Anníe Mist og Frederik eiga von á barni Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 07:32 Anníe Mist Þórisdóttir. vísir Crossfit-stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir á von á barni með unnusta sínum, Frederik Aegidius, einnig crossfit-stjörnu. Frá þessu greinir Anníe Mist í færslu á Instagram-reikningi sínum. Þar birtir hún mynd af þeim Frederik hönd í hönd ásamt afar litlum íþróttaskóm. Við myndina skrifar Anníe Mist einfaldlega „5. ágúst“ og ætla má að þar eigi hún við settan dag erfingjans. View this post on Instagram 5th of August @frederikaegidius A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Feb 3, 2020 at 3:05pm PST Katrín Tanja Davíðsdóttir, enn önnur crossfit-stjarnan og besta vinkona Anníear, óskar parinu innilega til hamingju í færslu sem hún birti á Instagram í gær. „Besta vinkona mín er að fara að eignast barn og ég held að hjarta mitt sé að springa!“ skrifar Katrín og bætir við að „KT frænka“ sé tilbúin í slaginn. View this post on Instagram MY BEST FRIEND IS HAVING A BABY & I THINK MY HEART IS EXPLODING AHHHH - Congratulations @anniethorisdottir & @frederikaegidius auntie KT is readyyyyyyyy! xxx A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Feb 3, 2020 at 3:27pm PST Anníe Mist og Frederik hafa verið par um nokkurt skeið. Anníe Mist er einn sigursælasti crossfit-keppandi í heimi en hún er tvöfaldur heimsmeistari í sportinu. Hún lenti í tólfta sæti á síðustu heimsleikum sem haldnir voru í fyrra. Það er ekki langt síðan Anníe Mist ræddi barneignir á opinberum vettvangi. Hún kom inn á málaflokkinn í viðtali við tímarit SAS-flugfélagsins, Scandinavian Traveler, í ágúst í fyrra. Þar sagði hún kímin að það væri einfaldara ef Frederik gæti tekið að sér að ganga með barn sem þau kæmu ef til vill til með að eignast þegar fram liðu stundir. Þá ræddi hún almennt barneignir íþróttakvenna og sagði miklar framfarir hafa orðið í þeim málum síðustu misseri. „Íþróttakonur tapa ekki peningum frá styrktaraðilum þegar þær verða ófrískar. Helmingur þeirra sem fylgja okkur eru konur og flestar þeirra vilja eignast barn á einhverjum tímapunkti. Þær vilja sjá hvernig íþróttakonur bregðast við í þessari stöðu Allir vilja sýna styrk og lifa heilsusamlega eftir barnsburð og það er mikilvægt að einhverjir sýni þeim réttu leiðina. Styrktaraðilar ættu að vera í röð til að fá að styrkja toppíþróttakonur sem vilja eignast barn.“ Ástin og lífið Börn og uppeldi CrossFit Tímamót Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur „Ma & pa í apríl“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Sjá meira
Crossfit-stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir á von á barni með unnusta sínum, Frederik Aegidius, einnig crossfit-stjörnu. Frá þessu greinir Anníe Mist í færslu á Instagram-reikningi sínum. Þar birtir hún mynd af þeim Frederik hönd í hönd ásamt afar litlum íþróttaskóm. Við myndina skrifar Anníe Mist einfaldlega „5. ágúst“ og ætla má að þar eigi hún við settan dag erfingjans. View this post on Instagram 5th of August @frederikaegidius A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Feb 3, 2020 at 3:05pm PST Katrín Tanja Davíðsdóttir, enn önnur crossfit-stjarnan og besta vinkona Anníear, óskar parinu innilega til hamingju í færslu sem hún birti á Instagram í gær. „Besta vinkona mín er að fara að eignast barn og ég held að hjarta mitt sé að springa!“ skrifar Katrín og bætir við að „KT frænka“ sé tilbúin í slaginn. View this post on Instagram MY BEST FRIEND IS HAVING A BABY & I THINK MY HEART IS EXPLODING AHHHH - Congratulations @anniethorisdottir & @frederikaegidius auntie KT is readyyyyyyyy! xxx A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Feb 3, 2020 at 3:27pm PST Anníe Mist og Frederik hafa verið par um nokkurt skeið. Anníe Mist er einn sigursælasti crossfit-keppandi í heimi en hún er tvöfaldur heimsmeistari í sportinu. Hún lenti í tólfta sæti á síðustu heimsleikum sem haldnir voru í fyrra. Það er ekki langt síðan Anníe Mist ræddi barneignir á opinberum vettvangi. Hún kom inn á málaflokkinn í viðtali við tímarit SAS-flugfélagsins, Scandinavian Traveler, í ágúst í fyrra. Þar sagði hún kímin að það væri einfaldara ef Frederik gæti tekið að sér að ganga með barn sem þau kæmu ef til vill til með að eignast þegar fram liðu stundir. Þá ræddi hún almennt barneignir íþróttakvenna og sagði miklar framfarir hafa orðið í þeim málum síðustu misseri. „Íþróttakonur tapa ekki peningum frá styrktaraðilum þegar þær verða ófrískar. Helmingur þeirra sem fylgja okkur eru konur og flestar þeirra vilja eignast barn á einhverjum tímapunkti. Þær vilja sjá hvernig íþróttakonur bregðast við í þessari stöðu Allir vilja sýna styrk og lifa heilsusamlega eftir barnsburð og það er mikilvægt að einhverjir sýni þeim réttu leiðina. Styrktaraðilar ættu að vera í röð til að fá að styrkja toppíþróttakonur sem vilja eignast barn.“
Ástin og lífið Börn og uppeldi CrossFit Tímamót Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur „Ma & pa í apríl“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Sjá meira