Kári telur að menntun eigi ekki að hafa áhrif á laun Jakob Bjarnar skrifar 10. febrúar 2020 11:31 Kári skipar sér í lið með Sólveigu Önnu gegn Degi, þau telja að ekki eigi að líta til menntunar þegar laun eru ákvörðuð. visir/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert réttlæti felast í því að laun þeirra sem hafa mikla menntun séu hærri en þeirra sem hafa litla menntun. Hann ritaði athugasemd í Facebookhóp sem heitir Pírataspjallið en þar hafði Einar Steingrímsson stærðfræðingur vakið máls á þessum mikla ásteytingarsteini; hvort og hvernig menntun eigi að hafa áhrif á laun. Einar fettir fingur út í málflutning Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Dagur telur, og koma það fram í viðtali í Silfri Ríkisútvarpsins sjónvarps í gær, á að launamunur ófaglærðra og háskólamenntaðra verði að vera til staðar, rík krafa sé um að menntun sé metin til launa í samfélaginu. Láglaunafólk megi éta það sem úti frýs Þessi ábending Dags var sett fram vegna kjaradeilu borgarinnar og Eflingar en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur ekki gefið mikið fyrir að svo eigi að vera. Einar talar um „jafnaðarmanninn“ Dag, innan gæsalappa; að hann telji greinilega að núverandi launamunur sé náttúrlögmál sem ekki megi hrófla við. „Láglaunafólkið á að halda áfram að éta það sem úti frýs, því fái það umtalsverðar launahækkanir þarf að hækka laun Dags úr rúmlega 2,2 milljónum í þrjár“. Miklar umræður eru um þetta atriði á Pírataspjallinu þar sem meðal annars er bent á að það sé þá lítill hvati fyrir fólk að leggja á sig langskólanám ef það þýðir að fólk missi þá mikilvægan tíma á vinnumarkaði og komi svo þangað með íþyngjandi námslán á bakinu. Sé litið til ævitekna muni þeir aldrei eiga hinn minnsta möguleika á að ná þeim sem hefur störf fyrr, í hinu svonefnda lífsgæðakapphlaupi. Það þýðir reyndar að menntakerfið í núverendi mynd sé tilgangslaust. Ekki merkilegra að vera í skóla en á vinnumarkaði En, Kári gefur lítið sem ekkert fyrir slíka nálgun. „Tilvist manna í skóla er sjaldan merkilegri en tilvist manna utan skóla og reynsla sem menn öðlast í skóla er sjaldan mikilvægari en sú sem fæst utan skóla.“ Hann gengur út frá því að þeir sem njóti menntunar komi frá efnameiri fjölskyldum. „Hversu mikla menntun menn hljóta er í beinu hlutfalli við efnahag og menntun foreldra þeirra. Laun ættu að markast af því hvað menn leggja að mörkum í starfi þeirra, ekki hvað menn lögðu að mörkum sem nemendur í skóla. Ein aðferð til þess að takast á við þetta væri að greiða nemendum lágmarkslaun meðan þeir eru í háskóla og hætta síðan algjörlega að tengja laun við menntun heldur eingöngu við ábyrgð og afköst.“ Á Pírataspjallinu er gerður góður rómur að þessum orðum Kára þó einhverjir séu þar til að mótmæla uppleggi forstjórans. En, svo virðist sem hér sé um að ræða óleysanlega þraut – hvernig þessi tvo sjónarmið geti farið saman. Efnahagsmál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. 9. febrúar 2020 20:22 Segir sig sjálft að það gangi ekki að vera með 270 þúsund krónur útborgað Helmingur allra leikskólabarna í Reykjavíkurborg var sendur heim þegar félagsmenn Eflingar lögðu niður störf í hádeginu í dag. Aðgerðirnar höfðu víðtæk áhrif í borginni. 4. febrúar 2020 20:00 Verkfall á morgun eftir árangurslausan fund Fundur samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá Ríkissáttasemjara í dag bar engan árangur. 5. febrúar 2020 16:33 Formanni Eflingar finnst launakröfur ófaglærðra ekki of nálægt launum leikskólakennara Sólveig Anna segir starfsfólk leikskóla sem er í Eflingu ganga í störf leikskólakennara og bera í mörgum tilvikum sömu ábyrgð. 