„Langvarandi vanmat á gildum þessara starfa“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 12:42 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Vísir/Vilhelm Ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst á miðnætti hefur áhrif á um 1650 notendur velferðarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Þá hafa aðgerðirnar áhrif á öll leikskólabörn í borginni. Framkvæmdastjóri Eflingar segist skynja að í samfélaginu sé að opnast á umræðu um „langvarandi vanmat“ á mikilvægi þeirra starfa sem um ræðir. Enn hefur ekki verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar en um 1850 félagsmenn Eflingar starfa á alls 129 starfsstöðvum borgarinnar. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að áfram verði áhrif verkfallsaðgerða mest á leikskólum og matarþjónustu í grunnskólum.Sjá einnig: Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Undanþágur hafa fengist frá verkfallsaðgerðum fyrir það starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni, til að mynda er snýr að umönnun fatlaðs fólks, aldraðra og fólks sem þarf á neyðarþjónustu í gistiskýlum að halda. Eftir því sem líður á verkfallið mun það einnig hafa áhrif á sorphirðu og aðra umhirðu borgarlandsins. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að enn sé enginn viðræðugrundvöllur sem gefi tilefni til að fresta eða hætta verkfallsaðgerðum. Félagið skynji aftur á móti mikinn stuðning í samfélaginu. „Við skynjum það að það er að opnast á umræðu um langvarandi vanmat á gildi þessara starfa sem að um ræðir sem er mjög jákvætt að heyra, að sú umræða sé farin af stað. Og við sannarlega bindum vonir við að það muni endurspeglast síðan í sjálfum viðræðunum,“ segir Viðar. Hann segir lítið hafa verið um verkfallsbrot í aðgerðum til þessa. „Það hefur ekki verið verkfallsvarsla í dag enn sem komið er. Verkfallsvörslunni er svolítið hagað eftir því bara hvaða mannafli er til staðar og slíkt, starfsfólkið okkar er auðvitað að sinna öðrum störfum líka um leið,“ segir Viðar. „Við gerum ráð fyrir að það verði verkfallsvarsla núna í vikunni. Reynslan hefur sýnt að það er þörf á því að gera það, þó svo að þetta séu ekki endilega einhver eindregin ásetningsbrot að þá er það sannarlega nauðsynlegt að láta sá sig á vinnustöðunum og fylgja málunum eftir.“ Efling hefur boðað til samstöðu- og baráttufundar sem hefst klukkan eitt. „Ég vil bara hvetja alla sem að vilja styðja við það að það náist fram sanngjörn og viðunandi lausn í þessu máli að koma á samstöðu- og baráttufundinn okkar klukkan eitt í Iðnó.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst á miðnætti hefur áhrif á um 1650 notendur velferðarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Þá hafa aðgerðirnar áhrif á öll leikskólabörn í borginni. Framkvæmdastjóri Eflingar segist skynja að í samfélaginu sé að opnast á umræðu um „langvarandi vanmat“ á mikilvægi þeirra starfa sem um ræðir. Enn hefur ekki verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar en um 1850 félagsmenn Eflingar starfa á alls 129 starfsstöðvum borgarinnar. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að áfram verði áhrif verkfallsaðgerða mest á leikskólum og matarþjónustu í grunnskólum.Sjá einnig: Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Undanþágur hafa fengist frá verkfallsaðgerðum fyrir það starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni, til að mynda er snýr að umönnun fatlaðs fólks, aldraðra og fólks sem þarf á neyðarþjónustu í gistiskýlum að halda. Eftir því sem líður á verkfallið mun það einnig hafa áhrif á sorphirðu og aðra umhirðu borgarlandsins. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að enn sé enginn viðræðugrundvöllur sem gefi tilefni til að fresta eða hætta verkfallsaðgerðum. Félagið skynji aftur á móti mikinn stuðning í samfélaginu. „Við skynjum það að það er að opnast á umræðu um langvarandi vanmat á gildi þessara starfa sem að um ræðir sem er mjög jákvætt að heyra, að sú umræða sé farin af stað. Og við sannarlega bindum vonir við að það muni endurspeglast síðan í sjálfum viðræðunum,“ segir Viðar. Hann segir lítið hafa verið um verkfallsbrot í aðgerðum til þessa. „Það hefur ekki verið verkfallsvarsla í dag enn sem komið er. Verkfallsvörslunni er svolítið hagað eftir því bara hvaða mannafli er til staðar og slíkt, starfsfólkið okkar er auðvitað að sinna öðrum störfum líka um leið,“ segir Viðar. „Við gerum ráð fyrir að það verði verkfallsvarsla núna í vikunni. Reynslan hefur sýnt að það er þörf á því að gera það, þó svo að þetta séu ekki endilega einhver eindregin ásetningsbrot að þá er það sannarlega nauðsynlegt að láta sá sig á vinnustöðunum og fylgja málunum eftir.“ Efling hefur boðað til samstöðu- og baráttufundar sem hefst klukkan eitt. „Ég vil bara hvetja alla sem að vilja styðja við það að það náist fram sanngjörn og viðunandi lausn í þessu máli að koma á samstöðu- og baráttufundinn okkar klukkan eitt í Iðnó.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira