool að þá væri Liverpool orðið eins og Galácticos lið Real Madrid undir forsetastjórn Florentina Perez.
Liverpool mætir Shrewsbury í enska bikarnum í kvöld en Salah verður þá í fríi. PSG leikur hins vegar í franska bikarnum gegn Nantes og líklega verður Mbappe í eldlínunni þar.
Charlie Adma lék með Liverpool tímabilin 2011 og 2012 en hann lék 28 leiki áður en hann færði sig yfir til Stoke. Síðasta sumar gekk hann svo í raðir Reading þar sem hann leikur nú.
SO close to being an incredible team goal pic.twitter.com/vXQmSUb5az
— Liverpool FC (@LFC) February 3, 2020