Kjartan Atli og Teitur fara yfir komandi leiki | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. febrúar 2020 21:00 Kjartan Atli og Teitur voru léttir, ljúfir og kátir í kvöld. Vísir/Skjáskot Domino´s deild karla fer aftur af stað eftir gott bikar- og landsleikjafrí nú um helgina. Þeir Kjartan Atli Kjartansson og Teitur Örlygsson hittust því og fóru yfir komandi umferð. Nú fer tímabilið senn að klárast og ljóst að línur eru farnar að skýrast. Fóru þeir félagar yfir hvern leik fyrir sig og má sjá alla umræðuna í spilaranum hér að neðan.Næsta umferð Sunnudaginn 1. mars eru fjórir leikir í Domino´s deild karla. Valur fær Grindavík í heimsókn - í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, Stjarnan fær Þór Akureyri í heimsókn, Keflavík fær Hauka í heimsókn og Njarðvík fær KR í heimsókn - í beinni á Stöð 2 Sport 2. Degi síðar eða á mánudeginum 2. mars fara Fjölnismenn á Sauðárkrók þar sem þeir mæta heimamönnum í Tindastól og ÍR fær Þór Þorlákshöfn í heimsókn – í beinni á Stöð 2 Sport. Í kjölfarið er svo bein útsending frá Domino´s Körfuboltakvöldi.Grindvíkingar til alls líklegir„Grindvíkingar komust í bikarúrslit og það er búið að vera skrið á þeim,“ sagði Kjartan Atli um Grindavíkur liðið og Teitur tók í sama streng „Það eru búin að vera batamerki á þeim, nýji leikmaðurinn þeirra [Seth LeDay] styrkir þá mikið og Sigtryggur [Arnar Björnsson] virðist vera búinn að finna fjölina sína. Honum finnst gaman að fá athygli og þá er oft meiri kraftur í honum. Valur verður hins vegar að vinna.“Stjarnan of stór biti fyrir ÞórTeitur hefur ekki mikla trú á Þór Akureyri gegn Stjörnunni í Garðabænum. „Stjarnan eru bara það massífir að ég held að það sé of stór pakki fyrir Þór til að gera þetta að leik.“KR verða með meistaralið sama hvaðGífurleg meiðsli Íslandsmeistara KR voru eðlilega rædd en Teitur vill samt meina að þeir mæti með ágætis lið í komandi leik gegn Njarðvík „Hverjir eru að fara mæta til leiks fyrir KR, það er kannski það forvitnilegasta finnst mér,“ sagði Kjartan um komandi leik KR en liðið mætir Njarðvík á útivelli. „Þeir verða með meistaralið, það er ekkert öðruvísi“ sagði Teitur um leikmannahóp KR en Dino Cinac, króatíski miðherji liðsins, meiddist illa á auga í vikunni. Mike DiNunno samdi við KR á dögunum en hann hefur verið að glíma við meiðsli og verður ekki leikfær fyrr en í úrslitakeppninni. Þá er Björn Kristjánsson enn frá og aðrir lykilmenn KR hafa glímt við meiðsli á einhverjum tímapunkti í vetur. Klippa: Spjall um Dominos Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Sportpakkinn: Hörð barátta um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina Valur, KR, Keflavík og Skallagrímur unnu sína leiki í 23. umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta sem fór öll fram í gærkvöld. Arnar Björnsson fór yfir leiki gærkvöldsins. 27. febrúar 2020 16:15 Ótrúlegur fjöldi meiðsla hjá KR í vetur | Eins og það séu álög á okkur Ástandið í herbúðum Íslandsmeistara KR í körfubolta er ekki gott en nú síðast meiddist Króatinn Dino Cinac mjög alvarlega á auga. 27. febrúar 2020 10:30 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
Domino´s deild karla fer aftur af stað eftir gott bikar- og landsleikjafrí nú um helgina. Þeir Kjartan Atli Kjartansson og Teitur Örlygsson hittust því og fóru yfir komandi umferð. Nú fer tímabilið senn að klárast og ljóst að línur eru farnar að skýrast. Fóru þeir félagar yfir hvern leik fyrir sig og má sjá alla umræðuna í spilaranum hér að neðan.Næsta umferð Sunnudaginn 1. mars eru fjórir leikir í Domino´s deild karla. Valur fær Grindavík í heimsókn - í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, Stjarnan fær Þór Akureyri í heimsókn, Keflavík fær Hauka í heimsókn og Njarðvík fær KR í heimsókn - í beinni á Stöð 2 Sport 2. Degi síðar eða á mánudeginum 2. mars fara Fjölnismenn á Sauðárkrók þar sem þeir mæta heimamönnum í Tindastól og ÍR fær Þór Þorlákshöfn í heimsókn – í beinni á Stöð 2 Sport. Í kjölfarið er svo bein útsending frá Domino´s Körfuboltakvöldi.Grindvíkingar til alls líklegir„Grindvíkingar komust í bikarúrslit og það er búið að vera skrið á þeim,“ sagði Kjartan Atli um Grindavíkur liðið og Teitur tók í sama streng „Það eru búin að vera batamerki á þeim, nýji leikmaðurinn þeirra [Seth LeDay] styrkir þá mikið og Sigtryggur [Arnar Björnsson] virðist vera búinn að finna fjölina sína. Honum finnst gaman að fá athygli og þá er oft meiri kraftur í honum. Valur verður hins vegar að vinna.“Stjarnan of stór biti fyrir ÞórTeitur hefur ekki mikla trú á Þór Akureyri gegn Stjörnunni í Garðabænum. „Stjarnan eru bara það massífir að ég held að það sé of stór pakki fyrir Þór til að gera þetta að leik.“KR verða með meistaralið sama hvaðGífurleg meiðsli Íslandsmeistara KR voru eðlilega rædd en Teitur vill samt meina að þeir mæti með ágætis lið í komandi leik gegn Njarðvík „Hverjir eru að fara mæta til leiks fyrir KR, það er kannski það forvitnilegasta finnst mér,“ sagði Kjartan um komandi leik KR en liðið mætir Njarðvík á útivelli. „Þeir verða með meistaralið, það er ekkert öðruvísi“ sagði Teitur um leikmannahóp KR en Dino Cinac, króatíski miðherji liðsins, meiddist illa á auga í vikunni. Mike DiNunno samdi við KR á dögunum en hann hefur verið að glíma við meiðsli og verður ekki leikfær fyrr en í úrslitakeppninni. Þá er Björn Kristjánsson enn frá og aðrir lykilmenn KR hafa glímt við meiðsli á einhverjum tímapunkti í vetur. Klippa: Spjall um Dominos
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Sportpakkinn: Hörð barátta um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina Valur, KR, Keflavík og Skallagrímur unnu sína leiki í 23. umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta sem fór öll fram í gærkvöld. Arnar Björnsson fór yfir leiki gærkvöldsins. 27. febrúar 2020 16:15 Ótrúlegur fjöldi meiðsla hjá KR í vetur | Eins og það séu álög á okkur Ástandið í herbúðum Íslandsmeistara KR í körfubolta er ekki gott en nú síðast meiddist Króatinn Dino Cinac mjög alvarlega á auga. 27. febrúar 2020 10:30 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
Sportpakkinn: Hörð barátta um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina Valur, KR, Keflavík og Skallagrímur unnu sína leiki í 23. umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta sem fór öll fram í gærkvöld. Arnar Björnsson fór yfir leiki gærkvöldsins. 27. febrúar 2020 16:15
Ótrúlegur fjöldi meiðsla hjá KR í vetur | Eins og það séu álög á okkur Ástandið í herbúðum Íslandsmeistara KR í körfubolta er ekki gott en nú síðast meiddist Króatinn Dino Cinac mjög alvarlega á auga. 27. febrúar 2020 10:30