Búin að missa allt traust á þjónustu við fatlaða dóttur sína Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. febrúar 2020 19:00 Móðir fatlaðrar konu sem býr á sambýli í Garðabæ gagnrýnir sveitarfélagið fyrir skeytingaleysi í garð dóttur sinnar. Þrátt fyrir að hafa beðið í næstum tíu ár eftir að komast í íbúðakjarna fyrir fatlaða sé hún enn á biðlista. Þá hafi engin viðbrögð komið þaðan eftir að hún gleymdist í tvígang út í bæ. Katrín Selby býr í London ásamt eiginmanni sínum en dóttir þeirra hefur frá árinu 2006 verið á sambýli fyrir fatlaða einstaklinga á Sigurhæð í Garðabæ. Katrín segir að fyrir næstum áratug hafi þau sótt um fyrir dóttur þeirra í íbúðakjarna fyrir fatlaða. „Ég byrjaði að sækja um á bilinu 2009-2010 í Garðabæ og hef aðeins fengið þau svör þaðan allan tímann að hún sé á biðlista. Samkvæmt lögum þá á það svar ekki að gilda. Þá hefur gengið mjög illa að fá svör frá sveitarfélaginu,“ segir Katrín. Katrín segir að í lögum um fatlaða komi m.a. fram að fatlað fólk eigi rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra. Hún segist svo hafa misst allt traust sitt á þjónustunni við dóttur sína eftir hún gleymdist í tvígang út í bæ. „Það hafa nýlega komið upp tvö atvik þar sem dóttir mín var skilin eftir á stöðum út í bæ í yfir klukkustund þar sem hún átti að vera sótt. Í fyrra skiptið gleymdist að ná í hana og í síðara skiptið var hún keyrð í tómstund á vitlausum degi og skilin eftir í einn og hálfan tíma. Ég hef miklar áhyggjur af þessu og er búin að missa allt traust á þjónustunni,“ segir Katrín. Katrín telur að dóttir sín hafi verið í hættu. „Hún getur ekki tjáð sig og hún var ekki með neitt á sér hver hún er eða hvar hún á heima þannig að ég tel að þetta hafi verið mjög hættulegt,“ segir Katrín. Hún segir að bæði hún og faðir konunnar hafi án árangurs beðið Garðabæ um svör. „Við fáum engin svör frá Garðabæ þrátt fyrir að hafa bæði sent þangað tölvupósta. Mér finnst vera farið illa með fatlaða í dag og ég vona að stjórnmálamenn fari að taka þetta til sín að það verður að fara að hrista eitthvað upp í þessu kerfi,“ segir Katrín. Ekki náðist í bæjarstjóra Garðabæjar vegna málsins í dag sem er staddur erlendis. Félagsmál Garðabær Heilbrigðismál Húsnæðismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Móðir fatlaðrar konu sem býr á sambýli í Garðabæ gagnrýnir sveitarfélagið fyrir skeytingaleysi í garð dóttur sinnar. Þrátt fyrir að hafa beðið í næstum tíu ár eftir að komast í íbúðakjarna fyrir fatlaða sé hún enn á biðlista. Þá hafi engin viðbrögð komið þaðan eftir að hún gleymdist í tvígang út í bæ. Katrín Selby býr í London ásamt eiginmanni sínum en dóttir þeirra hefur frá árinu 2006 verið á sambýli fyrir fatlaða einstaklinga á Sigurhæð í Garðabæ. Katrín segir að fyrir næstum áratug hafi þau sótt um fyrir dóttur þeirra í íbúðakjarna fyrir fatlaða. „Ég byrjaði að sækja um á bilinu 2009-2010 í Garðabæ og hef aðeins fengið þau svör þaðan allan tímann að hún sé á biðlista. Samkvæmt lögum þá á það svar ekki að gilda. Þá hefur gengið mjög illa að fá svör frá sveitarfélaginu,“ segir Katrín. Katrín segir að í lögum um fatlaða komi m.a. fram að fatlað fólk eigi rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra. Hún segist svo hafa misst allt traust sitt á þjónustunni við dóttur sína eftir hún gleymdist í tvígang út í bæ. „Það hafa nýlega komið upp tvö atvik þar sem dóttir mín var skilin eftir á stöðum út í bæ í yfir klukkustund þar sem hún átti að vera sótt. Í fyrra skiptið gleymdist að ná í hana og í síðara skiptið var hún keyrð í tómstund á vitlausum degi og skilin eftir í einn og hálfan tíma. Ég hef miklar áhyggjur af þessu og er búin að missa allt traust á þjónustunni,“ segir Katrín. Katrín telur að dóttir sín hafi verið í hættu. „Hún getur ekki tjáð sig og hún var ekki með neitt á sér hver hún er eða hvar hún á heima þannig að ég tel að þetta hafi verið mjög hættulegt,“ segir Katrín. Hún segir að bæði hún og faðir konunnar hafi án árangurs beðið Garðabæ um svör. „Við fáum engin svör frá Garðabæ þrátt fyrir að hafa bæði sent þangað tölvupósta. Mér finnst vera farið illa með fatlaða í dag og ég vona að stjórnmálamenn fari að taka þetta til sín að það verður að fara að hrista eitthvað upp í þessu kerfi,“ segir Katrín. Ekki náðist í bæjarstjóra Garðabæjar vegna málsins í dag sem er staddur erlendis.
Félagsmál Garðabær Heilbrigðismál Húsnæðismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira