Lífið

#12stig: Tækni­vand­ræði í út­sendingu settu Twitter á hliðina

Eiður Þór Árnason skrifar
Spennan magnast.
Spennan magnast. RÚV

Í kvöld kemur í ljós hvert framlag Íslands verður til Eurovision söngvakeppnarinnar í Hollandi fram fer í maí næstkomandi. Fimm lög keppa til leiks á úrslitakvöldinu og hefur keppnin að venju verið Íslendingum hugleikin á samfélagsmiðlum.

Tæknileg vandamál komu upp þegar Daði og Gagnamagnið fluttu lag sitt aftur í úrslitaeinvíginu og greip RÚV til þess ráðs að stöðva flutninginn stuttu eftir að hann hófst. Óhætt er að segja að vandræðin hafi farið illa í Twitterverja.

Nokkur stund leið þangað til að Gagnamagnið fékk að hefja flutning sinn aftur og kom það í hlut kynnana að fylla upp í tímann á meðan. Úr varð að útsendingarlokum seinkaði um minnst tuttugu mínútur ef marka má fyrirliggjandi dagskrá RÚV.

Hér má sjá brot af því besta sem fólk hefur haft að segja um atriðin og útsendinguna á Twitter í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.