Þyrlan mátti ekki fara á loft í þoku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2020 10:24 Kobe og Gianna Bryant á leik með Lakers á síðasta ári. Vísir/Getty Fyrirtækið sem á þyrluna sem hrapaði með körfuboltagoðsögnina Kobe Bryant, Giönnu dóttur hans og sjö önnur innanborðs, með þeim afleiðingum að öll létust, hafði ekki leyfi til að fljúga í jafn lélegu skyggni og var þegar þyrlan fór niður. Fyrirtækið, Island Express Helicopters, hafði einungis leyfi til að fljúga þyrlum sínum ef flugmaður gæti séð umhverfi sitt skýrt. Flugmaðurinn hafði opinberlega leyfi til þyrluflugs en þurfti, vegna lélegs skyggnis, að reiða sig á leiðbeiningar í stjórnklefa þyrlunnar. Hann er ekki talinn hafa haft mikla reynslu af slíku flugi, sökum þess að fyrirtækið mátti aðeins fljúga í góðu skyggni. Tildrög slyssins eru nú til rannsóknar. Bryant var á leið á körfuboltaleik með dóttur sinni. Í þyrlunni voru einnig liðsfélagar hennar og foreldrar þeirra, auk flugmannsins. Í gær spilaði lið Los Angeles Lakers, liðið sem Bryant lék með í NBA-deildinni í 20 ár, sinn fyrsta leik eftir andlát hans. Leikurinn var gegn Portland Trail Blazers sem að endingu sigruðu 127-119. Fyrir leik létu leikmenn Lakers virðingu sína í ljós með því að hita upp í treyjum númer 24 eða 8. Það eru númer sem Bryant bar á bakinu á ferli sínum með Lakers. Þá flutti LeBron James, leikmaður Lakers og vinur Bryant, ræðu þar sem hann sagðist vilja halda arfleið vinar síns lifandi eins lengi og hann mögulega gæti. „Það er það sem Kobe Bryant myndi vilja.“ "Tonight we celebrate the kid that came here at 18, retired at 38 and became probably the best dad we've seen over the last three years.” pic.twitter.com/0sS7e91cuz— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 1, 2020 Andlát Kobe Bryant Körfubolti Tengdar fréttir Íslendingar minnast Kobe Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár. 26. janúar 2020 21:26 NBA liðin byrjuðu leikina á því að tapa boltanum viljandi til að minnast Kobe Bryant Það fóru fram fullt af NBA-leikjum í nótt í skugga þess að NBA körfuboltaheimurinn missti goðsögnina Kobe Bryant í þyrluslysi í gær. Liðin minntust Kobe Bryant fyrir leik, sum á meðan leiknum stóð og nær allir töluðu um hann í viðtölum eftir leik. 27. janúar 2020 07:00 Kobe Bryant á forsíðum blaðanna: Svona voru forsíðurnar í morgun Það þarf ekki að koma mikið á óvart að fréttin af örlögum Kobe Bryant sé á forsíðu allra helstu blaða í Bandaríkjunum. 27. janúar 2020 13:30 Ferill Kobe Bryant í máli og myndum Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Í greininni verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Kobe mannsæmandi skil. 27. janúar 2020 06:30 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira
Fyrirtækið sem á þyrluna sem hrapaði með körfuboltagoðsögnina Kobe Bryant, Giönnu dóttur hans og sjö önnur innanborðs, með þeim afleiðingum að öll létust, hafði ekki leyfi til að fljúga í jafn lélegu skyggni og var þegar þyrlan fór niður. Fyrirtækið, Island Express Helicopters, hafði einungis leyfi til að fljúga þyrlum sínum ef flugmaður gæti séð umhverfi sitt skýrt. Flugmaðurinn hafði opinberlega leyfi til þyrluflugs en þurfti, vegna lélegs skyggnis, að reiða sig á leiðbeiningar í stjórnklefa þyrlunnar. Hann er ekki talinn hafa haft mikla reynslu af slíku flugi, sökum þess að fyrirtækið mátti aðeins fljúga í góðu skyggni. Tildrög slyssins eru nú til rannsóknar. Bryant var á leið á körfuboltaleik með dóttur sinni. Í þyrlunni voru einnig liðsfélagar hennar og foreldrar þeirra, auk flugmannsins. Í gær spilaði lið Los Angeles Lakers, liðið sem Bryant lék með í NBA-deildinni í 20 ár, sinn fyrsta leik eftir andlát hans. Leikurinn var gegn Portland Trail Blazers sem að endingu sigruðu 127-119. Fyrir leik létu leikmenn Lakers virðingu sína í ljós með því að hita upp í treyjum númer 24 eða 8. Það eru númer sem Bryant bar á bakinu á ferli sínum með Lakers. Þá flutti LeBron James, leikmaður Lakers og vinur Bryant, ræðu þar sem hann sagðist vilja halda arfleið vinar síns lifandi eins lengi og hann mögulega gæti. „Það er það sem Kobe Bryant myndi vilja.“ "Tonight we celebrate the kid that came here at 18, retired at 38 and became probably the best dad we've seen over the last three years.” pic.twitter.com/0sS7e91cuz— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 1, 2020
Andlát Kobe Bryant Körfubolti Tengdar fréttir Íslendingar minnast Kobe Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár. 26. janúar 2020 21:26 NBA liðin byrjuðu leikina á því að tapa boltanum viljandi til að minnast Kobe Bryant Það fóru fram fullt af NBA-leikjum í nótt í skugga þess að NBA körfuboltaheimurinn missti goðsögnina Kobe Bryant í þyrluslysi í gær. Liðin minntust Kobe Bryant fyrir leik, sum á meðan leiknum stóð og nær allir töluðu um hann í viðtölum eftir leik. 27. janúar 2020 07:00 Kobe Bryant á forsíðum blaðanna: Svona voru forsíðurnar í morgun Það þarf ekki að koma mikið á óvart að fréttin af örlögum Kobe Bryant sé á forsíðu allra helstu blaða í Bandaríkjunum. 27. janúar 2020 13:30 Ferill Kobe Bryant í máli og myndum Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Í greininni verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Kobe mannsæmandi skil. 27. janúar 2020 06:30 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira
Íslendingar minnast Kobe Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár. 26. janúar 2020 21:26
NBA liðin byrjuðu leikina á því að tapa boltanum viljandi til að minnast Kobe Bryant Það fóru fram fullt af NBA-leikjum í nótt í skugga þess að NBA körfuboltaheimurinn missti goðsögnina Kobe Bryant í þyrluslysi í gær. Liðin minntust Kobe Bryant fyrir leik, sum á meðan leiknum stóð og nær allir töluðu um hann í viðtölum eftir leik. 27. janúar 2020 07:00
Kobe Bryant á forsíðum blaðanna: Svona voru forsíðurnar í morgun Það þarf ekki að koma mikið á óvart að fréttin af örlögum Kobe Bryant sé á forsíðu allra helstu blaða í Bandaríkjunum. 27. janúar 2020 13:30
Ferill Kobe Bryant í máli og myndum Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Í greininni verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Kobe mannsæmandi skil. 27. janúar 2020 06:30