Ötull stuðningsmaður Trump settur yfir leyniþjónustuna Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2020 23:34 Richard Grenell er talinn sérstaklega handgenginn Trump forseta. Vísir/EPA Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefni Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi og ötulan stuðningsmann forsetans, sem starfandi yfirmann leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna. Trump hefur ítrekað vefengt og gagnrýnt leyniþjónustuna og störf hennar. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Grenell verði tilnefndur á næstunni. Hann tæki við af Joseph Maguire sem hefur verið starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar (DNI) frá því að Dan Coats sagði af sér síðasta sumar. Yfirmaður leyniþjónustunnar er yfir sautján leyniþjónustustofnunum Bandaríkjanna. Blaðið segir að frá því að Trump var sýknaður í öldungadeild Bandaríkjaþings af kæru um embættisbrot fyrr í þessum mánuði hafi Hvíta húsið hafið hreinsanir á embættismönnum sem eru ekki taldir nægilega húsbóndahollir Trump persónulega. Í stað þeirra vill það skipa fólk sem er líklegra til þess að verða við óskum forsetans. Grenell hefur verið ötull málsvari Trump forseta á samfélagsmiðlum og víðar. Þannig hefur hann tekið upp harða gagnrýni Trump og innsta hrings hans á kínverska tæknifyrirtækið Huawei og á evrópska bandamenn sem Trump telur að leggja ekki nóg af mörkum til hermála. Ekki er talið gefið að Grenell, sem þykir umdeildur, hljóti náð fyrir augun öldungadeildar þingsins sem þyrfti að staðfesta varanlega skipan hans í embætti yfirmanns leyniþjónustunnar. Það er sögð ástæða þess að Trump ætli að tilnefna hann sem starfandi yfirmann stofnunarinnar. Sem sendiherra í Þýskalandi hefur Grenell vakið umtal fyrir óhefðbunda framkomu sem sumir hafa talið óviðeigandi fyrir sendiherra. Þannig lýsti Grenell því í viðtali að hann vildi efla hægripopúlistaflokka í Evrópu. Hans fyrsta verk sem sendiherra var að hóta Þýskalandi viðskiptaþvingunum í tengslum við kjarnorkusamninginn við Íran sem Trump rifti í maí árið 2018. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Tengdar fréttir Ráðuneytið stendur við bakið á umdeildum sendiherra Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir nýjan og umdeildan sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hafa rétt á málfrelsi. 6. júní 2018 12:00 Hvetur gyðinga til þess að bera kollhúfur sínar með stolti Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, hvetur gyðinga þar í landi til þess að klæðast kollhúfum sínum þvert á ráðleggingar þýsku ríkisstjórnarinnar. 30. maí 2019 10:58 Sendiherra Bandaríkjanna ætlar að efla íhaldsmenn í Evrópu Ummæli sendiherrans þykja sérlega óvenjuleg. 4. júní 2018 10:05 Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefni Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi og ötulan stuðningsmann forsetans, sem starfandi yfirmann leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna. Trump hefur ítrekað vefengt og gagnrýnt leyniþjónustuna og störf hennar. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Grenell verði tilnefndur á næstunni. Hann tæki við af Joseph Maguire sem hefur verið starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar (DNI) frá því að Dan Coats sagði af sér síðasta sumar. Yfirmaður leyniþjónustunnar er yfir sautján leyniþjónustustofnunum Bandaríkjanna. Blaðið segir að frá því að Trump var sýknaður í öldungadeild Bandaríkjaþings af kæru um embættisbrot fyrr í þessum mánuði hafi Hvíta húsið hafið hreinsanir á embættismönnum sem eru ekki taldir nægilega húsbóndahollir Trump persónulega. Í stað þeirra vill það skipa fólk sem er líklegra til þess að verða við óskum forsetans. Grenell hefur verið ötull málsvari Trump forseta á samfélagsmiðlum og víðar. Þannig hefur hann tekið upp harða gagnrýni Trump og innsta hrings hans á kínverska tæknifyrirtækið Huawei og á evrópska bandamenn sem Trump telur að leggja ekki nóg af mörkum til hermála. Ekki er talið gefið að Grenell, sem þykir umdeildur, hljóti náð fyrir augun öldungadeildar þingsins sem þyrfti að staðfesta varanlega skipan hans í embætti yfirmanns leyniþjónustunnar. Það er sögð ástæða þess að Trump ætli að tilnefna hann sem starfandi yfirmann stofnunarinnar. Sem sendiherra í Þýskalandi hefur Grenell vakið umtal fyrir óhefðbunda framkomu sem sumir hafa talið óviðeigandi fyrir sendiherra. Þannig lýsti Grenell því í viðtali að hann vildi efla hægripopúlistaflokka í Evrópu. Hans fyrsta verk sem sendiherra var að hóta Þýskalandi viðskiptaþvingunum í tengslum við kjarnorkusamninginn við Íran sem Trump rifti í maí árið 2018.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Tengdar fréttir Ráðuneytið stendur við bakið á umdeildum sendiherra Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir nýjan og umdeildan sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hafa rétt á málfrelsi. 6. júní 2018 12:00 Hvetur gyðinga til þess að bera kollhúfur sínar með stolti Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, hvetur gyðinga þar í landi til þess að klæðast kollhúfum sínum þvert á ráðleggingar þýsku ríkisstjórnarinnar. 30. maí 2019 10:58 Sendiherra Bandaríkjanna ætlar að efla íhaldsmenn í Evrópu Ummæli sendiherrans þykja sérlega óvenjuleg. 4. júní 2018 10:05 Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Ráðuneytið stendur við bakið á umdeildum sendiherra Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir nýjan og umdeildan sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hafa rétt á málfrelsi. 6. júní 2018 12:00
Hvetur gyðinga til þess að bera kollhúfur sínar með stolti Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, hvetur gyðinga þar í landi til þess að klæðast kollhúfum sínum þvert á ráðleggingar þýsku ríkisstjórnarinnar. 30. maí 2019 10:58
Sendiherra Bandaríkjanna ætlar að efla íhaldsmenn í Evrópu Ummæli sendiherrans þykja sérlega óvenjuleg. 4. júní 2018 10:05
Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15