Hrunverjar fá greiddar bætur vegna hlerana Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2020 13:16 Ríkislögmaður er um þessar mundir að greiða ellefu einstaklingum bætur vegna hlerana sem þeir máttu sæta. Getty/Michael Blann Ríkislögmaður hefur í vikunni greitt út í kringum fjórar milljónir króna í bætur vegna hlerana yfirvalda. Fanney Rós Þorsteinsdóttir, settur ríkislögmaður, segir að um sé að ræða ellefu einstaklinga sem hver um sig fær 300 til 350 þúsund krónur í bætur. Hún hafði ekki gögn málsins fyrir framan sig þegar Vísir náði í hana nú í morgun. Ekki er þó um ólöglegar hleranir að ræða þó til bótagreiðslu komi heldur er hér um hlutlæga bótareglu að ræða, að sögn Fanneyjar. Hleranirnar eru samkvæmt úrskurði, þar með lögum samkvæmt en ef um er að ræða rannsóknar- eða þvingunaraðgerðir sem ekki leiða til dómsuppsögu eða sektar eru greiddar út bætur vegna slíks. Spurð segist Fanney Rós ekki hægt að gefa upp nöfn þeirra sem fá bæturnar. En, annað eins bíði afgreiðslu. Um er að ræða ýmis mál sem tengjast hruninu. Fanney Rós segir að þó til bótagreiðslna komi að hálfu hins opinbera þýði það ekki að um ólögmætar hleranir hafi verið að ræða.ríkislögmaður „Hleranirnar eru á grundvelli úrskurða en dómsstólar hafa oft fjallað um sambærileg tilvik og eru fjárhæðir í samræmi við dómaframkvæmd. Ef viðkomandi er sýknaður eða mál fellt niður þá segja lög til um að greiða skuli bætur. Slíkt ákvæði er í lögum um meðferð sakamála.“ Umdeildar hleranir í kastljósinu Hleranir sérstaks saksóknara á sínum tíma, til dæmis í hinu svokallaða Imon-máli, voru afar umdeildar. Meðal þeirra sem hafa kvartað undan því hvernig staðið hefur verið að málum er Hörður Felix Harðarson hrl., lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Í umfjöllun Kjarnans frá árinu 2014 er greint frá því að hann hafi fengið að hlusta á hleruð símtöl sérstaks saksóknara sem voru tekin upp og geymd og voru þar á meðal símtöl Harðar við Hreiðar Má. Þetta var það sama og var uppi á teningnum í Imon-málinu og dómari dæmdi ólölegar rannsóknaraðferðir. Að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra bárust alls 266 beiðnir um símahlustun frá lögreglu á árunum 2014 til 2018.Vísir/Vilhelm Vísir hefur fjallaði ítarlega um hleranamál en í frétt frá miðjum september 2014 kemur fram að ríkissaksóknari svari því ekki í yfirlýsingu um meðferð rannsóknargagna hjá embætti sérstaks saksóknara hvers vegna embætti ríkissaksóknara hafi ekki fylgt eftir ábendingu um hleranir á símtölum verjenda og sakborninga fyrr á árinu 2012. Jón Óttar Ólafsson fyrrverandi lögreglumaður upplýsti um hleranirnar í greinargerð til embættisins þegar hann var sjálfur til rannsóknar. Fjölmargar beiðnir um hleranir samþykktar Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Píratans Helga Hrafns Gunnarssonar bárust alls 266 beiðnir um símahlustun frá lögreglu á árunum 2014 til 2018. Á sama tímabili fékkst heimild til símhlustunar í 251 úrskurði í alls 114 málum. Af þessum málum hafði ekki verið ákært í 36 þeirra í lok nóvember 2019. Sýknað hefur verið í einu málanna. Samkvæmt svarinu er ekki hægt með auðveldum hætti að nálgast upplýsingar um úrskurði eftir tegund brota líkt og Helgi Hrafn