Trans börn í heild sinni: Alex Grétar og Gabríela María Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 14:00 Alex Grétar og Gabríela María segja sína sögu í fyrsta þættinum af Trans börn. Myndir/Stöð 2 „Trans er að ég fæddist sem stelpa, en ég vildi samt vera strákur. Eða ég er strákur, en samt er ég stelpa,“ segir Alex Grétar, einn fjögurra barna sem er fjallað um í þáttunum Trans börn. Fyrsti þáttur var sýndur í opinni dagskrá og hægt er að horfa á hann í heild sinni í spilaranum neðar í fréttinni. Aðeins fyrsti þátturinn af þremur var í opinni dagskrá, en stjórnendum Stöðvar 2 fannst að þessi þáttur ætti einfaldlega erindi við sem flesta.Sjá einnig: Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Trans börn er heimildarþáttaröð í þremur hlutum en í fyrsta þætti kynnumst við Alex Grétari og Gabríelu Maríu og fjölskyldum þeirra. Þættirnir gefa innsýn í það hvernig það er fyrir þau að taka stórar og afdrifaríkar ákvarðanir um framtíð sína á táningsaldri. „Mér leið alveg illa á sumum dögum, eins og það væri eitthvað að mér.“ segir Gabríela María en hún leit samt aldrei á sig sem annað en stelpu. Fjölskyldurnar fjórar opna sig upp á gátt í þáttunum. Þau lýsa því hvenær fyrstu merkin fóru að sjást um að börnin upplifðu sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. Sumir foreldranna streittust á móti í byrjun, jafnvel með því að banna ákveðinn klæðaburð eða með því að snoða hárið í stað þess að leyfa því að verða sítt. „Það er voðalega gott að geta sagt við foreldra að barnið þitt hefur alla möguleika til að verða hamingjusamt og meiri möguleika á að verða hamingjusamt ef það fær að vera það sjálft,“ segir segir Sigríður Birna Valsdóttir ráðgjafi hjá Samtökunum 78. Hún segir að flestir foreldrar trans barna sem hún hittir, hafi fengið að heyra frá öðru fólki að þau séu að ýta barninu sínu út í einhverja hegðun með því að leyfa því að vera eins og það er. Klippa: Trans börn - Fyrsti þáttur Framleiðandi þáttanna er Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sér um umsjón og klippingu annast Fannar Scheving Edwardsson. Friðrik Friðriksson sá um myndatöku. Næsti þáttur er á dagskrá Stöðvar 2 næsta sunnudag strax á eftir fréttum. Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Trans börn Tengdar fréttir Reiður og var að reyna að skaða sig Í þáttunum Trans börn er fjórum íslenskum fjölskyldum fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 9. febrúar 2020 14:30 Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segir að allir geti lært eitthvað af þáttunum Trans börn sem hefja göngu sýna á Stöð 2 á sunnudag. 5. febrúar 2020 18:06 Þekkingarleysi í heilbrigðiskerfinu kemur niður á trans börnum Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. 8. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
„Trans er að ég fæddist sem stelpa, en ég vildi samt vera strákur. Eða ég er strákur, en samt er ég stelpa,“ segir Alex Grétar, einn fjögurra barna sem er fjallað um í þáttunum Trans börn. Fyrsti þáttur var sýndur í opinni dagskrá og hægt er að horfa á hann í heild sinni í spilaranum neðar í fréttinni. Aðeins fyrsti þátturinn af þremur var í opinni dagskrá, en stjórnendum Stöðvar 2 fannst að þessi þáttur ætti einfaldlega erindi við sem flesta.Sjá einnig: Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Trans börn er heimildarþáttaröð í þremur hlutum en í fyrsta þætti kynnumst við Alex Grétari og Gabríelu Maríu og fjölskyldum þeirra. Þættirnir gefa innsýn í það hvernig það er fyrir þau að taka stórar og afdrifaríkar ákvarðanir um framtíð sína á táningsaldri. „Mér leið alveg illa á sumum dögum, eins og það væri eitthvað að mér.“ segir Gabríela María en hún leit samt aldrei á sig sem annað en stelpu. Fjölskyldurnar fjórar opna sig upp á gátt í þáttunum. Þau lýsa því hvenær fyrstu merkin fóru að sjást um að börnin upplifðu sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. Sumir foreldranna streittust á móti í byrjun, jafnvel með því að banna ákveðinn klæðaburð eða með því að snoða hárið í stað þess að leyfa því að verða sítt. „Það er voðalega gott að geta sagt við foreldra að barnið þitt hefur alla möguleika til að verða hamingjusamt og meiri möguleika á að verða hamingjusamt ef það fær að vera það sjálft,“ segir segir Sigríður Birna Valsdóttir ráðgjafi hjá Samtökunum 78. Hún segir að flestir foreldrar trans barna sem hún hittir, hafi fengið að heyra frá öðru fólki að þau séu að ýta barninu sínu út í einhverja hegðun með því að leyfa því að vera eins og það er. Klippa: Trans börn - Fyrsti þáttur Framleiðandi þáttanna er Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sér um umsjón og klippingu annast Fannar Scheving Edwardsson. Friðrik Friðriksson sá um myndatöku. Næsti þáttur er á dagskrá Stöðvar 2 næsta sunnudag strax á eftir fréttum.
Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Trans börn Tengdar fréttir Reiður og var að reyna að skaða sig Í þáttunum Trans börn er fjórum íslenskum fjölskyldum fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 9. febrúar 2020 14:30 Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segir að allir geti lært eitthvað af þáttunum Trans börn sem hefja göngu sýna á Stöð 2 á sunnudag. 5. febrúar 2020 18:06 Þekkingarleysi í heilbrigðiskerfinu kemur niður á trans börnum Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. 8. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Reiður og var að reyna að skaða sig Í þáttunum Trans börn er fjórum íslenskum fjölskyldum fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 9. febrúar 2020 14:30
Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segir að allir geti lært eitthvað af þáttunum Trans börn sem hefja göngu sýna á Stöð 2 á sunnudag. 5. febrúar 2020 18:06
Þekkingarleysi í heilbrigðiskerfinu kemur niður á trans börnum Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. 8. febrúar 2020 20:30