Óréttlátt að etja leikskólakennurum gegn samstarfsfólki í verkfalli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 14:21 Formaður Eflingar hvetur samninganefnd Reykjavíkurborgar til að leggja fram raunhæfari tillögur til að afstýra ótímabundu verkfalli sem að óbreyttu hefst 17. þessa mánaðar. Vísir/Vilhelm Verkfallsverðir Eflingar hafa ekki orðið varir við nein verkfallsbrot það sem af er verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg en ein ábending barst þó um slíkt í gær og verður málið skoðað nánar í dag. Formaður Eflingar hvetur samninganefnd Reykjavíkurborgar til að leggja fram raunhæfari tillögur til að afstýra ótímabundu verkfalli sem að óbreyttu hefst 17. þessa mánaðar. Verkfall félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg hófst um hádegisbil í gær en að óbreyttu lýkur því ekki fyrr en á miðnætti 13. febrúar. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna hjá borginni eða um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Þegar fréttastofa náði tali af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni eflingar, var hún stödd í Grafarholti að sinna verkfallsvörslu. „Við höfum ekki orðið vör við neitt. Ég fékk vissulega ábendingu um verkfallsbrot í gærkvöldi og starfsmaður Eflingar gengur í málið í dag.“ Sólveig segir að gríðarlegur munur sé á framkvæmd verkfallsins nú, samanborið við verkfallið í vor. Starfsfólkið sýni samstarfsfólki sínu sem er í verkfalli mikinn skilning og stuðning og því sé sé óforskammað hvernig tveimur hópum hefur verið att gegn hvor öðrum í kjaradeilunni, annars vegar faglærðum leikskólakennurum og starfsfólki leikskólanna sem eru í verkfalli. „Þetta er náttúrulega að mínu mati bara ótrúlega forhert og harðsvírað að stilla upp tveimur hópum, mestmegnis konum, sem starfa hlið við hlið inn á sömu stofnun og við sömu kringumstæður og láta eins og það sé hið stórkostlega vandamál í þessari kjaradeilu. Að mínu mati er það einfaldlega óheiðarleg framsetning og ósönn.“ Fundi samninganefnda deiluaðilanna var frestað á mánudag en ríkissáttasemjari hefur enn ekki boðað til nýs fundar. „Við náttúrulega, horfum núna fram á það að ef samninganefnd Reykjavíkurborgar fer ekki að færa okkur eitthvað sem hægt er að skoða af fullri alvöru og ef yfirstjórn þessarar borgar, borgarstjóri og aðrir pólitískir leiðtogar fara ekki að axla sína ábyrgð að fullu og knýja á um að eitthvað, sem hægt er að ræða, verði sett á samningaborðið þá 17. þessa mánaðar erum við bara að fara inn í ótímabundin verkföll með öllu sem því fylgir. Ég sannarlega vona að fólk sé á fullu að undirbúa eitthvað tilboð til okkar sem við getum skoðað og að loksins, eftir allan þennan óralanga tíma, geti þessar samningaviðræður komist á þann stað að fólk fari í sameiningu að vinna að því að finna lausn á þessari erfiðu deilu,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Þurftu að kaupa einnota mataráhöld í þúsundatali vegna verkfallsins Forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða kveðst uggandi yfir stöðu samningaviðræðna Reykjavíkurborgar og Eflingar. 11. febrúar 2020 21:30 Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. 11. febrúar 2020 06:15 SA hvetur fyrirtæki til að sýna starfsfólki skilning vegna fjarveru Verkfallsaðgerðir Eflingar sem staðið gætu í tæpa þrjá sólarhringa hefjast í hádeginu í dag og munu hafa áhrif á þúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu. Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að sýna starfsfólki sínu tillitsemi vegna fjarveru. 11. febrúar 2020 12:03 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sjá meira
Verkfallsverðir Eflingar hafa ekki orðið varir við nein verkfallsbrot það sem af er verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg en ein ábending barst þó um slíkt í gær og verður málið skoðað nánar í dag. Formaður Eflingar hvetur samninganefnd Reykjavíkurborgar til að leggja fram raunhæfari tillögur til að afstýra ótímabundu verkfalli sem að óbreyttu hefst 17. þessa mánaðar. Verkfall félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg hófst um hádegisbil í gær en að óbreyttu lýkur því ekki fyrr en á miðnætti 13. febrúar. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna hjá borginni eða um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Þegar fréttastofa náði tali af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni eflingar, var hún stödd í Grafarholti að sinna verkfallsvörslu. „Við höfum ekki orðið vör við neitt. Ég fékk vissulega ábendingu um verkfallsbrot í gærkvöldi og starfsmaður Eflingar gengur í málið í dag.“ Sólveig segir að gríðarlegur munur sé á framkvæmd verkfallsins nú, samanborið við verkfallið í vor. Starfsfólkið sýni samstarfsfólki sínu sem er í verkfalli mikinn skilning og stuðning og því sé sé óforskammað hvernig tveimur hópum hefur verið att gegn hvor öðrum í kjaradeilunni, annars vegar faglærðum leikskólakennurum og starfsfólki leikskólanna sem eru í verkfalli. „Þetta er náttúrulega að mínu mati bara ótrúlega forhert og harðsvírað að stilla upp tveimur hópum, mestmegnis konum, sem starfa hlið við hlið inn á sömu stofnun og við sömu kringumstæður og láta eins og það sé hið stórkostlega vandamál í þessari kjaradeilu. Að mínu mati er það einfaldlega óheiðarleg framsetning og ósönn.“ Fundi samninganefnda deiluaðilanna var frestað á mánudag en ríkissáttasemjari hefur enn ekki boðað til nýs fundar. „Við náttúrulega, horfum núna fram á það að ef samninganefnd Reykjavíkurborgar fer ekki að færa okkur eitthvað sem hægt er að skoða af fullri alvöru og ef yfirstjórn þessarar borgar, borgarstjóri og aðrir pólitískir leiðtogar fara ekki að axla sína ábyrgð að fullu og knýja á um að eitthvað, sem hægt er að ræða, verði sett á samningaborðið þá 17. þessa mánaðar erum við bara að fara inn í ótímabundin verkföll með öllu sem því fylgir. Ég sannarlega vona að fólk sé á fullu að undirbúa eitthvað tilboð til okkar sem við getum skoðað og að loksins, eftir allan þennan óralanga tíma, geti þessar samningaviðræður komist á þann stað að fólk fari í sameiningu að vinna að því að finna lausn á þessari erfiðu deilu,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Þurftu að kaupa einnota mataráhöld í þúsundatali vegna verkfallsins Forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða kveðst uggandi yfir stöðu samningaviðræðna Reykjavíkurborgar og Eflingar. 11. febrúar 2020 21:30 Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. 11. febrúar 2020 06:15 SA hvetur fyrirtæki til að sýna starfsfólki skilning vegna fjarveru Verkfallsaðgerðir Eflingar sem staðið gætu í tæpa þrjá sólarhringa hefjast í hádeginu í dag og munu hafa áhrif á þúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu. Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að sýna starfsfólki sínu tillitsemi vegna fjarveru. 11. febrúar 2020 12:03 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sjá meira
Þurftu að kaupa einnota mataráhöld í þúsundatali vegna verkfallsins Forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða kveðst uggandi yfir stöðu samningaviðræðna Reykjavíkurborgar og Eflingar. 11. febrúar 2020 21:30
Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. 11. febrúar 2020 06:15
SA hvetur fyrirtæki til að sýna starfsfólki skilning vegna fjarveru Verkfallsaðgerðir Eflingar sem staðið gætu í tæpa þrjá sólarhringa hefjast í hádeginu í dag og munu hafa áhrif á þúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu. Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að sýna starfsfólki sínu tillitsemi vegna fjarveru. 11. febrúar 2020 12:03