kallaði eftir. „Langflestar beiðnirnar bárust Héraðsdómi Reykjaness eða 159 alls á tímabilinu og næstflestum var beint til Héraðsdóms Reykjavíkur eða 80 á tímabilinu. Af þeim beiðnum sem samþykktar voru sneru langflestar að brotum sem hafa í för með sér almannaáhættu eða í 124 málum. Næstflestar beinast að fíkniefnabrotum eða 66,“ segir í frétt Vísis.Uppfært 13:55Nánari upplýsingar um fjölda þeirra sem fá nú greiddar bætur bárust frá ríkislögmanni en þar segir að um sé að ræða 11 einstaklinga. Þeir fá 300 til 350 þúsund krónur greiddar (í flestum tilvika) hver sem þýðir að bótagreiðslan í þessu kastinu er hartnær fjórar milljónir. Fréttin hefur verið uppfærð í takti við það. Dómsmál Dómstólar Lögreglan Tengdar fréttir Hert á heimildum til hlerana Ábyrgð ríkissaksóknara við eftirlit með símhlerunum eykst samkvæmt lagabreytingu. Hæstaréttarlögmaður fagnar breytingunum. Dómstólar veittu lögreglu 726 sinnum heimild til hlerana á árunum 2009 til 2013. 6. október 2016 07:00 Óttast að yfirvöld haldi áfram að stunda ólögmætar símhleranir Björgvin Mýrdal fékk dæmdar miskabætur í gær vegna ólögmætra símhlerana en hefur áhyggjur af því að enginn virðist bera beina ábyrgð. 28. apríl 2016 15:57 Grímur Grímsson svaraði fyrir hleranir í Glitnismáli Grímur fór með rannsókn málsins hjá embætti sérstaks saksóknara. 19. janúar 2018 15:57 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Sjá meira
Ríkislögmaður hefur í vikunni greitt út í kringum fjórar milljónir króna í bætur vegna hlerana yfirvalda. Fanney Rós Þorsteinsdóttir, settur ríkislögmaður, segir að um sé að ræða ellefu einstaklinga sem hver um sig fær 300 til 350 þúsund krónur í bætur. Hún hafði ekki gögn málsins fyrir framan sig þegar Vísir náði í hana nú í morgun. Ekki er þó um ólöglegar hleranir að ræða þó til bótagreiðslu komi heldur er hér um hlutlæga bótareglu að ræða, að sögn Fanneyjar. Hleranirnar eru samkvæmt úrskurði, þar með lögum samkvæmt en ef um er að ræða rannsóknar- eða þvingunaraðgerðir sem ekki leiða til dómsuppsögu eða sektar eru greiddar út bætur vegna slíks. Spurð segist Fanney Rós ekki hægt að gefa upp nöfn þeirra sem fá bæturnar. En, annað eins bíði afgreiðslu. Um er að ræða ýmis mál sem tengjast hruninu. Fanney Rós segir að þó til bótagreiðslna komi að hálfu hins opinbera þýði það ekki að um ólögmætar hleranir hafi verið að ræða.ríkislögmaður „Hleranirnar eru á grundvelli úrskurða en dómsstólar hafa oft fjallað um sambærileg tilvik og eru fjárhæðir í samræmi við dómaframkvæmd. Ef viðkomandi er sýknaður eða mál fellt niður þá segja lög til um að greiða skuli bætur. Slíkt ákvæði er í lögum um meðferð sakamála.“ Umdeildar hleranir í kastljósinu Hleranir sérstaks saksóknara á sínum tíma, til dæmis í hinu svokallaða Imon-máli, voru afar umdeildar. Meðal þeirra sem hafa kvartað undan því hvernig staðið hefur verið að málum er Hörður Felix Harðarson hrl., lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Í umfjöllun Kjarnans frá árinu 2014 er greint frá því að hann hafi fengið að hlusta á hleruð símtöl sérstaks saksóknara sem voru tekin upp og geymd og voru þar á meðal símtöl Harðar við Hreiðar Má. Þetta var það sama og var uppi á teningnum í Imon-málinu og dómari