6. febrúar 2020 18:55 Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert réttlæti felast í því að laun þeirra sem hafa mikla menntun séu hærri en þeirra sem hafa litla menntun. Hann ritaði athugasemd í Facebookhóp sem heitir Pírataspjallið en þar hafði Einar Steingrímsson stærðfræðingur vakið máls á þessum mikla ásteytingarsteini; hvort og hvernig menntun eigi að hafa áhrif á laun. Einar fettir fingur út í málflutning Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Dagur telur, og koma það fram í viðtali í Silfri Ríkisútvarpsins sjónvarps í gær, á að launamunur ófaglærðra og háskólamenntaðra verði að vera til staðar, rík krafa sé um að menntun sé metin til launa í samfélaginu. Láglaunafólk megi éta það sem úti frýs Þessi ábending Dags var sett fram vegna kjaradeilu borgarinnar og Eflingar en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur ekki gefið mikið fyrir að svo eigi að vera. Einar talar um „jafnaðarmanninn“ Dag, innan gæsalappa; að hann telji greinilega að núverandi launamunur sé náttúrlögmál sem ekki megi hrófla við. „Láglaunafólkið á að halda áfram að éta það sem úti frýs, því fái það umtalsverðar launahækkanir þarf að hækka laun Dags úr rúmlega 2,2 milljónum í þrjár“. Miklar umræður eru um þetta atriði á Pírataspjallinu þar sem meðal annars er bent á að það sé þá lítill hvati fyrir fólk að leggja á sig langskólanám ef það þýðir að fólk missi þá mikilvægan tíma á vinnumarkaði og komi svo þangað með íþyngjandi námslán á bakinu. Sé litið til ævitekna muni þeir aldrei eiga hinn minnsta möguleika á að ná þeim sem hefur störf fyrr, í hinu svonefnda lífsgæðakapphlaupi. Það þýðir reyndar að menntakerfið í núverendi mynd sé tilgangslaust. Ekki merkilegra að vera í skóla en á vinnumarkaði En, Kári gefur lítið sem ekkert fyrir slíka nálgun. „Tilvist manna í skóla er sjaldan merkilegri en tilvist manna utan skóla og reynsla sem menn öðlast í skóla er sjaldan mikilvægari en sú sem fæst utan skóla.“ Hann gengur út frá því að þeir sem njóti menntunar komi frá efnameiri fjölskyldum. „Hversu mikla menntun menn hljóta er í beinu hlutfalli við efnahag og menntun foreldra þeirra. Laun ættu að markast af því hvað menn leggja að mörkum í starfi þeirra, ekki hvað menn lögðu að mörkum sem nemendur í skóla. Ein aðferð til þess að takast á við þetta væri að greiða nemendum lágmarkslaun meðan þeir eru í háskóla og hætta síðan algjörlega að tengja laun við menntun heldur eingöngu við ábyrgð og afköst.“ Á Pírataspjallinu er gerður góður rómur að þessum orðum Kára þó einhverjir séu þar til að mótmæla uppleggi forstjórans. En, svo virðist sem hér sé um að ræða óleysanlega þraut – hvernig þessi tvo sjónarmið geti farið saman.
Efnahagsmál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. 9. febrúar 2020 20:22 Segir sig sjálft að það gangi ekki að vera með 270 þúsund krónur útborgað Helmingur allra leikskólabarna í Reykjavíkurborg var sendur heim þegar félagsmenn Eflingar lögðu niður störf í hádeginu í dag. Aðgerðirnar höfðu víðtæk áhrif í borginni. 4. febrúar 2020 20:00 Verkfall á morgun eftir árangurslausan fund Fundur samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá Ríkissáttasemjara í dag bar engan árangur. 5. febrúar 2020 16:33 Formanni Eflingar finnst launakröfur ófaglærðra ekki of nálægt launum leikskólakennara Sólveig Anna segir starfsfólk leikskóla sem er í Eflingu ganga í störf leikskólakennara og bera í mörgum tilvikum sömu ábyrgð. 6. febrúar 2020 18:55 Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Sjá meira
Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. 9. febrúar 2020 20:22
Segir sig sjálft að það gangi ekki að vera með 270 þúsund krónur útborgað Helmingur allra leikskólabarna í Reykjavíkurborg var sendur heim þegar félagsmenn Eflingar lögðu niður störf í hádeginu í dag. Aðgerðirnar höfðu víðtæk áhrif í borginni. 4. febrúar 2020 20:00
Verkfall á morgun eftir árangurslausan fund Fundur samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá Ríkissáttasemjara í dag bar engan árangur. 5. febrúar 2020 16:33
Formanni Eflingar finnst launakröfur ófaglærðra ekki of nálægt launum leikskólakennara Sólveig Anna segir starfsfólk leikskóla sem er í Eflingu ganga í störf leikskólakennara og bera í mörgum tilvikum sömu ábyrgð. 6. febrúar 2020 18:55
Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26