Selfyssingurinn Haukur Þrastarson er að stinga af á bæði marka- og stoðsendingalistanum í Olís deild karla á þessu tímabili.
Haukur skoraði ellefu mörk og gaf fjórar stoðsendingar í sigri Selfyssinga á Aftureldingu í gærkvöldi.
Þetta þýðir að Haukur hefur nú skorað samtals 152 mörk og gefið alls 106 stoðsendingar á tímabilinu samkvæmt tölfræðiskráningu HB Statz.
Haukur Þrastarson er ekki bara efstur á báðum listum því hann er langefstur.
Haukur hefur skorað 23 mörkum meira en næsti maður á listanum sem er Guðmundur Árni Ólafsson hjá Aftureldingu.
Haukur hefur síðan gefið 38 stoðsendingum meira en næstu menn á stoðsendingalistanum sem eru þeir Breki Dagsson hjá Fjölni og Tumi Steinn Rúnarsson hjá Aftureldingu sem hafa báðir gefið 68 stoðsendingar.
Haukur hefur því alls komið að 258 mörkum með beinum hætti sem er 72 mörkum meira en næsti maður sem er FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson.
Flest mörk í fyrstu 18 umferðum Olís deildar karla:
152 - Haukur Þrastarson, Selfossi
129 - Guðmundur Árni Ólafsson, Aftureldingu
127 - Ásbjörn Friðriksson, FH
112 - Hákon Daði Styrmisson, ÍBV
110 - Kristján Örn Kristjánsson, ÍBV
109 - Anton Rúnarsson, Val
103 - Tandri Már Konráðsson, Stjörnunni
100 - Birkir Benediktsson, Aftureldingu
Flestar stoðsendingar í fyrstu 18 umferðum Olís deildar karla:
106 - Haukur Þrastarson, Selfossi
68 - Breki Dagsson, Fjölni
68 - Tumi Steinn Rúnarsson, Aftureldingu
66 - Einar Rafn Eiðsson, FH
65 - Hafþór Már Vignisson, ÍR
64 - Atli Már Báruson, Haukum
62 - Þorgrímur Smári Ólafsson, Fram
59 - Ásbjörn Friðriksson, FH
56 - Dagur Arnarsson, ÍBV
Þáttur í flestum mörkum í fyrstu 18 umferðum Olís deildar karla:
(Mörk + Stoðsendingar)
258 - Haukur Þrastarson, Selfossi (152+106)
186 - Ásbjörn Friðriksson, FH 186 (127+59)
165 - Breki Dagsson, Fjölni 165 (97+68)
157 - Hafþór Már Vignisson, ÍR 157 (92+65)
152 - Einar Rafn Eiðsson, FH 152 (86+66)
151 - Kristján Örn Kristjánsson, ÍBV 151 (110+41)
150 - Þorgrímur Smári Ólafsson, Fram 150 (88+62)
149 - Tandri Már Konráðsson, Stjörnunni 149 (103+46)
148 - Anton Rúnarsson, Val 148 (109+39)
142 - Birkir Benediktsson, Aftureldingu 142 (100+42)
Haukur kominn með 23 marka og 38 stoðsendinga forskot