dæmdi ólölegar rannsóknaraðferðir. Að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra bárust alls 266 beiðnir um símahlustun frá lögreglu á árunum 2014 til 2018.Vísir/Vilhelm Vísir hefur fjallaði ítarlega um hleranamál en í frétt frá miðjum september 2014 kemur fram að ríkissaksóknari svari því ekki í yfirlýsingu um meðferð rannsóknargagna hjá embætti sérstaks saksóknara hvers vegna embætti ríkissaksóknara hafi ekki fylgt eftir ábendingu um hleranir á símtölum verjenda og sakborninga fyrr á árinu 2012. Jón Óttar Ólafsson fyrrverandi lögreglumaður upplýsti um hleranirnar í greinargerð til embættisins þegar hann var sjálfur til rannsóknar. Fjölmargar beiðnir um hleranir samþykktar Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Píratans Helga Hrafns Gunnarssonar bárust alls 266 beiðnir um símahlustun frá lögreglu á árunum 2014 til 2018. Á sama tímabili fékkst heimild til símhlustunar í 251 úrskurði í alls 114 málum. Af þessum málum hafði ekki verið ákært í 36 þeirra í lok nóvember 2019. Sýknað hefur verið í einu málanna. Samkvæmt svarinu er ekki hægt með auðveldum hætti að nálgast upplýsingar um úrskurði eftir tegund brota líkt og Helgi Hrafn kallaði eftir. „Langflestar beiðnirnar bárust Héraðsdómi Reykjaness eða 159 alls á tímabilinu og næstflestum var beint til Héraðsdóms Reykjavíkur eða 80 á tímabilinu. Af þeim beiðnum sem samþykktar voru sneru langflestar að brotum sem hafa í för með sér almannaáhættu eða í 124 málum. Næstflestar beinast að fíkniefnabrotum eða 66,“ segir í frétt Vísis.Uppfært 13:55Nánari upplýsingar um fjölda þeirra sem fá nú greiddar bætur bárust frá ríkislögmanni en þar segir að um sé að ræða 11 einstaklinga. Þeir fá 300 til 350 þúsund krónur greiddar (í flestum tilvika) hver sem þýðir að bótagreiðslan í þessu kastinu er hartnær fjórar milljónir. Fréttin hefur verið uppfærð í takti við það.
Dómsmál Dómstólar Lögreglan Tengdar fréttir Hert á heimildum til hlerana Ábyrgð ríkissaksóknara við eftirlit með símhlerunum eykst samkvæmt lagabreytingu. Hæstaréttarlögmaður fagnar breytingunum. Dómstólar veittu lögreglu 726 sinnum heimild til hlerana á árunum 2009 til 2013. 6. október 2016 07:00 Óttast að yfirvöld haldi áfram að stunda ólögmætar símhleranir Björgvin Mýrdal fékk dæmdar miskabætur í gær vegna ólögmætra símhlerana en hefur áhyggjur af því að enginn virðist bera beina ábyrgð. 28. apríl 2016 15:57 Grímur Grímsson svaraði fyrir hleranir í Glitnismáli Grímur fór með rannsókn málsins hjá embætti sérstaks saksóknara. 19. janúar 2018 15:57 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Sjá meira
Hert á heimildum til hlerana Ábyrgð ríkissaksóknara við eftirlit með símhlerunum eykst samkvæmt lagabreytingu. Hæstaréttarlögmaður fagnar breytingunum. Dómstólar veittu lögreglu 726 sinnum heimild til hlerana á árunum 2009 til 2013. 6. október 2016 07:00
Óttast að yfirvöld haldi áfram að stunda ólögmætar símhleranir Björgvin Mýrdal fékk dæmdar miskabætur í gær vegna ólögmætra símhlerana en hefur áhyggjur af því að enginn virðist bera beina ábyrgð. 28. apríl 2016 15:57
Grímur Grímsson svaraði fyrir hleranir í Glitnismáli Grímur fór með rannsókn málsins hjá embætti sérstaks saksóknara. 19. janúar 2018 15:57