Bjóða Gullstráknum sömu ofurlaun og Messi og Ronaldo fá til að loka á Liverpool og Real Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2020 10:30 Kylian Mbappe fagnar einu af mörgu mörkum sínum fyrir Paris Saint Germain. Getty/Aurelien Meunier Kylian Mbappe verður boðinn alvöru launahækkun hjá franska félaginu Paris Saint-Germain nú þegar franski framherjinn er orðaður við bæði Real Madrid og Liverpool. Spænska blaðið AS hefur heimildir fyrir því forráðamenn Paris Saint-Germain séu að bjóðast til að færa Kylian Mbappe upp í sama launaflokk og geymir þá Lionel Messi hjá Barcelona og Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Kylian Mbappe er þegar búinn að hafna tveimur tilboðum þegar frá PSG og það hefur verið skrifað mikið um möguleikana á því að hann fari til Real Madrid eða Liverpool. Franska félagið er tilbúið að ganga langt til að halda Gullstráknum eða „Golden Boy“ svo gott tilboð að það er eiginlega ekki hægt að segja nei. Talk of #Mbappe2020 at Liverpool will be off the table for good if this wage offer from PSG is correct! https://t.co/yzBYVARWvH— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 14, 2020 Það gæti hins vegar verið erfitt fyrir þennan 21 árs gamla strák að hafna nýjasta tilboðinu ekki síst þar sem það er nær útilokað að Liverpool eða Real Madrid geti borgað honum sömu laun. Nýjasta tilboð Paris Saint-Germain er sagt vera um 50 milljónir evra á tímabil sem eru um 6,9 milljarðar króna. Núverandi samningur Kylian Mbappe og PSG er til ársins 2022 og hann fær samkvæmt honum 20,7 milljónir evra á ári fyrir skatt eða tæpir 2,9 milljarðar. Real Madrid hefur verið orðað við Kylian Mbappe í langan tíma en nú upp á síðkastið hefur nafn hans verið orðað meira við Evrópu- og heimsmeistara Liverpool. Það er eitt að geta keypt hann á metfé en það er annað að borga honum sömu ofurlaun og PSG er nú að bjóða. As’s Cover | “The Golden Boy: Madrid are confident Mbappé will not give in to PSG’s renovation offer and will tempt him with an irresistable contract in 2021.” pic.twitter.com/KnPaFQF9RX— Real Madrid Info (@RMadridInfo) February 13, 2020 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hitti fjölskyldumeðlimi Mbappe fyrir tveimur árum þegar hann var að reyna að fá strákinn til að koma til Liverpool en framherjinn frábæri fór þá til Paris Saint Germain. Síðast þegar Klopp talaði um Mbappe þá taldi hann það vera ómögulegt fyrir Liverpool að kaupa leikmanninn. „Það er mjög erfitt að kaupa leikmann í þessum gæðaflokki. Ég sé bara ekki félag sem hefur burði til að kaupa Kylian Mbappe frá PSG. Hvað varðar íþróttalegar ástæður þá eru þær ekki margar að kaupa hann ekki. Þetta snýst bara um peninga. Þetta er ekki einasti möguleiki. Fyrirgefið mér að drepa þessa frétt,“ sagði Jürgen Klopp. Kylian Mbappe hefur þegar skorað í úrslitaleik HM og fagnað heimsmeistaratitli með Frökkum. Hann hefur skorað 13 mörk í 34 landsleikjum þar á meðal tvö mörk á móti Íslandi. Þetta er hann þriðja tímabil með PSG og hann hefur skorað 84 mörk í 115 leikjum með félaginu. Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Kylian Mbappe verður boðinn alvöru launahækkun hjá franska félaginu Paris Saint-Germain nú þegar franski framherjinn er orðaður við bæði Real Madrid og Liverpool. Spænska blaðið AS hefur heimildir fyrir því forráðamenn Paris Saint-Germain séu að bjóðast til að færa Kylian Mbappe upp í sama launaflokk og geymir þá Lionel Messi hjá Barcelona og Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Kylian Mbappe er þegar búinn að hafna tveimur tilboðum þegar frá PSG og það hefur verið skrifað mikið um möguleikana á því að hann fari til Real Madrid eða Liverpool. Franska félagið er tilbúið að ganga langt til að halda Gullstráknum eða „Golden Boy“ svo gott tilboð að það er eiginlega ekki hægt að segja nei. Talk of #Mbappe2020 at Liverpool will be off the table for good if this wage offer from PSG is correct! https://t.co/yzBYVARWvH— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 14, 2020 Það gæti hins vegar verið erfitt fyrir þennan 21 árs gamla strák að hafna nýjasta tilboðinu ekki síst þar sem það er nær útilokað að Liverpool eða Real Madrid geti borgað honum sömu laun. Nýjasta tilboð Paris Saint-Germain er sagt vera um 50 milljónir evra á tímabil sem eru um 6,9 milljarðar króna. Núverandi samningur Kylian Mbappe og PSG er til ársins 2022 og hann fær samkvæmt honum 20,7 milljónir evra á ári fyrir skatt eða tæpir 2,9 milljarðar. Real Madrid hefur verið orðað við Kylian Mbappe í langan tíma en nú upp á síðkastið hefur nafn hans verið orðað meira við Evrópu- og heimsmeistara Liverpool. Það er eitt að geta keypt hann á metfé en það er annað að borga honum sömu ofurlaun og PSG er nú að bjóða. As’s Cover | “The Golden Boy: Madrid are confident Mbappé will not give in to PSG’s renovation offer and will tempt him with an irresistable contract in 2021.” pic.twitter.com/KnPaFQF9RX— Real Madrid Info (@RMadridInfo) February 13, 2020 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hitti fjölskyldumeðlimi Mbappe fyrir tveimur árum þegar hann var að reyna að fá strákinn til að koma til Liverpool en framherjinn frábæri fór þá til Paris Saint Germain. Síðast þegar Klopp talaði um Mbappe þá taldi hann það vera ómögulegt fyrir Liverpool að kaupa leikmanninn. „Það er mjög erfitt að kaupa leikmann í þessum gæðaflokki. Ég sé bara ekki félag sem hefur burði til að kaupa Kylian Mbappe frá PSG. Hvað varðar íþróttalegar ástæður þá eru þær ekki margar að kaupa hann ekki. Þetta snýst bara um peninga. Þetta er ekki einasti möguleiki. Fyrirgefið mér að drepa þessa frétt,“ sagði Jürgen Klopp. Kylian Mbappe hefur þegar skorað í úrslitaleik HM og fagnað heimsmeistaratitli með Frökkum. Hann hefur skorað 13 mörk í 34 landsleikjum þar á meðal tvö mörk á móti Íslandi. Þetta er hann þriðja tímabil með PSG og hann hefur skorað 84 mörk í 115 leikjum með félaginu.
Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira