Kynlífsvélmenni geti verið siðferðileg ógn við samfélagið Sylvía Hall skrifar 15. febrúar 2020 12:07 Dæmi um kynlífsvélmenni sem fyrirtækið Realbotix framleiðir. Vísir/Getty Hröð þróun kynlífsvélmenna og gervigreindar getur skapað mörg samfélagsleg vandamál að sögn vísindamanna í Bandaríkjunum. Fullkomnari tækni geri það að verkum að vélmenni geti farið að fullnægja vafasöfum og jafnvel ólöglegum þörfum. Dr. Christine Hendren við Duke-háskóla í Bandaríkjunum segir í samtali við BBC að mikilvægt sé að fylgjast vel með þróun slíkra vélmenna og að vísindamenn vilji skýrt regluverk í kringum framleiðslu þeirra. Það sé einfaldlega of mikið í húfi. Sem dæmi nefnir hún vélmenni sem eru hönnuð til þess að streitast á móti í því skyni að búa til aðstæður sem líkjast nauðgunum. Þá séu vélmenni sem líkist börnum og einn framleiðandi þeirra hafi játað barnagirnd. „Hann segir tækið forvörn gegn því að hann meiði alvöru barn,“ segir Hendren sem spyr þó hvort það sé réttlætanlegt að fólk fái útrás fyrir slíkar hvatir í stað þess að leita sér sálfræðiaðstoðar. Geta þróað sambönd við eigendur sína Margir vísindamenn telja eftirlitsaðila forðast það að sinna eftirliti með framleiðslunni því það sé „of vandræðalegt“ að rannsaka hana. Mikið framboð er af slíkum vélmennum og fullkomnustu útgáfurnar seljast á yfir milljón íslenskra króna hjá framleiðandanum Realbotix. Stofnandi Realbotix, Matt McMullen, segir gervigreind vélmennanna gera það að verkum að þau geti þróað sambönd við eigendur sínar og munað hvað þeim líkar og líkar ekki. Kathleen Richardson, siðfræðiprófessor við De Montfort háskólann í Leicester vill banna slíka markaðssetningu þar sem hún herji sérstaklega á viðkvæma hópa og fólk sem er illa statt félagslega. Þau reyni að telja fólki trú um að það geti uppfyllt félagslegar þarfir sínar með vélmennum. „Samband við kærustu byggist á nánd, væntumþykju og gagnkvæmni. Þetta eru ekki hlutir sem hægt er að skipta út fyrir vélar.“ Kynlíf Tækni Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Hröð þróun kynlífsvélmenna og gervigreindar getur skapað mörg samfélagsleg vandamál að sögn vísindamanna í Bandaríkjunum. Fullkomnari tækni geri það að verkum að vélmenni geti farið að fullnægja vafasöfum og jafnvel ólöglegum þörfum. Dr. Christine Hendren við Duke-háskóla í Bandaríkjunum segir í samtali við BBC að mikilvægt sé að fylgjast vel með þróun slíkra vélmenna og að vísindamenn vilji skýrt regluverk í kringum framleiðslu þeirra. Það sé einfaldlega of mikið í húfi. Sem dæmi nefnir hún vélmenni sem eru hönnuð til þess að streitast á móti í því skyni að búa til aðstæður sem líkjast nauðgunum. Þá séu vélmenni sem líkist börnum og einn framleiðandi þeirra hafi játað barnagirnd. „Hann segir tækið forvörn gegn því að hann meiði alvöru barn,“ segir Hendren sem spyr þó hvort það sé réttlætanlegt að fólk fái útrás fyrir slíkar hvatir í stað þess að leita sér sálfræðiaðstoðar. Geta þróað sambönd við eigendur sína Margir vísindamenn telja eftirlitsaðila forðast það að sinna eftirliti með framleiðslunni því það sé „of vandræðalegt“ að rannsaka hana. Mikið framboð er af slíkum vélmennum og fullkomnustu útgáfurnar seljast á yfir milljón íslenskra króna hjá framleiðandanum Realbotix. Stofnandi Realbotix, Matt McMullen, segir gervigreind vélmennanna gera það að verkum að þau geti þróað sambönd við eigendur sínar og munað hvað þeim líkar og líkar ekki. Kathleen Richardson, siðfræðiprófessor við De Montfort háskólann í Leicester vill banna slíka markaðssetningu þar sem hún herji sérstaklega á viðkvæma hópa og fólk sem er illa statt félagslega. Þau reyni að telja fólki trú um að það geti uppfyllt félagslegar þarfir sínar með vélmennum. „Samband við kærustu byggist á nánd, væntumþykju og gagnkvæmni. Þetta eru ekki hlutir sem hægt er að skipta út fyrir vélar.“
Kynlíf Tækni Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira