Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 08:45 Álverið í Straumsvík er fjölmennur vinnustaður en þar starfa um 500 manns. vísir/vilhelm Rio Tinto skoðar nú hvort álverinu í Straumsvík (ISAL) verði mögulega lokað. Fyrirtækið ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. ISAL er að fullu í eigu Rio Tinto en hjá álverinu starfa um 500 manns. Haldinn var starfsmannafundur í álverinu í morgun vegna málsins. Leitað verður leiða til að auka samkeppnishæfni álversins en í endurskoðuninni eru allar leiðir undir, þar með talið framleiðsluminnkun og möguleg lokun álversins. Ljúka á endurskoðunarferlinu á fyrri helmingi þessa árs. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ISAL en þar segir jafnframt að gert sé ráð fyrir að „rekstur ISAL í krefjandi aðstæðum í áliðnaði verði áfram óarðbær til skemmri og meðallangs tíma sökum ósamkeppnishæfs orkuverðs og lágs verðs á áli í sögulegu samhengi.“ Rio Tinto leiti nú allra leiða til að gera álverið arðbært og samkeppnishæft á alþjóðamörkuðum, meðal annars með samtali við íslensk stjórnvöld og Landsvirkjun. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að forsvarsmenn Rio Tinto hefðu fundað með Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, vegna erfiðleika í rekstrinum. Þannig væri það mat stjórnenda Rio Tinto að raforkusamningur sem gerður var við Landsvirkjun árið 2010 þrengdi svo að rekstrinum að ekki yrði við samninginn unað. Því hefði mikill þrýstingur verið settur á Landsvirkjun, og stjórnvöld, um að endurskoða samninginn í ljósi breyttra aðstæðna á heimsmarkaði með ál. Alf Barrios, forstjóri Rio Tinto Aluminium, segir í tilkynningu fyrirtækisins að markvisst hafi verið unnið að því að bæta ISAL. „Álverið er engu að síður óarðbært og er ekki samkeppnishæft í krefjandi markaðsaðstæðum vegna hás raforkukostnaðar. Rio Tinto mun kanna þær leiðir sem álverinu eru færar með það að markmiði að gera rekstur ISAL fjárhagslega sjálfbæran á ný. Framlag ISAL til íslensks efnahagslífs er umtalsvert og við munum vinna náið með þeim sem eiga gagnkvæma hagsmuni að því að treysta framtíð ISAL, þ.m.t. ríkistjórn, Landsvirkjun, starfsfólki, stéttarfélögum og sveitarfélaginu,“ segir Barrios. Fram kemur í tilkynningu Rio Tinto að vegna taprekstrar hefur framleiðsla ISAL þegar verið minnkuð í 85 prósent af afkastagetu álversins. Vegna taprekstrar hefur framleiðsla ISAL þegar verið minnkuð í 85 prósent af afkastagetu álversins.Fréttin hefur verið uppfærð. Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Landsvirkjun tapar milljörðum á samdrætti Rio Tinto Stjórnendur Rio Tinto í Straumsvík tilkynntu í lok janúar að fyrirtækið stefndi að því að framleiða um 184 þúsund tonn af áli í ár. Í fyrra framleiddi Rio Tinto 212 þúsund tonn af áli og því samdráttur upp á rúm þrettán prósent. 11. febrúar 2020 18:30 Minnka framleiðslu í Straumsvík um 15 prósent Framleiðslan mun þannig nema 184 þúsund tonnum á þessu ári miðað við 212 þúsund tonn árið 2018. 25. janúar 2020 07:53 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Sjá meira
Rio Tinto skoðar nú hvort álverinu í Straumsvík (ISAL) verði mögulega lokað. Fyrirtækið ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. ISAL er að fullu í eigu Rio Tinto en hjá álverinu starfa um 500 manns. Haldinn var starfsmannafundur í álverinu í morgun vegna málsins. Leitað verður leiða til að auka samkeppnishæfni álversins en í endurskoðuninni eru allar leiðir undir, þar með talið framleiðsluminnkun og möguleg lokun álversins. Ljúka á endurskoðunarferlinu á fyrri helmingi þessa árs. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ISAL en þar segir jafnframt að gert sé ráð fyrir að „rekstur ISAL í krefjandi aðstæðum í áliðnaði verði áfram óarðbær til skemmri og meðallangs tíma sökum ósamkeppnishæfs orkuverðs og lágs verðs á áli í sögulegu samhengi.“ Rio Tinto leiti nú allra leiða til að gera álverið arðbært og samkeppnishæft á alþjóðamörkuðum, meðal annars með samtali við íslensk stjórnvöld og Landsvirkjun. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að forsvarsmenn Rio Tinto hefðu fundað með Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, vegna erfiðleika í rekstrinum. Þannig væri það mat stjórnenda Rio Tinto að raforkusamningur sem gerður var við Landsvirkjun árið 2010 þrengdi svo að rekstrinum að ekki yrði við samninginn unað. Því hefði mikill þrýstingur verið settur á Landsvirkjun, og stjórnvöld, um að endurskoða samninginn í ljósi breyttra aðstæðna á heimsmarkaði með ál. Alf Barrios, forstjóri Rio Tinto Aluminium, segir í tilkynningu fyrirtækisins að markvisst hafi verið unnið að því að bæta ISAL. „Álverið er engu að síður óarðbært og er ekki samkeppnishæft í krefjandi markaðsaðstæðum vegna hás raforkukostnaðar. Rio Tinto mun kanna þær leiðir sem álverinu eru færar með það að markmiði að gera rekstur ISAL fjárhagslega sjálfbæran á ný. Framlag ISAL til íslensks efnahagslífs er umtalsvert og við munum vinna náið með þeim sem eiga gagnkvæma hagsmuni að því að treysta framtíð ISAL, þ.m.t. ríkistjórn, Landsvirkjun, starfsfólki, stéttarfélögum og sveitarfélaginu,“ segir Barrios. Fram kemur í tilkynningu Rio Tinto að vegna taprekstrar hefur framleiðsla ISAL þegar verið minnkuð í 85 prósent af afkastagetu álversins. Vegna taprekstrar hefur framleiðsla ISAL þegar verið minnkuð í 85 prósent af afkastagetu álversins.Fréttin hefur verið uppfærð.
Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Landsvirkjun tapar milljörðum á samdrætti Rio Tinto Stjórnendur Rio Tinto í Straumsvík tilkynntu í lok janúar að fyrirtækið stefndi að því að framleiða um 184 þúsund tonn af áli í ár. Í fyrra framleiddi Rio Tinto 212 þúsund tonn af áli og því samdráttur upp á rúm þrettán prósent. 11. febrúar 2020 18:30 Minnka framleiðslu í Straumsvík um 15 prósent Framleiðslan mun þannig nema 184 þúsund tonnum á þessu ári miðað við 212 þúsund tonn árið 2018. 25. janúar 2020 07:53 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Sjá meira
Landsvirkjun tapar milljörðum á samdrætti Rio Tinto Stjórnendur Rio Tinto í Straumsvík tilkynntu í lok janúar að fyrirtækið stefndi að því að framleiða um 184 þúsund tonn af áli í ár. Í fyrra framleiddi Rio Tinto 212 þúsund tonn af áli og því samdráttur upp á rúm þrettán prósent. 11. febrúar 2020 18:30
Minnka framleiðslu í Straumsvík um 15 prósent Framleiðslan mun þannig nema 184 þúsund tonnum á þessu ári miðað við 212 þúsund tonn árið 2018. 25. janúar 2020 07:53