Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli Birgir Olgeirsson og Sylvía Hall skrifa 17. febrúar 2020 21:44 Frá fundi Eflingar í dag. Vísir Ótímabundið verkfall Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hófst í nótt. Ríkissáttasemjari hefur boðað til sáttafundar í deilunni í fyrramálið. Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli. Félagsmenn Eflingar komu saman til fundar í dag þar sem baráttumóð var blásið í hópinn. Þrír milljarðar eru í verkfallssjóði Eflingar sem Sólveig Anna segir standa undir mjög löngu verkfalli. Sáttasemjari hefur boðað samninganefndir Eflingar og borgarinnar til fundar í fyrramálið og er það langþráður fundur að mati Sólveigar. „Við erum orðin óþreyjufull eftir því að fundur í deilunni verði boðaður svo að við getum farið að ræða okkur að einhverri lausn.“Sjá einnig: Boðað til fundar milli Eflingar og Reykjavíkurborgar Undanþágunefnd Eflingar ákvað að veit viðkvæmustu þjónustu Reykjavíkuborgar auknar undanþágur frá aðgerðunum. Sólveig segir það sanna mikilvægi Eflingarfólks. „Hvaða algjöru grundvallarhlutverki þau gegna í þessu samfélagi, hversu þessar stofnanir eru reknar á lítilli mönnun og hversu svívirðilegt það er að hafa þetta mikilvæga starfsfólk á þeim ömurlegu launum sem raun ber vitni,“ segir Sólveig. Auknar undanþágur voru til dæmis veittar á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum vegna þrifa og uppvasks. „Maður hefði horft fram á sýkingarhættu og annað slíkt. Eins og síðasta föstudagsmorgun þegar komið var hér og við máttum fara að þvo aftur. Lyktina lagði langt fram á ganga og við það er ekkert búið. Maður veit bara ekkert hvert það myndi leiða, myndi heilbrigðiseftirlitið hreinlega okkur stoppa okkur hér?“ spyr Jórunn Frímannsdóttir, forstöðumaður Droplaugarstaða. Undanþágur fást hins vegar ekki fyrir þrifum í skólum. Það gæti haft áhrif á kennslu í Réttarholtsskóla, Grandaskóla og Seljaskóla svo dæmi séu tekin. „Það yrðu þá ákveðin svæði skólabyggingar sem eru þá bara lokuð. Í skólum eins og Réttarholtsskóla þar sem þetta eru sex stöðugildi starfsmanna sem eru að sinna ræstingum, það þýðir að það er öll byggingin undir og það kallar á sértæk viðbrögð þar,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Hann segir þau skilaboð hafa verið send út að skipulagi skuli vera breytt eins og hægt er en svo verði aðstæðubundið hvernig brugðist er við. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.Vísir/vilhelm Greitt atkvæði um verkfallsboðun félagsmanna BSRB Atkvæðagreiðsla átján þúsund félagsmanna BSRB um verkfallsboðun hófst í dag og stendur atkvæðagreiðslan til miðvikudags . Fari svo að aðgerðir verði samþykktar hefjast þær þann 9. mars og verða tvíþættar. „Annars vegar sameiginleg verkföll aðildarfélaga BSRB, tímabundnar aðgerðir sem varða þá stofnanir eins og Landspítalann, heilbrigðisþjónustu og velferðarþjónustu. Þetta er líka hjá sveitarfélögunum um allt land. Frístundaheimilin, leikskólarnir, þjónusta við aldrað fólk og fatlað fólk. Síðan verður á sama tíma, 9. mars þegar þetta hefst, að þá verður á tilteknum vinnustöðum lögð niður störf að öllu leyti og það er aðallega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Þær stofnanir verða Ríkisskattstjóri og sýslumannsembættin og einnig skólar á höfuðborgarsvæðinu. Sonja Ýr segir kröfur félagsmanna hafa legið fyrir í heilt ár og þeir hafi verið kjarasamningslausir í þann tíma. „Megináherslan hjá okkur er að stytta vinnuvikuna. Við erum líka með kröfur um jöfnun launa á milli markaða og það sem eftir stendur núna eru þessi stóru mál og svo er launaliðurinn sjálfur hjá aðildarfélögunum.“ Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Launastefnu lífskjarasamninga „kerfisbundið hafnað“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það skjóta skökku við að stéttarfélög sem samþykktu lífskjarasamningana svokölluðu í fyrra reyni nú með verkfallsaðgerðum að brjóta markmið samningsins á bak aftur. 17. febrúar 2020 17:48 Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 Greiða atkvæði um verkföll allt að 18 þúsund opinberra starfsmanna Atkvæðagreiðsla þeirra aðildarfélaga BSRB, sem semja við ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg, um verkfallsboðun hefst í dag og stendur fram á miðvikudag. 17. febrúar 2020 09:56 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Ótímabundið verkfall Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hófst í nótt. Ríkissáttasemjari hefur boðað til sáttafundar í deilunni í fyrramálið. Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli. Félagsmenn Eflingar komu saman til fundar í dag þar sem baráttumóð var blásið í hópinn. Þrír milljarðar eru í verkfallssjóði Eflingar sem Sólveig Anna segir standa undir mjög löngu verkfalli. Sáttasemjari hefur boðað samninganefndir Eflingar og borgarinnar til fundar í fyrramálið og er það langþráður fundur að mati Sólveigar. „Við erum orðin óþreyjufull eftir því að fundur í deilunni verði boðaður svo að við getum farið að ræða okkur að einhverri lausn.“Sjá einnig: Boðað til fundar milli Eflingar og Reykjavíkurborgar Undanþágunefnd Eflingar ákvað að veit viðkvæmustu þjónustu Reykjavíkuborgar auknar undanþágur frá aðgerðunum. Sólveig segir það sanna mikilvægi Eflingarfólks. „Hvaða algjöru grundvallarhlutverki þau gegna í þessu samfélagi, hversu þessar stofnanir eru reknar á lítilli mönnun og hversu svívirðilegt það er að hafa þetta mikilvæga starfsfólk á þeim ömurlegu launum sem raun ber vitni,“ segir Sólveig. Auknar undanþágur voru til dæmis veittar á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum vegna þrifa og uppvasks. „Maður hefði horft fram á sýkingarhættu og annað slíkt. Eins og síðasta föstudagsmorgun þegar komið var hér og við máttum fara að þvo aftur. Lyktina lagði langt fram á ganga og við það er ekkert búið. Maður veit bara ekkert hvert það myndi leiða, myndi heilbrigðiseftirlitið hreinlega okkur stoppa okkur hér?“ spyr Jórunn Frímannsdóttir, forstöðumaður Droplaugarstaða. Undanþágur fást hins vegar ekki fyrir þrifum í skólum. Það gæti haft áhrif á kennslu í Réttarholtsskóla, Grandaskóla og Seljaskóla svo dæmi séu tekin. „Það yrðu þá ákveðin svæði skólabyggingar sem eru þá bara lokuð. Í skólum eins og Réttarholtsskóla þar sem þetta eru sex stöðugildi starfsmanna sem eru að sinna ræstingum, það þýðir að það er öll byggingin undir og það kallar á sértæk viðbrögð þar,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Hann segir þau skilaboð hafa verið send út að skipulagi skuli vera breytt eins og hægt er en svo verði aðstæðubundið hvernig brugðist er við. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.Vísir/vilhelm Greitt atkvæði um verkfallsboðun félagsmanna BSRB Atkvæðagreiðsla átján þúsund félagsmanna BSRB um verkfallsboðun hófst í dag og stendur atkvæðagreiðslan til miðvikudags . Fari svo að aðgerðir verði samþykktar hefjast þær þann 9. mars og verða tvíþættar. „Annars vegar sameiginleg verkföll aðildarfélaga BSRB, tímabundnar aðgerðir sem varða þá stofnanir eins og Landspítalann, heilbrigðisþjónustu og velferðarþjónustu. Þetta er líka hjá sveitarfélögunum um allt land. Frístundaheimilin, leikskólarnir, þjónusta við aldrað fólk og fatlað fólk. Síðan verður á sama tíma, 9. mars þegar þetta hefst, að þá verður á tilteknum vinnustöðum lögð niður störf að öllu leyti og það er aðallega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Þær stofnanir verða Ríkisskattstjóri og sýslumannsembættin og einnig skólar á höfuðborgarsvæðinu. Sonja Ýr segir kröfur félagsmanna hafa legið fyrir í heilt ár og þeir hafi verið kjarasamningslausir í þann tíma. „Megináherslan hjá okkur er að stytta vinnuvikuna. Við erum líka með kröfur um jöfnun launa á milli markaða og það sem eftir stendur núna eru þessi stóru mál og svo er launaliðurinn sjálfur hjá aðildarfélögunum.“
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Launastefnu lífskjarasamninga „kerfisbundið hafnað“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það skjóta skökku við að stéttarfélög sem samþykktu lífskjarasamningana svokölluðu í fyrra reyni nú með verkfallsaðgerðum að brjóta markmið samningsins á bak aftur. 17. febrúar 2020 17:48 Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 Greiða atkvæði um verkföll allt að 18 þúsund opinberra starfsmanna Atkvæðagreiðsla þeirra aðildarfélaga BSRB, sem semja við ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg, um verkfallsboðun hefst í dag og stendur fram á miðvikudag. 17. febrúar 2020 09:56 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Launastefnu lífskjarasamninga „kerfisbundið hafnað“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það skjóta skökku við að stéttarfélög sem samþykktu lífskjarasamningana svokölluðu í fyrra reyni nú með verkfallsaðgerðum að brjóta markmið samningsins á bak aftur. 17. febrúar 2020 17:48
Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01
Greiða atkvæði um verkföll allt að 18 þúsund opinberra starfsmanna Atkvæðagreiðsla þeirra aðildarfélaga BSRB, sem semja við ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg, um verkfallsboðun hefst í dag og stendur fram á miðvikudag. 17. febrúar 2020 09:56