Fyrirgefðu, Hlynur en við sváfum á verðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 13:00 Hlynur Bæringsson er hér búinn að taka eitt af þrjú þúsund fráköstum sínum í úrvalsdeild karla. Vísir/Vilhelm Hlynur Bæringsson er besti frákastari sem íslenskur körfubolti hefur alið og nú er það staðfest með tölfræðinni. Reyndar næstum því einu ári of seint en betra seint en aldrei. Þegar tölfræði úrvalsdeildarinnar var skoðuð betur kom í ljós að Hlynur sló frákastamet Guðmundar Bragasonar í úrvalsdeild karla í lok síðasta tímabils. Hann hafði áður aðeins verið sá þriðji í sögunni til að taka yfir þrjú þúsund fráköst í deildarkeppninni. Körfuknattleikssambandið hefur verið í fararbroddi hvað varðar tölfræðiskráningu en glímir enn við það vandamál að geta ekki tengt saman gamla og nýja tímann. Það þarf því að leggja saman tölur úr mismunandi gagnagrunnum til að fá heildartölur þeirra leikmanna sem hafa leikið lengst í deildinni. Þetta er skýring en ekki afsökun fyrir því að körfuboltaheimurinn missti af tímamótum Hlyns Bæringssonar á síðasta tímabili. Undirritaður fór að skoða tölur Hlyns betur eftir athyglisvert tölfræðispjall við þjálfara Hlyns hjá Stjörnunni, Arnar Guðjónsson. Arnar velti þar fyrir sér stöðu Hlyns Bæringssonar á frákastalistanum og ég vissi ekki betur en hann væri ekki búinn að ná Guðmundi. Allt annað kom hins vegar í ljós. Hlynur Bæringsson.Vísir/Bára Þegar gömlur tölurnar eru skoðaðar frá fyrstu árum Hlyns í úrvalsdeildinni þá kemur í ljós að Hlynur tók 2528 fráköst í 241 leik áður en hann fór út til Svíþjóðar í atvinnumennsku eða 10,5 fráköst í leik. Hlynur kom aftur heim fyrir 2016-17 tímabilið og gekk þá til liðs við Stjörnuna. Hlynur hefur tekið 904 fráköst í 79 leikjum undanfarin fjögur tímabil eða 11,4 í leik. Það gerir samtals 3432 fráköst í 320 leikjum eða 10,7 fráköst að meðaltali í leik. Hlynur er þegar kominn með 139 fráköst á þessu tímabili. Guðmundur Bragason tók alls 3260 fráköst í 348 leikjum eða 9,4 fráköst að meðaltali í leik. Þriðji maðurinn til að taka yfir þrjú þúsund fráköst í deildarkeppninni er síðan Friðrik Stefánsson sem tók 3212 fráköst í 359 deildarleik á sínum ferli. Hlynur Bæringsson sló frákastamet Guðmundar í leik á móti Njarðvík í Garðabænum 4. mars í fyrra. Hlynur tók 7 fráköst í leiknum en þurfti þrjú fráköst til að bæta metið. Það væri kannski vel við hæfi að verðlauna Hlyn þegar hann nær öðru frákastameti. Guðmundur Bragason er nefnilega enn með 43 fleiri sóknarfráköst en Hlynur. Hlynur á því enn nokkuð í land að ná fleiri sóknarfráköstum en Grindvíkingurinn og þeir fjórir leikir sem eru eftir af deildarkeppninni í ár duga nú varla. Hlynur þarf því að taka annað tímabil til að ná því meti af Guðmundi og miðað við formið á kappanum í vetur myndu allir fagna því. Vísir/Bára Flest fráköst í úrvalsdeild karla: 1. Hlynur Bæringsson 3432 2. Guðmundur Bragason 3260 3. Friðrik Stefánsson 3212 4. Ómar Örn Sævarsson 2847 5. John Kevin Rhodes 2548 6. Páll Axel Vilbergsson 2471 7. Rondey Robinson 2455Fráköst Hlyns Bæringssonar eftir tímabilum: 1997-1998 Skallagrímur 13 (0,8 í leik) 1998-1999 Skallagrímur 135 (6,4) 1999-2000 Skallagrímur 203 (9,2) 2000-2001 Skallagrímur 142 (12,9) 2001-2002 Skallagrímur 225 (10,2) 2002-2003 Snæfell 244 (12,2) 2003-2004 Snæfell 261 (11,9) 2004-2005 Snæfell 225 (10,2) 2006-2007 Snæfell 254 (11,5) 2007-2008 Snæfell 267 (12,1) 2008-2009 Snæfell 256 (12,2) 2009-2010 Snæfell 303 (15,2) 2016-2017 Stjarnan 282 (12,8) 2017-2018 Stjarnan 275 (12,5) 2018-2019 Stjarnan 208 (9,5) 2019-2020 Stjarnan 139 (10,7) Dominos-deild karla Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna Sjá meira
Hlynur Bæringsson er besti frákastari sem íslenskur körfubolti hefur alið og nú er það staðfest með tölfræðinni. Reyndar næstum því einu ári of seint en betra seint en aldrei. Þegar tölfræði úrvalsdeildarinnar var skoðuð betur kom í ljós að Hlynur sló frákastamet Guðmundar Bragasonar í úrvalsdeild karla í lok síðasta tímabils. Hann hafði áður aðeins verið sá þriðji í sögunni til að taka yfir þrjú þúsund fráköst í deildarkeppninni. Körfuknattleikssambandið hefur verið í fararbroddi hvað varðar tölfræðiskráningu en glímir enn við það vandamál að geta ekki tengt saman gamla og nýja tímann. Það þarf því að leggja saman tölur úr mismunandi gagnagrunnum til að fá heildartölur þeirra leikmanna sem hafa leikið lengst í deildinni. Þetta er skýring en ekki afsökun fyrir því að körfuboltaheimurinn missti af tímamótum Hlyns Bæringssonar á síðasta tímabili. Undirritaður fór að skoða tölur Hlyns betur eftir athyglisvert tölfræðispjall við þjálfara Hlyns hjá Stjörnunni, Arnar Guðjónsson. Arnar velti þar fyrir sér stöðu Hlyns Bæringssonar á frákastalistanum og ég vissi ekki betur en hann væri ekki búinn að ná Guðmundi. Allt annað kom hins vegar í ljós. Hlynur Bæringsson.Vísir/Bára Þegar gömlur tölurnar eru skoðaðar frá fyrstu árum Hlyns í úrvalsdeildinni þá kemur í ljós að Hlynur tók 2528 fráköst í 241 leik áður en hann fór út til Svíþjóðar í atvinnumennsku eða 10,5 fráköst í leik. Hlynur kom aftur heim fyrir 2016-17 tímabilið og gekk þá til liðs við Stjörnuna. Hlynur hefur tekið 904 fráköst í 79 leikjum undanfarin fjögur tímabil eða 11,4 í leik. Það gerir samtals 3432 fráköst í 320 leikjum eða 10,7 fráköst að meðaltali í leik. Hlynur er þegar kominn með 139 fráköst á þessu tímabili. Guðmundur Bragason tók alls 3260 fráköst í 348 leikjum eða 9,4 fráköst að meðaltali í leik. Þriðji maðurinn til að taka yfir þrjú þúsund fráköst í deildarkeppninni er síðan Friðrik Stefánsson sem tók 3212 fráköst í 359 deildarleik á sínum ferli. Hlynur Bæringsson sló frákastamet Guðmundar í leik á móti Njarðvík í Garðabænum 4. mars í fyrra. Hlynur tók 7 fráköst í leiknum en þurfti þrjú fráköst til að bæta metið. Það væri kannski vel við hæfi að verðlauna Hlyn þegar hann nær öðru frákastameti. Guðmundur Bragason er nefnilega enn með 43 fleiri sóknarfráköst en Hlynur. Hlynur á því enn nokkuð í land að ná fleiri sóknarfráköstum en Grindvíkingurinn og þeir fjórir leikir sem eru eftir af deildarkeppninni í ár duga nú varla. Hlynur þarf því að taka annað tímabil til að ná því meti af Guðmundi og miðað við formið á kappanum í vetur myndu allir fagna því. Vísir/Bára Flest fráköst í úrvalsdeild karla: 1. Hlynur Bæringsson 3432 2. Guðmundur Bragason 3260 3. Friðrik Stefánsson 3212 4. Ómar Örn Sævarsson 2847 5. John Kevin Rhodes 2548 6. Páll Axel Vilbergsson 2471 7. Rondey Robinson 2455Fráköst Hlyns Bæringssonar eftir tímabilum: 1997-1998 Skallagrímur 13 (0,8 í leik) 1998-1999 Skallagrímur 135 (6,4) 1999-2000 Skallagrímur 203 (9,2) 2000-2001 Skallagrímur 142 (12,9) 2001-2002 Skallagrímur 225 (10,2) 2002-2003 Snæfell 244 (12,2) 2003-2004 Snæfell 261 (11,9) 2004-2005 Snæfell 225 (10,2) 2006-2007 Snæfell 254 (11,5) 2007-2008 Snæfell 267 (12,1) 2008-2009 Snæfell 256 (12,2) 2009-2010 Snæfell 303 (15,2) 2016-2017 Stjarnan 282 (12,8) 2017-2018 Stjarnan 275 (12,5) 2018-2019 Stjarnan 208 (9,5) 2019-2020 Stjarnan 139 (10,7)
Dominos-deild karla Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna Sjá meira