Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. febrúar 2020 00:01 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, leiddi kröfugöngu frá Iðnó og yfir í ráðhúsið á dögunum. Vísir/Arnar H Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að verkfallið hafi áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar en alls starfa um 1.850 félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg á 129 starfstöðvum. Aðgerðirnar munu hafa áhrif á vistun allra leikskólabarna í borginni.Á vef Reykjavíkurborgar segir að áhrifa verkfallsins muni mest gæta á leikskólunum og matarþjónustu í grunnskólum.Þau börn sem fá vistun í leikskólum verður skipt upp í hópa og er sums staðar hafður sá háttur á að einn hópur fær vist fyrir hádegi og annar eftir hádegi eða skipt niður á daga vikunnar.„Fyrirséð er að matarþjónusta í einhverjum grunnskólum borgarinnar raskast og þurfa nemendur þar að koma með nesti í skólann. Eftir því sem verkfallið stendur lengur yfir mun það einnig hafa áhrif á þrif einhverra grunnskóla sem gætu þurft að loka, í það minnsta tímabundið,“ segir á vef Reykjavíkurborgar. Ruslastampar ekki tæmdir og engin hreinsun í kringum grenndargáma Þá mun ýmis konar þjónusta við borgarlandið skerðast þannig að ákveðnum verkum verður ekki sinnt. Má þar nefna að ruslastampar í borgarlandinu verða ekki tæmdir, viðgerðum á brotholum í malbiki á götum í umsjón Reykjavíkurborgar verður ekki sinnt ásamt hreinsun í kringum grenndargáma, almennri hreinsun borgarlandsins svo dæmi séu tekin.Velferðarsvið hefur fengið undanþágur frá verkfallsaðgerðum fyrir starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni er snýr að umönnun fatlaðs fólks, aldraðra á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum, barna og fólks sem þarf á neyðarþjónustu að halda í gistiskýlum.„Ljóst er að lengra verkfall mun hafa meiri áhrif á þá sem njóta velferðarþjónustu frá borginni. Þrif á heimilum fatlaðs fólks og eldri borgara í heimahúsum falla niður, sömuleiðis aðstoð við böðun. Ekki verður hægt að kaupa máltíðir á félagsmiðstöðvum og þá verður dagdvöl aldraðs fólks í Þorraseli lokuð á meðan verkfalli stendur,“ segir á vef Reykjavíkurborgar.Á vef Eflingar stendur stórum stöfum að ekki hafi verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Síðasti fundur var 7. febrúar auk þess að boðað var til samningafundar þann 10. febrúar. Sá fundur var blásinn af þar sem ríkissáttasemjari mat það svo að samninganefndir Reykjavíkurborgar ogEflingar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. 9. febrúar 2020 20:22 Verkfall á morgun eftir árangurslausan fund Fundur samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá Ríkissáttasemjara í dag bar engan árangur. 5. febrúar 2020 16:33 Óttast um lífskjarasamninginn verði farið að ítrustu kröfum Eflingar Borgarstjóri segir að áhrif allsherjaverkfalls Eflingarfólks hjá borginni verði veruleg á leikskólum, í velferðarþjónustu og umhirðu borgarinnar. Hann óttast að ef farið verði af kröfum Eflingar sé hætta á launahækkunum hjá öðrum hópum og þar með sé lífskjarasamningurinn brostinn. Verkfallið á að hefjast á miðnætti. 16. febrúar 2020 19:00 Formanni Eflingar finnst launakröfur ófaglærðra ekki of nálægt launum leikskólakennara Sólveig Anna segir starfsfólk leikskóla sem er í Eflingu ganga í störf leikskólakennara og bera í mörgum tilvikum sömu ábyrgð. 6. febrúar 2020 18:55 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að verkfallið hafi áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar en alls starfa um 1.850 félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg á 129 starfstöðvum. Aðgerðirnar munu hafa áhrif á vistun allra leikskólabarna í borginni.Á vef Reykjavíkurborgar segir að áhrifa verkfallsins muni mest gæta á leikskólunum og matarþjónustu í grunnskólum.Þau börn sem fá vistun í leikskólum verður skipt upp í hópa og er sums staðar hafður sá háttur á að einn hópur fær vist fyrir hádegi og annar eftir hádegi eða skipt niður á daga vikunnar.„Fyrirséð er að matarþjónusta í einhverjum grunnskólum borgarinnar raskast og þurfa nemendur þar að koma með nesti í skólann. Eftir því sem verkfallið stendur lengur yfir mun það einnig hafa áhrif á þrif einhverra grunnskóla sem gætu þurft að loka, í það minnsta tímabundið,“ segir á vef Reykjavíkurborgar. Ruslastampar ekki tæmdir og engin hreinsun í kringum grenndargáma Þá mun ýmis konar þjónusta við borgarlandið skerðast þannig að ákveðnum verkum verður ekki sinnt. Má þar nefna að ruslastampar í borgarlandinu verða ekki tæmdir, viðgerðum á brotholum í malbiki á götum í umsjón Reykjavíkurborgar verður ekki sinnt ásamt hreinsun í kringum grenndargáma, almennri hreinsun borgarlandsins svo dæmi séu tekin.Velferðarsvið hefur fengið undanþágur frá verkfallsaðgerðum fyrir starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni er snýr að umönnun fatlaðs fólks, aldraðra á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum, barna og fólks sem þarf á neyðarþjónustu að halda í gistiskýlum.„Ljóst er að lengra verkfall mun hafa meiri áhrif á þá sem njóta velferðarþjónustu frá borginni. Þrif á heimilum fatlaðs fólks og eldri borgara í heimahúsum falla niður, sömuleiðis aðstoð við böðun. Ekki verður hægt að kaupa máltíðir á félagsmiðstöðvum og þá verður dagdvöl aldraðs fólks í Þorraseli lokuð á meðan verkfalli stendur,“ segir á vef Reykjavíkurborgar.Á vef Eflingar stendur stórum stöfum að ekki hafi verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Síðasti fundur var 7. febrúar auk þess að boðað var til samningafundar þann 10. febrúar. Sá fundur var blásinn af þar sem ríkissáttasemjari mat það svo að samninganefndir Reykjavíkurborgar ogEflingar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. 9. febrúar 2020 20:22 Verkfall á morgun eftir árangurslausan fund Fundur samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá Ríkissáttasemjara í dag bar engan árangur. 5. febrúar 2020 16:33 Óttast um lífskjarasamninginn verði farið að ítrustu kröfum Eflingar Borgarstjóri segir að áhrif allsherjaverkfalls Eflingarfólks hjá borginni verði veruleg á leikskólum, í velferðarþjónustu og umhirðu borgarinnar. Hann óttast að ef farið verði af kröfum Eflingar sé hætta á launahækkunum hjá öðrum hópum og þar með sé lífskjarasamningurinn brostinn. Verkfallið á að hefjast á miðnætti. 16. febrúar 2020 19:00 Formanni Eflingar finnst launakröfur ófaglærðra ekki of nálægt launum leikskólakennara Sólveig Anna segir starfsfólk leikskóla sem er í Eflingu ganga í störf leikskólakennara og bera í mörgum tilvikum sömu ábyrgð. 6. febrúar 2020 18:55 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. 9. febrúar 2020 20:22
Verkfall á morgun eftir árangurslausan fund Fundur samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá Ríkissáttasemjara í dag bar engan árangur. 5. febrúar 2020 16:33
Óttast um lífskjarasamninginn verði farið að ítrustu kröfum Eflingar Borgarstjóri segir að áhrif allsherjaverkfalls Eflingarfólks hjá borginni verði veruleg á leikskólum, í velferðarþjónustu og umhirðu borgarinnar. Hann óttast að ef farið verði af kröfum Eflingar sé hætta á launahækkunum hjá öðrum hópum og þar með sé lífskjarasamningurinn brostinn. Verkfallið á að hefjast á miðnætti. 16. febrúar 2020 19:00
Formanni Eflingar finnst launakröfur ófaglærðra ekki of nálægt launum leikskólakennara Sólveig Anna segir starfsfólk leikskóla sem er í Eflingu ganga í störf leikskólakennara og bera í mörgum tilvikum sömu ábyrgð. 6. febrúar 2020 18:55
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent